Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1978, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.04.1978, Blaðsíða 13
ur unnið að vegagerð í Reyðar- firði og á Fjarðarheiði, svo og á Suðurfjarðarvegi í Fáskrúðs- firði. Unnið er við nýja veginn fyrir Hvalnes og Þvottárskrið- ur. Á Suðurlandi verður mestur þungi vegaframkvæmda lagður í Suðurlandsveg fyrir austan Þjórsárbrú og á síðasta sumri var undirbyggður 6 km kafli til viðbótar. Gert er ráð fyrir 188 milljón króna fjárveitingu í Suðurlandsveg og 40 milljón króna lánsheimild liggur fyrir. Loks er ógetið á Suðurlandi áframhaldandi endurbyggingar Eyrarbakkavegar og í Reykja- neskjördæmi verða aðalfram- kvæmdirnar á Hafnarf jarðar- vegi frá Arnarnesi um Garða- bæ og á Garðskagavegi, sem byrjað verður á í sumar milli Sandgerðis og Garðs. # Lagning slitlaga í sumar verður lagt slitlag á Vesturlandsveg frá Sverris- kafla svokölluðum og inn fyrir Kiðafell. Sú vegalengd er 6 km. eins og kom fram hér fyrr í viðtalinu. Akranesvegur verð- ur einnig lagður olíumöl á 5 km kafla. Norðan við Akureyri verður haldið áfram að mal- bika, sennilega um IV2 km. í sumar. Einnig verða lögð slitlög i Reyðarfirði og i Egilsstaða- nesi. Lagt verður slitlag á hluta Eyrarbakkavegar og á Þing- vallaveg frá þjóðgarðinum að Kárastöðum. Lengsti samfelldi kaflinn verður þó á Suðurlands- vegi austan Þjórsár alls 8 km. # IXJýbygging brúa Nokkuð verður um nýbygg- ingar brúa á þessu sumri. Þær helztu eru Svínadalsá á Jóns- vaði í Dölum, Prestbakkaá og Heydalsá á Ströndum, Víðidals- á í Húnavatnssýslu, Búðargil á Húsavík, Breiðdalsá í Reyðar- firði og Breiðdalsá í Breiðdal, og á Suðurlandi verður Eldvatn hjá Ytri-Fljótum brúað. Snæbjörn sagði, að í ár verði hægt að standa mun betur að viðhaldi vega,. þar sem fjár- veiting er ríflegri en á undan- förnum árum. # Umferðartalning og ýmsar rannsóknir Til sýsluvega verður í ár varið 340 milljónum króna, en til vega í kaupstöðum og kaup- túnum verður varið 706 millj- ónum króna. Á vegum Vegagerðarinnar fer fram umferðartalning, eftir sérstöku skipulagi. í fyrra virt- ist umferð hafa aukist töluvert, um 7% á sumarumferð og 13% á ársumferð yfir landið allt. Mest var aukning sumarum- ferðar á Austurlandi um 17%, en ársumferð jókst mest á Suð- urlandi og Reykjanesi um 13— 14%. Vegagerð ríkisins vinnur einnig að athugun á umferða- slysum til þess að kanna í hvaða tilvikum orsakir slysanna mætti rekja til veganna. Einnig er á vegum vegagerðarinnar sífellt unnið að ýmsum rann- sóknarverkefnum og var veitt fé á vegaáætlun til þessa liðar sem nemur 29 milljónum króna. Um 500 manns vinna að jafn- aði árið um kring hjá Vega- gerðinni út um allt land. Aðal- bækistöðvar Vegagerðarinnar eru í Borgarfirði, ísafirði, Ak- ureyri, Reyðarfirði, Selfossi og Reykjavík. # Sumarviðhaldið Áætlað er að í sumarviðhald þjóðvega verði veittir 2,6 millj- arðar m.a. í viðhald malarvega og vega með bundnu slitlagi, heflun, rykbindingu, vatns- skemmdir, viðhald brúa o.fl. IMý farmgjaldskrá Flugleiða Sú nýbreytni hcfur verið tek- in upp hjá Flugleiðuin Flug- frakt að á leiðunum milli ís- lands, Luxemborgar, og New York eða Chicago, verður hæt.t að taka flutningsgjöld eftir teg- und vöru, heldur er boðið upp á lægri gjöld fyrir stærri send- ingar án tillits til vörutegunda. Um er að ræða marga mis- munandi þyngdarflokka, allt upp í 5000 kg. Með þessu verð- ur gjaldskráin mun einfaldari; í stað flókinnar gjaldskrár með mismunandi vöruflokkum er boðið upp á gjöld eftir þyngd- arf’lokkum. Þessi nýbreytni hefur vakið athygli vestan hafs, þar sem Loftleiðir hafa lagt áherzlu á að kynna vöruflutninga sína til Luxemborgar. Hefur það verið keppikefli margra flugfélag- anna innan IATA að einfalda fraktgjaldskrár sínar en ekki hefur náðst samstaða um að- gerðir innan þeirra samtaka. í bandaríska blaðinu Journal of Commerce var fyrir skömmu fjallað um hina nýju gjaldskrá Loftleiða og. bent á,- að í stað 122 gjaldskr.árflokka, sem áður höfðu verið í gildi, væru þeir ríú’ 12 talsínÉ.'e Er þessari ný- breytni sérst'áklega fagnað og bent á hagkvæmnina, sem bandarískum útflutningsaðilum býðst með þessu. Samkvæmt nýja farmgjalda- fyrirkomulaginu verða t.d. flutningsgjöld fyrir 1500 kg af vörum frá New York til ís- lands 173 kr. á kg. og frá Lux- emborg til íslands 134 kr. á kg. Nýlega gáfu Flugleiðir út kynningarpésa um flugfrakt, þar sem bent er á helztu kosti þess flutningamáta. Bent er sér- staklega á hraðann í flutning- um, góða nýtingu fjármagns, ódýrari umbúðir, lægri vá- tryggingarkostnað, minna geymslurými og tollafslátt, FV 4 1978 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.