Frjáls verslun - 01.04.1978, Side 13
ur unnið að vegagerð í Reyðar-
firði og á Fjarðarheiði, svo og
á Suðurfjarðarvegi í Fáskrúðs-
firði. Unnið er við nýja veginn
fyrir Hvalnes og Þvottárskrið-
ur.
Á Suðurlandi verður mestur
þungi vegaframkvæmda lagður
í Suðurlandsveg fyrir austan
Þjórsárbrú og á síðasta sumri
var undirbyggður 6 km kafli til
viðbótar. Gert er ráð fyrir 188
milljón króna fjárveitingu í
Suðurlandsveg og 40 milljón
króna lánsheimild liggur fyrir.
Loks er ógetið á Suðurlandi
áframhaldandi endurbyggingar
Eyrarbakkavegar og í Reykja-
neskjördæmi verða aðalfram-
kvæmdirnar á Hafnarf jarðar-
vegi frá Arnarnesi um Garða-
bæ og á Garðskagavegi, sem
byrjað verður á í sumar milli
Sandgerðis og Garðs.
# Lagning slitlaga
í sumar verður lagt slitlag á
Vesturlandsveg frá Sverris-
kafla svokölluðum og inn fyrir
Kiðafell. Sú vegalengd er 6
km. eins og kom fram hér fyrr
í viðtalinu. Akranesvegur verð-
ur einnig lagður olíumöl á 5 km
kafla. Norðan við Akureyri
verður haldið áfram að mal-
bika, sennilega um IV2 km. í
sumar. Einnig verða lögð slitlög
i Reyðarfirði og i Egilsstaða-
nesi. Lagt verður slitlag á hluta
Eyrarbakkavegar og á Þing-
vallaveg frá þjóðgarðinum að
Kárastöðum. Lengsti samfelldi
kaflinn verður þó á Suðurlands-
vegi austan Þjórsár alls 8 km.
# IXJýbygging brúa
Nokkuð verður um nýbygg-
ingar brúa á þessu sumri. Þær
helztu eru Svínadalsá á Jóns-
vaði í Dölum, Prestbakkaá og
Heydalsá á Ströndum, Víðidals-
á í Húnavatnssýslu, Búðargil á
Húsavík, Breiðdalsá í Reyðar-
firði og Breiðdalsá í Breiðdal,
og á Suðurlandi verður Eldvatn
hjá Ytri-Fljótum brúað.
Snæbjörn sagði, að í ár verði
hægt að standa mun betur að
viðhaldi vega,. þar sem fjár-
veiting er ríflegri en á undan-
förnum árum.
# Umferðartalning og
ýmsar rannsóknir
Til sýsluvega verður í ár
varið 340 milljónum króna, en
til vega í kaupstöðum og kaup-
túnum verður varið 706 millj-
ónum króna.
Á vegum Vegagerðarinnar
fer fram umferðartalning, eftir
sérstöku skipulagi. í fyrra virt-
ist umferð hafa aukist töluvert,
um 7% á sumarumferð og 13%
á ársumferð yfir landið allt.
Mest var aukning sumarum-
ferðar á Austurlandi um 17%,
en ársumferð jókst mest á Suð-
urlandi og Reykjanesi um 13—
14%.
Vegagerð ríkisins vinnur
einnig að athugun á umferða-
slysum til þess að kanna í
hvaða tilvikum orsakir slysanna
mætti rekja til veganna. Einnig
er á vegum vegagerðarinnar
sífellt unnið að ýmsum rann-
sóknarverkefnum og var veitt
fé á vegaáætlun til þessa liðar
sem nemur 29 milljónum
króna.
Um 500 manns vinna að jafn-
aði árið um kring hjá Vega-
gerðinni út um allt land. Aðal-
bækistöðvar Vegagerðarinnar
eru í Borgarfirði, ísafirði, Ak-
ureyri, Reyðarfirði, Selfossi og
Reykjavík.
# Sumarviðhaldið
Áætlað er að í sumarviðhald
þjóðvega verði veittir 2,6 millj-
arðar m.a. í viðhald malarvega
og vega með bundnu slitlagi,
heflun, rykbindingu, vatns-
skemmdir, viðhald brúa o.fl.
IMý farmgjaldskrá Flugleiða
Sú nýbreytni hcfur verið tek-
in upp hjá Flugleiðuin Flug-
frakt að á leiðunum milli ís-
lands, Luxemborgar, og New
York eða Chicago, verður hæt.t
að taka flutningsgjöld eftir teg-
und vöru, heldur er boðið upp
á lægri gjöld fyrir stærri send-
ingar án tillits til vörutegunda.
Um er að ræða marga mis-
munandi þyngdarflokka, allt
upp í 5000 kg. Með þessu verð-
ur gjaldskráin mun einfaldari;
í stað flókinnar gjaldskrár með
mismunandi vöruflokkum er
boðið upp á gjöld eftir þyngd-
arf’lokkum.
Þessi nýbreytni hefur vakið
athygli vestan hafs, þar sem
Loftleiðir hafa lagt áherzlu á
að kynna vöruflutninga sína til
Luxemborgar. Hefur það verið
keppikefli margra flugfélag-
anna innan IATA að einfalda
fraktgjaldskrár sínar en ekki
hefur náðst samstaða um að-
gerðir innan þeirra samtaka. í
bandaríska blaðinu Journal of
Commerce var fyrir skömmu
fjallað um hina nýju gjaldskrá
Loftleiða og. bent á,- að í stað
122 gjaldskr.árflokka, sem áður
höfðu verið í gildi, væru þeir
ríú’ 12 talsínÉ.'e Er þessari ný-
breytni sérst'áklega fagnað og
bent á hagkvæmnina, sem
bandarískum útflutningsaðilum
býðst með þessu.
Samkvæmt nýja farmgjalda-
fyrirkomulaginu verða t.d.
flutningsgjöld fyrir 1500 kg af
vörum frá New York til ís-
lands 173 kr. á kg. og frá Lux-
emborg til íslands 134 kr. á kg.
Nýlega gáfu Flugleiðir út
kynningarpésa um flugfrakt,
þar sem bent er á helztu kosti
þess flutningamáta. Bent er sér-
staklega á hraðann í flutning-
um, góða nýtingu fjármagns,
ódýrari umbúðir, lægri vá-
tryggingarkostnað, minna
geymslurými og tollafslátt,
FV 4 1978
13