Frjáls verslun - 01.04.1978, Síða 85
Örkin hans IMóa
Innlendi húsgagnaiðnaðurinn
á í vök verjast vegna inn-
fluttra húsgagna
Við Ráðhústorgið á Akureyri er húsgagnaverslun, sem ber hið
einkennilega nafn „Örkin hans Nóa“. Akureyringar vita vel
hvernig á nafninu stcndur, en aðkomumönnum kemur það á óvart.
Þarna verslar Jóhann Ingimarsson, sem af flestum er kallaður
Nói, en af því auknefni er búðarnafnið dregið. Frjáls verslun
heimsótti Örkina fyrir skömmu og ræddi við Jóhann.
— Ég er nú búinn að vera
viðloðandi húsgagnabransann
nokkuð lengi, sagði hann. —
Ég lærði húsgagnasmíði á sín-
um tíma, en sérmenntaði mig
svo í hönnun húsgagna. Árið
1952 stofnaði ég svo húsgagna-
verkstæðið Valbjörk á Akur-
eyri, sem var þokkalegt fyrir-
tæki á okkar mælikvarða. Hús-
gögnin sem þar voru framleidd
þóttu nýtískuleg og við vorum
með nokkuð alhliða framleiðslu,
bæði bólstruð húsgögn og tré-
húsgögn í ýmsu formi. Ég seldi
svo minn hlut í fyrirtækinu
1970 og stofnsetti þessa búð, en
Valbjörk var lögð niður
skömmu seinna.
ÚTIBÚ STARFRÆKT
SÍÐAN 1976
— Þessi átta ár sem við hjón-
in höfum rekið verslunina, en
Guðrún kona mín stendur í
þessu með mér, þá höfum við
verið í þessu sama húsnæði,
sagði Jóhann. — SÍS á þetta
hús, en Saumastofa Gefjunar
var hér til húsa á sínum tíma.
Þetta er mjög góður staður
fyrir verslun því fólk á hér
mikið leið um og ferðamenn
labba sig gjarnan inn. Við von-
um því að við fáum að halda
þessu. Hins vegar er þetta í
raun og veru of lítið fyrir
svona verslun. Af þeim sökum
komum við okkur upp útibúi
seint á árinu 1976 í húsnæði
hjá KEA við Hrísalund. Þar
höfum við 400 fermetra pláss
og verslun með alveg hliðstæð-
ar vörur.
— Við seljum mest innlend
húsgögn, sagði Jóhann, eða um
80% af sölunni. Ég hef reynt að
hafa þann hátt á að skipta við
sem flesta aðila til að hafa sem
mesta fjölbreytni í vöruúrvali.
Erlendu húsgögnin sem við selj-
um kaupum við bæði beint frá
útlöndum og frá innlendum
umboðsaðiium. Salan er alltaf
nokkuð jöfn. Eins og gengur er
ös fyrir jól og e.t.v. fyrir páska
og svo þegar fólk á von á verð-
sveiflum eða gengisfellingum.
Það er oft spurt hvort hlutir
komi til með að hækka í næstu
sendingu.
VAXANDI VINSÆLDIR
ERLENDRA HÚSGAGNA
Þegar Jóhann var spurður
um smekk fólks fyrir húsgögn
sagðist hann oft verða fyrir
vonbrigðum yfir því sem fólk
kaupir. — Sérstaklega verð ég
oft vonsvikinn yfir unga fólk-
inu, sagði hann. — Ungt fólk
heldur gjarnan að það sé að
kaupa sér húsgögn fyrir lífið
og kaupir þung og vönduð hús-
gögn. Síðan gerist það annað
hvort, að ungbörn skemma
þetta, eða þá að unga fólkið
fær leið á þessu. Mín skoðun
er, að ungt fólk eigi að kaupa
létt húsgögn, sem síðar er hægt
að nota i barnaherbergi og ann-
að, en færa sig upp á skaftið
með batnandi lífskjörum og
ekki síst með auknum þroska.
Þó fólk eigi kost á að leita ráða
hjá fagmönnum, þá er oft lítið
gert af því. En það er fólkið
sjálft sem mótar tískuna og
ekki alltaf gott að hafa
áhrif á það. Núna virðist mér
tískan vera að hallast að er-
lendum húsgögnum og því mið-
ur á innlendi húsgagnaiðnaður-
inn í vök að verjast vegna
þessa. Einn kosturinn við að
versla við innlenda framleið-
endur er að fólk fær undan-
tekningarlítið galla bætta, en
oft er erfitt að sækja mál sitt
á hendur erlendum framleið-
anda. Svo er því miður talsvert
flutt innaf lélegum húsgögnum.
Þegar Ingimar og Guðrún
byrjuðu með Örkina lögðu þau
áherslu á að hafa ýmsa list-
muni til sölu, en hættu því
smám saman. — Þetta fór ekki
svo vel saman, sagði Jóhann. —
Við hefðum þurft að hafa sér-
staka manneskju í þessu ef við
hefðum haldið áfram. Fólk sem
er að kaupa svona gjafavöru
tekur sér gjarnan langan um-
hugsunartíma og er lengi að
velta vöngum yfir vörunni. Síð-
an höfum við bara lagt áherslu
á að koma húsgögnunum vel og
smekklega fyrir og ekki síst
þannig að þau virki heimilis-
lega á fólk. Og það má líka
segja að okkur hafi tekist að
gera þessa holu sæmilega
huggulega, sagði Jóhann að
lokum.
FV 4 1978
85