Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1978, Side 8

Frjáls verslun - 01.05.1978, Side 8
áfangar Björn Guðmundsson, forstjóri Sportvers, hefur nú tekið sæti í alþjóöastjórn Lions-hreyf- ingarinnar. Hann hélt nýlega til Japan til að sitja þar alþjóðaþing Lions-hreyfingarinnar. Norðurlöndin skiptast á aö hafa sinn fulltrúa í stjórninni og var Björn tilnefndur af hálfu (s- lands, meö stuðningi Noröurlandanna. Alls sitja 27 manns í alþjóðastjórninni. Kjörnir eru 13 manns annað árið, en 14 hitt árið og sitja í stjórninni í tvö ár. Stjórnarfundir eru þrír á ári, vor, haust og á alþjóðaþinginu. Nýr alþjóða- forseti tekur við í Japan og er hann frá Nýja- Sjálandi, og verður því stjórnarfundur haldinn í Nýja-Sjálandi haustið 1979. Lions-hreyfingin er starfandi í 150 þjóölönd- um og eru félagar innan hennar 1.250 þús. manns. Hér á landi eru starfandi 75 Lions— klúbbar, og eru félagar í klúbbunum um 2800. Lions-klúbbarnir starfa mest að líknarmálum. Björn Guðmundsson hefur starfað í Lions-- hreyfingunni síðan 1959. Hann var umdæmis- stjóri á árunum 1970—1971, en á þeim tíma sem hann var umdæmisstjóri fjölgaði Lions-fé- lögum úr 1400 í 1700. Arnar Guðmundsson, deildarstjóri hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins er fæddur 9. janúar 1947 á ísafiröi, en fluttist ungur til Reykjavíkur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967, og hóf nám í lögfræði við Há- skóla íslands það sama ár. Lögfræðiprófi lauk hann í september 1973. Með laganámi vann hann jafnframt, sem fulltrúi hjá Búnaðarbanka íslands. Að námi loknu hóf Arnar störf hjá sakadóm- ara í ávana- og fíkniefnamálum, og hafði það starf með höndum uns hann tók 1. maí s.l. við starfi deildarstjóra hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Arnar Guðmundsson sagði um starfið: Stofnuninni er skipt í þrjár höfuðdeildir, og hafa þrír deildarstjórar yfirumsjón með lögreglu- rannsóknum. Svo tekiö sé dæmi um störf mín má nefna mál um skírlífsbrot, barna- og ungl- ingabrot, tollalagabrot og öll sérrefsilagabrot. 8

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.