Frjáls verslun - 01.05.1978, Blaðsíða 9
Þráinn Eggertsson, hagfræðingur, er fædd-
ur í Reykjavík 1941. Hann varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1961. Hóf hag-
fræðinám við enskan háskóla, og lauk þaðan
B.A. prófi 1964. Á árunum 1964—65 var hann
starfsmaöur OECD í París, lengst af staðsettur í
Júgóslavíu. Þráinn hóf nám og kennslustörf við
bandarískan háskóla 1965 og lauk þaðan
doktorsprófi í hagfræði 1972. Var um tíma
hagfræðingur hjá Seðlabanka íslands, en tók
síðan við lektorsstöðu í viðskiptadeild Háskóla
Islands, en því starfi gegnir hann nú.
Þráinn hefur ásamt Ásmundi Stefánssyni
haft umsjón með þáttum um efnahagsmál í
sjónvarði, Alþýðufræðsla um efnahagsmál,
sem hafa vakið mikla athygli. Um þessa þætti
sagði Þráinn: — Það hefur veriö skemmtilegt
að fá nasasjón af sjónvarpinu, sem er mikill
furðuheimur. Tilgangur þessara þátta er að
skilgreina algeng hugtök og skýra frá ýmsum
staðreyndum um efnahagsmál, en foröast
pólitísk deilumál. Ég vona, að okkur Ásmundi
Stefánssyni hafi tekist að sýna að þetta sé hægt
og að áhorfendur hafi haft gagn af þáttunum.
Friðrik Pálsson, viðskiptafræðingur, tók um
síðustu áramót við starfi framkvæmdastjóra
Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, en
hann hafði áður gegnt starfi skrifstofustjóra hjá
fyrirtækinu frá því 1974.
— Starf mitt sem framkvæmdastjóri S.I.F.
sagði Friðrik — er fólgið í daglegum rekstri og
stjórnun fyrirtækisins, en yfirgnæfandi meiri-
hluti tímans fer I sölustarfsemi fyrir afurðir salt-
fiskframleiðenda. Aðilar að Sölusambandi ís-
lenskra fiskframleiðenda eru nú um 270.
— S.Í.F. selur saltfisk mest til Miðjarðarhafs-
landanna og eru Portúgalir þar langstærstu
kaupendurnir, en Spánn, italía og Grikkland
eru einnig stórir kaupendur. Ekki er búið að
semja um kaup á saltfiski til Portúgals á árinu
sagði Friðrik, — en Spánn kaupir svipað magn
og undanfarin ár, 6000 tonn og búið er að selja
til ítalíu 3800 tonn.
Auk Friðriks er Valgarö J. Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri S.Í.F. og sér hann um sölu á
þurrkuðum saltfiski, sem aðallega selst í Suður
og Mið-Ameríku og saltaðra ufsaflaka, sem
seld eru til V.-Þýskalands.
Friðrik Pálsson er fæddur 19. mars 1947 á
Bjargi í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu. Eftir
nám í Reykjaskóla í Hrútafirði, fór hann í Versl-
unarskóla Islands og lauk þaöan stúdentsprófi
1969. Þaðan lá leiðin í viðskiptadeild Háskóla
íslands, og lauk Friðrik þaðan viðskiptafræöi-
prófi í janúar 1974, og tók því strax að námi
loknu til starfa hjá S.Í.F.
9