Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1978, Qupperneq 18

Frjáls verslun - 01.05.1978, Qupperneq 18
innlent Gjaldeyristekjur af hernum um 8,9 milljarðar kr. Milli 1600—1700 ís- lendingar starfandi á vegum varnarliðsins Nettógjaldeyristekjur af varnar- liðinu voru 8895 m. kr. á sl. ári, skv. greiðslujafnaðarskýrslum. Þar af munu nettógjaldeyristekjur íslenzkra aðalverktaka hafa verið á bilinu 2500—3000 m.kr. Tekjur annara verktaka voru milli 6 og 700 millj. kr. Varnarliðið keypti samtals 3617 m.kr. af innlendum bönkum til launagreiðslna og annarra þarfa og greiddi fyrir með gjaldeyri. American Express, sem sér um bankaþjónustu á vellinum, keypti 78 m.kr. Nettógjaldeyris- tekjur olíufélaga (aðallega Olíu- félagsins h.f., Esso) af varnarliðs- viðskiptum voru 780 m.kr., en tekjur Eimskips 972 m.kr. ýmsir aðrir aðilar höfðu 337 m.kr. í tekjur af viðskiptum við varnar- liðlð. Þessar upplýsingar komu fram hjá Geir Haarde, hagfræðingi Seðlabankans í erindi sem hann flutti fyrir nokkru á ráðstefnu um varnar- og öryggismál á vegum Sambands ungra sjálfstæðis- manna. Varnarliðið keypti á árinu 1977 rafmagn frá Rafmagnsveitum ríkisins fyrir um 292 m.kr., síma- og skeytaþjónustu frá Lands- símanum fyrir um 162 m. kr. og landbúnaðarafurðir fyrir um 80 m.kr. Lióið greiðir fyrir þessa þjónustu og vörur sama verð og íslendingar sjálfir, í samræmi viö ákvæði þar að lútandi í viðbæti við varnarsamninginn, en er þó und- anþegið söluskatti. Greiddar voru um 900 milljónir króna fyrir þjónustu olíufélaga og um 1,1 milljarður fyrir ýmsa aðra þjónustu og er þar innifalin m.a. pökkunar- þjónusta, póstþjónusta, vöru og farþegaflutningar og greiðsla fyrir starfrækslu Loran stöðvarinnar á Sandi, sem Póstur og sími annast. • Skrifstofufólk með 1.8 millj. í árslaun I þjónustu varnarliðsins sjálfs voru á árinu 1977 1022 íslenzkir starfsmenn. Liðið greiddi á sl. ári rúmar 13 milljónir dollara í laun eða sem svarar um 2,6 milljörðum króna á gengi ársins 1977. Launa- greiðslur varnarliðsins eru ákveðnar í samræmi við það sem almennt gerist í landinu, en svo- nefnd kaupskrárnefnd, sem starf- ar á vegum utanríkisráðuneytisins hefur með höndum það hlutverk að tilkynna varnarliðinu um og úr- skurða hverjir séu gildandi kaup- taxtar. Samkvæmt upplýsingum frá varnarliðinu hafði skrifstofu- starfskraftur í þjónustu þess að meðaltali 4,5 dollar á tímann á s.l. ári eða um 900 kr. og um 9000 dollara í árslaun eða um 1,8 milljón króna Maður við stjórnunarstörf hjá liðinu hafði að meðaltali þrefalt hærra kaup. Varnarliðsvinnan hefur á liðnum árum oft veriö eftirsótt sakir þess að aukavinna hefur stundum verið þar meiri en almennt gerizt, enda þótt kauptaxtar séu hinir sömu. Einnig mun vera hjá varnarliðinu tiltölulega meira framboð rólegrar vinnu sem hentar vel þeim sem ekki hafa aðstöðu til að stunda erfiðisvinnu. • 55 millj. í húsaleigu Frá því varnarliðið kom hér fyrst hefur nokkur hluti varnarliðs- manna verið búsettur utan vallar- ins í leiguhúsnæði. Þeim sem búa Nokkrir íslensklr starfsmenn varnarliðsins, Daníel Júlíusson, Páll Hilmarsson og Friðrik Guðmundsson vinna að viðhaldi ýmissa fjarskiptatækja. 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.