Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1978, Page 20

Frjáls verslun - 01.05.1978, Page 20
Launagreiðendur Kynnið yður skipan á greiðslu orlofsfjár Samkvæmt reglugerð nr. 161/1973 ber launagreiðendum að gera skil á orlofsfé fyrir 10. hvers mánaðar, vegna launa næsta mánaðar á undan. Greiðslunni skal fylgja skilagrein á þar til gerðu eyðublaði sem Póstur og sími gefur út. Gætið þess sérstaklega að nafnnúmer séu rétt. Launþegar fá reikningsyfirlit á 3ja mánaða fresti frá Pósti og síma. Það sýnir hve mikið orlofsfé hefur verið móttekið þeirra vegna. Geyma þarf launaseðlana til að geta séð hvort rétt upphæð hefur verið greidd inn á orlofsreikninginn. Við lok orlofsárs fær launþegi senda ávísun á orlofsfé sitt. Eyðublöð fást á póststöðum og eru þar veittar nánari upplýsingar PÓSTGÍRÓSTOFAN “1 Ármúla 6, Reykjavík Sími86777. r h.f. færöu landinu voru um 5600 milljónir, en við starfsemi þeirra hér á landi unnu um 1160 manns. • Þróunin frá 1946 í samræmi við Keflavíkursamn- inginn frá 1946 hvarf allt banda- rískt herlið af landinu í ársbyrjun 1947 og íslendingar fengu afhent- an til eignar Keflavíkurflugvöll ásamt öllum tilheyrandi mann- virkjum. Á árabilinu frá 1947 þartil varnarliðið kom til landsins 1951 var Keflavíkurflugvöllur rekinn sem millilandaflugstöö og sá bandarískt flugfélag um rekstur- inn. Var ráðist í ýmsar fram- kvæmdir á flugvellinum á þessum tíma til að uppfylla kröfur sem gerðar voru til aðstöðu fyrir milli- landaflug og má nefna að flug- vallarhótel var byggt á þessum árum. Gizkað hefur verið á að samtals hafi veriö varið 12 millj. dollara til framkvæmda á flug- vellinum á þessum fjórum árum. Starfslið þar var að mestu leyti amerískt en þó voru þar í vinnu allmargir íslendingar. í árslok 1950 munu hafa unniö þar um 370 íslendingar. Gjaldeyristekjur af flugvellinum á því ári voru allmiklar eða 35,8 millj. kr. á þá þáverandi gengi, en það samsvarar 437,7 milljónum króna á gengi ársins 1977. Strax fyrstu árin eftir að varnar- liðið kom hingað voru af því talsverðar nettótekjur þ. e. a. s. tekjur eftir að búið var að taka tillit til útgjalda sem sköpuðust bein- línis vegna veru varnarliösins. Þessi virðisauki sem eftir varð í landinu var t. d. á árinu 1953 um 215 millj. kr. á því gengi sem þá gilti, en það samsvarar 2,6 milljörðum kr. á gengi ársins 1977. Á fyrsta áratugnum eftir komu varnarliðsins voru gjaldeyris- tekjurnar sem frá því runnu sam- kvæmt greiðslujafnaðarskýrslum yfirleitt um 2—3 milljarðar kr. á gengi 1977, en framkvæmdir voru þó minni á árunum 1956 og 1957, en árin á undan og eftir, vegna þeirrar óvissu sem þá rikti um áframhaldandi veru liðsins. Á árunum á milli 1960 og 1970 voru tekjurnar af liðinu yfirleitt um 1 — 2 milljarðar á ári á gengi ársins 1977, ef undanskilið er árið 1967, en þá voru tekjurnar um 2,8 milljarðar. 20

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.