Frjáls verslun - 01.05.1978, Qupperneq 22
Heildarfjárbinding KEH vegna
mjólknrvöru 500 milljónir
„Kaupfélag Eyfirðinga er að
byggja stóra og dýra mjólkurstöð
hér á Akureyri. Þessi mjólkurstöð
er svo dýr og stór, að hún tekur
allan okkar framkvæmdarmátt
meðan hún stendur yfir.“, sagði
Valur Arnþórsson, kaupfélags-
stjóri, í samtali við Frjálsa verzlun.
Um þessar mundir er verið að
gera úttekt á framleiðslu mjólkur-
samlagsins og er verið aö undir-
búa að taka upn nýjar framleiöslu-
greinar, þo að forráðamenn kaup-
félagsins vilji ekki á þessu stigi
segja, hverjar þær verða.
Áætlun 1400 milljónir nú
Bygging mjólkurstöðvarinnar
hefur tekið miklu lengri tíma en
upphaflega var áætlað.
Kostnaðaráætlun hljóöaöi upp-
haflega upp á 300 milljónir króna
án vaxta á byggingartímabilinu en
nú er heildarbyggingarkostnaður
áætlaður 1400 milljónir miðað við
verðlag 1978 og eiga þó þessar
tölur eftir að hækka enn meir.
„Þannig étur verðbólgan stór
göt í kostnaöaráætlanir okkar og
skerðir möguleika okkar til upp-
byggingar. Ef litið er á þróun
vörubirgða síðan í ársbyrjun 1973,
þá voru þær aö andvirði rúmar 300
milljónir í verzlun og iðnaði en í lok
1977 voru þær u.þ.b. 1250
milljónir.", sagði Valur. Upp-
söfnun gífurlegra mjólkurvöru-
birgöa hefur dregið mjög úr fram-
kvæmdamætti KEA. Þess má geta,
að í janúarlok 1977 voru mjólkur-
Valur Arnþórsson
vörubirgðirnar hjá samlaginu
reiknaðar á heildsöluverði, að
nirðurgreiðslum viðbættum, 509
milljónir króna, en 1978 var and-
virði þeirra orðið 1144 milljónir
reiknað á sama hátt. Heildarfjár-
binding félagsins á rekstri mjólk-
ursamlagsins umfram afturðalán
bankanna er 500 milljónir um
þessar mundir. „Þessi þróun á
sviði hvers konar birgðasöfnunar
rýrir að sjálfsögðu getu til fjárfest-
ingar og uppbyggingar", sagði
Valur Arnþórsson, kaupfélags-
stjóri.
Búðakerfið endurskoðað
Áriö 1976 opnaði KEA svo-
kallaða markaðsverzlun, sem
gengið hefur mjög vel. Er þessi
verzlun sú stærsta sinnar tegund-
ar utan höfuðborgarsvæðisins.
Annars stendur til að KEA geri
gagngera endurskoðun á öllu
búðakerfi sínu. Valur kaupfélags-
stjóri kvað nánast hægt að fullyrða
að búöum yrði fækkað og dregið
úr þjónustu, ef ekki fengizt betri
rekstrargrundvöllur. Verðsam-
keppni er hörð á Akureyri að sögn
Vals. Sagði hann ennfremur aö í
rauninni væri ágætur grundvöllur
fyrir að verzla meö hvers konar
aðfluttar nýlenduvörur en hins
vegar skorti stórlega á, að álagn-
ing á kjöti og kjötvörum stæði
undir raunverulegum kostnaði við
að verzla með þessar afurðir.
Sannleikurinn væri sá, aö álagn-
ing á kjöti og kjötvörum stæöi
tæpast undir Vá af kostnaði við að
verzla með kjöt og kjötvörur og á-
lagning mjólkurvara stendur tæp-
ast undir helmingi kostnaðar við
að verzla með þá vöru, að sögn
Vals Arnþórssonar.
Hótel KEA stækkar
Framundan er mikil uppbygging
hjá Hótel KEA á Akureyri. Gisti-
herbergi eru nú 28 talsins en þeg-
ar viðbótarframkvæmdum lýkur,
verða herbergin samtals 80. Þar aö
auki veröur veizlusalur fyrir 350
manns og annar salur, þar sem
rúmast 250 manns í sæti. Þeim sal
má skipta í tvo sali, þannig að
hótelið gæti boðið upp á t.d.
ágæta ráðstefnuaðstöðu.
22