Frjáls verslun - 01.05.1978, Síða 24
markadur
Tvöföldun sölu lagmetis í ár
Sölustofnun lagmetis áætlar, að
sala á lagmeti muni tvöfaldast að
verðmæti á þessu ári miðað við
árið 1977, en þá nam útflutningur
lagmetis 1,2 milljörðum. Er ekki
annað séð en að þetta mark náist,
þótt útflutningsbannið í vor hafi
sett strik í reikninginn. I apríllok
hafði magnaukning í þessum út-
flutningi frá áramótum miðað við
sama tíma í fyrra orðið 100% og
aukning verðmætis um 148%. Að
sögn Gylfa Þórs Magnússonar,
forstjóra Sölustofnunar lagmetis,
hefur aukningin orðið í öllum
vörutegundum sem eru 10 að tölu
nú en voru áður 2—3 aðallega.
Síldarafurðir skera sig þó greini-
lega úr hvað magn snertir, aðal-
lega gaffalbitar á Sovétmarkað.
Gömlu markaðirnir fyrir íslenzkt
lagmeti í V.-Evrópu eru nú að taka
við sér eftir aö niðurfelling tolla í
Efnahagsbandalagslöndunum
hefur átt sér stað. ( V.-Evrópu eru
það Þýzkaland, Bretland og
Frakkland, sem kaupa mest.
Nokkur áherzla hefur verið lögð á
ný markaðssvæöi eins og Grikk-
land, Austurlönd, Ástralíu og
Nígeríu. Eitthvað hefur verið selt til
þessara svæða en ekki í verulegu
magni.
Að sögn Gylfa Þórs hefur staöa
Sölustofnunar lagmetis á Banda-
ríkjamarkaði breytzt mjög til hins
betra eftir að stofnunin opnaði þar
eigin söluskrifstofu en sala til
Bandaríkjanna nemur nú um 15%
af heildarsölu stofnunarinnar.
• Eftirspurn eftir mjöli
minnkar
Það er einkennandi fyrir fisk-
mjölsmarkaðinn í heiminum að
notkun mjöls er komin í algjört
lágmark. Um langan tíma hefur
hefðbundinn markaður (slendinga
fyrir mjöl verið í V.-Evrópu, en þar
er nú ótrúlega lítil eftirspurn, að
sögn Jónasar Jónssonar, fram-
kvæmdastjóra Síldar- og fiski-
mjölsverksmiðjunnar h.f. Eru aðr-
ar tegundir mjöls nú notaðar í fóð-
urvörur eins og sojabaunir. Mun
lægra verð fæst nú fyrir fiskmjöl en
var í vetur, eða $6.50 fyrir prótein-
einingu í tonni. í vetur var veröið
$7.20— 7.30 á hverja próteinein-
ingu. Hafði verðið aldrei orðið
hærra. Fyrir nokkru var mjöl selt
héðan fyrir $6.60 og þótti það al-
gjör heppni. Verð á lýsi á heims-
markaði hefur hækkað að undan-
förnu og er nú $490 hvert tonn.
Það er mun hærra en veriö hefur
undanfarið. Lýsi er allt selt og svo
til allar birgðir af loönumjöli. Jónas
Jónsson segir, að mjög skiptar
skoðanir séu um verðlagsþróun
næstu mánaða. Sérfræöingar
telja, að verðið geti haldizt óbreytt
en hækkun verði ekki. Þótt Perú-
menn, sem voru mjög ráðandi á
þessum mörkuðum, hafi nú orðið
að draga mjög verulega úr an-
sjósuveiðum sínum, hefur það
ekki leitt til aukinnar eftirspurnar
eftir mjölframleiðslu okkar.
Óbreytt verð á Bandaríkjamarkaði
Markaður fyrir þorskblokk og
flök í Bandaríkjunum er stöðugur.
Að sögn Guðjóns B. Ólafssonar,
framkvæmdastjóra lceland Pro-
ducts í Bandaríkjunum, nam sala á
unnum fiskréttum á Banda-
rikjamarkaði í fyrra 438 milljón Ibs
en var 439 milljón Ibs árið áður.
Síðan á miðju ári 1977 hafa birgðir
verið nægar. Þetta tvennt, kyrr-
staða í sölu og nægar birgðir
ásamt stöðugri samkeppni við ó-
dýrari matvælategundir, hefur
stöðvað frekari hækkun fiskverðs.
Verðið á hverju pundi af þorsk-
blokk er nú 105 cent cif og 114 til
118.5 cent cif fyrir hvert pund af
þorskflökum eftir stærð flaka.
Á síðustu mánuðum hefur verö-
bólga verið meiri en nokkru sinni
vestan hafs og kjötverð hefur
hækkað samtímis því að dollarinn
er ótraustur á gjaldeyrismarkaði.
Jöfnuður milli birgöahalds og sölu
er mjög á viðkvæmu stigi og sér-
hver breyting gæti haft áhrif á
verðlag. Þorskveiðar Kanada-
manna í gildrur eru að hefjast í
júní og gæti það haft veruleg áhrif
á þróun fiskverðs vestan hafs á
þriðja og fjórða ársfjórðungi ef
aflamagn Kanadamanna verður
24