Frjáls verslun - 01.05.1978, Blaðsíða 40
Varðveitið það
sem íslenzkt er
segja erlendir
ferðamenn
á íslandi
Birna Bjarnleifsdóttir,
formaður Félags leið-
sögumanna skipuieggur
ferðir fyrir erlenda
kaupsýslumenn um
Island og skrifar um
erlenda ferðamenn á
íslandi.
Þegar blaðamaður Frjálsrar
verzlunar bað mig að skipuleggja
heimsókn erlendra „bisness"
manna um l'sland, eins og það var
orðað, benti ég á að ferðaskrif-
stofur tækju að sér að skipuleggja
ferðir fyrir erlenda ferðamenn.
Ferðaskrifstofurnar fengju svo
leiðsögumenn til að framkvæma
ferðirnar samkvæmt því. í Ijós kom
síðan að ferð ,,bisness“mannanna
átti að vera ímynduð, farin í þykj-
ustu og meira af gamni en alvöru.
Jafnframt var aðeins óskað eftir
rabbi um erlenda ferðamenn á ís-
landi.
Ég lét því til leiðast, meira vegna
íslenzkra leiðsögumanna almennt,
sem alltof sjaldan fá tækifæri til að
ræða eöa taka þátt í undirbúningi
ferða. Það eru þó leiðsögumenn,
ásamt bílstjórum, sem framkvæma
ferðirnar og þekkja af eigin raun
aðstæður á leiöum og stöðum svo
og viðbrögð farþega.
Nú vill svo til að margir þeirra
erlendu ferðamanna, sem hingað
koma, eru kaupsýslumenn í við-
skiptaerindum. Sumir þeirra koma
til að reka viðskiptaerindi hér, aðrir
eru á leið milli Evrópu og Ameríku
til erindreksturs öðrum hvorum
megin Atlantshafsins. Sem Flug-
leiðafarþegum býðst þeim ódýr
1 — 3 daga viðdvöl á Islandi, sem
sumir telja upplagt að nota til að
taka saman í afslöppuðu umhverfi
árangur af erfiðri viðskiptaferð,
áður en erill viðskiptalífsins hefst á
ný heima fyrir.
Ýmsar starfsstéttir hafa haldið
hér ráðstefnur með fyrirlestrum
um sín sérsvið, s.s. tannlæknar,
dýralæknar, kennarar, endur-
skoðendur, hjúkrunarkonur, lög-
fræðingar, verkfræðingar og
tæknifræðingar svo að eitthvað sé
nefnt. Milli fyrirlestra eða í lok ráð-
stefnunnar fara þátttakendur í
skemmtiferð.
Einnig hafa komiö hingað
starfshópar, sem náð hafa
ákveðnu marki í starfi, selt hjól-
barða fyrir ákveðna upphæð,
smíðað húsgögn í ákveðinn ára-
fjölda, stjórnað sporvögnum, selt
tryggingar, stjórnað tölvum, fram-
leitt höfuðverkjatöflur eða selt
ferðir til Islands. Verðlaunin eru
skemmtiferð til íslands.
Yfirleitt fá allir þessir hópar
sams konar afgreiðslu og þeim
sýndir sömu staðirnir hér á landi.
Auðvitað má segja að þátttakend-
ur í skemmtiferð séu fyrst og
fremst ferðamenn, sem eru að
slappa af frá daglegu amstri og um
leið kynnast nýju landi og þeirri
þjóð, sem það byggir.
Stöku sinnum hefur verið reynt
aö fella kynnis- og fræðsluferöir
inn í skemmtiferðir sérhópanna og
kynna þeim t.d. samsvarandi
starfsgrein hér. En af ýmsum
ástæðum virðast íslenzk fyrirtæki
almennt ekki geta sinnt slíkum
heimsóknum.
En kunna menn ekki allt betur
þarna í útlandinu, kunna sumir aö
spyrja? Varla koma útlendingar
hingað til að læra að smíða hús-
gögn eða fara með tölvur, rækta
tún eða tómata. Það er nú samt
þannig að þó að útlendingurinn
þekki e.t.v. Peztu aðferðina fyrir
sjálfan sig, er alltaf forvitnilegt að
sjá, hvernig aðrir framkvæma
hlutina, ekki sízt fólk í svona af-
skekktu og sérstæðu landi eins og
íslandi.
Ferðamenn vilja ekki síður
kynnast þjóðinni, sem þeir eru að
heimsækja en sjá landið og nátt-
úruna. Allra helzt vilja ferðamenn
kynnast því, sem taliö er sérkenni
þess lands, sem þeir gista.
Eða er ekki svo með okkur ís-
lendinga, þegar við ferðumst til
framandi landa? Nema þá helzt
íslendingur í sólarlandi, sem
hvergi er talinn falla inn í formúlu.
Þarlendir leiðsögumenn eiga aldr-
ei náðugri daga en þegar ferða-
mennirnir eru íslenzkir. Tilgangs-
laust að tala, enginn hlustar.
Flér á landi geta erlendir ferða-
menn valið á milli margs konar
ferða. Islenzkum ferðaskrifstofum
hefur fjölgaö síöustu mánuðina,
eitthvað tæplega tuttugu hafa
ferðaskrifstofuleyfi. Nokkrar
leggja megináherzlu á aö sólbaka
l’slendinga erlendis, en aðrar
skipuleggja ferðir hér innanlands
nær eingöngu. Farþegar í þeim
ferðum eru nær eingöngu erlend-
ir.
Þeir, sem stanza aðeins einn
dag í Reykjavík, geta valið á milli
nokkurra eins dags ferða. Kynnis-
ferð um Reykjavík tekur 2V4 klst.,
venjulega er ekið um austur- og
vesturhluta borgarinnar, gamla
miðbæinn og heimsótt þrjú söfn.
Stærsti hluti safngesta á Islandi
eru útlendingar.
Um helmingi lengri tíma tekur
ferð til Krísuvíkur-Grindavíkur og
ferð í Hvalstöðina. Algengustu
heilsdagsferðir (9—11 klst.) eru
farnar til Gullfoss-Geysis-Þing-
valla, um Kaldadal í Borgarfjörð,
austur í Vík í Mýrdal og í Þjórsár-
dal. Einnig bjóðast flugferöir til
staða utan Reykjavíkur og ferðir út
frá þeim, t.d. er flogiö til Akureyrar
og farið þaðan austur að Mývatni
og flogið til Reykjavíkur um kvöld-
ið. Flugferðir til Vestmannaeyja, til
að skoða ummerki eldgossins, eru
enn vinsælar.
Lengri ferðir standa allt frá 3
dögum upp í 6 og jafnvel 13 daga.
Annað hvort er gist í tjöldum ein-
göngu (tjaldferðir) eða á hótelum
(hótelferðir). Heimsóttir eru helztu
40