Frjáls verslun - 01.05.1978, Síða 41
ferðamannastaöirnir, bæði í
byggð og óbyggð. Vestfirðir hafa
hingað til einna helzt orðið útund-
an. Auk fastskipulagðra ferða taka
ferðaskrifstofur að sér að skipu-
leggja sérferðir eftir áhugamálum
farþega.
I' ferðunum er þaö m.a. hlutverk
leiðsögumanna að segja frá þeim
stöðum, sem heimsóttir eru, svo
og landi og þjóð eftir því, sem til-
efni gefst til hverju sinni. Stundum
nægir að leiðsögumaðurinn tali
eitterlenttungumál íferðinni, oftar
þó tvö, stöku sinnum fjögur.
Hugmyndir útlendinga um (s-
land og íslendinga eru vitaskuld
æði misjafnar. Sumir hafa undir-
búið sig í marga mánuði meö því
að lesa allt, sem þeir hafa fundið á
sínu tungumáli um ísland. Aðrir
vita varla, hvar á hnettinum ísland
er, eins og t.d. flugfarþeginn, sem
tafðist hér óvænt vegna verkfalls. I
blaðaviðtali upplýsti hann að hann
vissi ekki hvort ísland væri nær
vestur- eða austurströnd Banda-
ríkjanna. En við skulum ekki hlæja
hátt, því til eru íslenzkir Kanarí-
eyjafarar, sem ekki vita, hvar þær
eyjar eru á landakortinu.
Erlendir ferðamenn á (slandi eru
áhugasamir og spurulir um land
og þjóð. Margir taka slíku ástfóstri
við landið að þeir koma aftur og
aftur. Þeir vita meira um ísland en
margur heimamaðurinn.
Ótrúlega margir útlendingar
hafa fengið þær upplýsingar áður
en þeir koma að hér sé þriðji hver
maður óskilgetinn, að íslendingar
eigi heimsmet í áfengisneyzlu, að
íslendingar vilji herinn burt og ís-
land sé sjálfstætt aðeins að nafn-
inu til. Þeir sárafáu, sem ekki hafa
heyrt þessa speki, áður en þeir
koma, þurfa ekki lengi aö vaöa í
villu eftir að hafa hitt málglaða ís-
lendinga á einhverjum hótelbarn-
um.
Það sem m.a. vekur athygli er-
lendra ferðamanna hér, er hreina
loftið, heita vatniö, sumarvinna
unglinga og almenn velmegun
landsmanna. Þeim kemur á óvart,
hve íslendingar eru stressaðir.
Þeir sakna þess að geta ekki hitt
fólk við landbúnaðarstörf og fisk-
vinnslu. Þeir hrífast af ósnortnu
landi og náttúru og kunna vel að
meta hve lítið íslendingar nota út-
smogna sölumennsku á ferða-
mannastöðum. Þeir öfunda ís-
lendinga af landrými, víðáttu og
fögru landi. Þeir vona að íslend-
ingum auðnist að varóveita sjálf-
stæði sitt og eigin menningu. Þeir
undrast hve fáir íslendingar virð-
ast ferðast um eigið land, sérstak-
lega óbyggðirnar.
Kristján Arngrímsson, leiðsögumaður, hefur farið oftar en nokkur annar með erlendum ferðamönnum
í skoðunarferð um nágrenni Reykjavíkur.
41