Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1978, Side 42

Frjáls verslun - 01.05.1978, Side 42
Fl— 36 Ösköp venjulegur dagur í lífi og starfi flugáhafna Flugfélags íslands í innanlandsfluginu. Þrjár ferðir til ákvörðunarstaða á ólíkum landshornum yfir daginn. Að þessu sinni var lagt af stað kl. 14.00 til Þingeyrar við Dýrafjörð, Flug FÍ-36, flugstjóri Haukur Hlíóberg, aðstoðarflugmaður Sigurvin Einarsson og flugfreyja Inga Norðdal. I' sumar er farin ein ferö á viku til Þingeyrar, farþegar yfirleitt ekki nema 10— 15 en álitlegt magn af vörum. í snjóþyngslum vetrarmánaðanna rýfur flugvélin einangrun Þingeyrar eins og fjölmargra annarra byggðarlaga á íslandi. Þá er flogið tvisvar í viku til Þingeyrar frá Reykjavík — aðallega með mjólk og aðrar nauðsynjar. í sumar fer Flugfélag íslands um 20 ferðir á dag frá Reykjavík til annarra staða innanlands að jafnaði samkvæmt áætlun. Til Akureyrar einnar eru ferðirnar fimm eða sex á dag. Þaö er gamalkunn saga að hlutfallslega ferðast fáar eða engar þjóðir jafnmikið með flugvélum um eigió land og íslendingar gera. Farþegar í innanlandsflugi hér í fyrra voru um 230 þús- und talsins. Þeir virðast ætla aö veróa enn fleiri í ár.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.