Frjáls verslun - 01.05.1978, Qupperneq 54
Útivist:
Sumarleyfisferðir og styttri
ferðir um landið þvert
og endilangt
Útivist er nú orðið þriggja ára
gamalt félag. Alls eru félagar
orðnir um 1200. Á síðasta ári
ferðuðust 5.200 manns með
félaginu, þar af fór bróðurpartur-
inn í eins dags ferðir, eða 3.600
manns. f ferðaáætlun Útivistar er
úrval lengri og skemmri ferða um
ísland, þar sem höfuðáherslan er
lögð á útiveru, fremur en enda-
lausan akstur í bíl.
Farið verður í tíu sumarleyfis-
ferðir á tímabilinu 1. júlí — 15.
ágúst, mismunandi langar feröir
frá 5—13 daga. Einar Þ. Guð-
johnsen er framkvæmdastjóri Úti-
vistar og vildi hann sérstaklega
benda á er F. V. spjallaði við hann,
ferðir á Hornstrandir, en þangað
verða famar fjórar ferðir, til Aðal-
víkur og Hornvíkur.
Fyrri ferðirnar eru farnar 7,— 15.
júlí. Ef fara á til Aðalvíkur er farið
með Fagranesinu í Aðalvík, eftir að
hafa flogið frá Reykjavík til ísa-
fjarðar. Dvalið er í tjöldum eða
húsum í Aðalvík og gengið um ná-
grennið, m.a. á Rit, Straumsnes-
fjall og í Fljót. Farið er aftur með
bát til Isafjaröar og flogið þaðan til
Reykjavíkur.
Ferðirnar í Hornvík eru svipaðar.
Siglt er meö Fagranesi til Hornvík-
ur og dvalið þar og náttúran
skoðuð. Sá möguleiki er einnig
fyrir hendi að dvelja fyrri hluta
ferðarinnar í Aðalvík og taka síðan
bát til Hornvíkur og dvelja þar
síðari hluta ferðarinnar, eöaöfugt.
Seinni Hornstrandaferðir eru
farnar 14,—22. júlí, en þar er um
að ræða sömu ferðatilhögun og í
hinum Hornstrandaferðunum.
Fariö verður í sumarleyfisferð í
Breiðafjarðareyjar í byrjun júlí, en
siglt verður út í Vestureyjar, og
milli eyja eins og fært er. Á leiðinni
til baka er farið um Suðureyjar. í
eyjunum er margt að sjá og fuglalíf
mjög fjölbreytt.
Einnig verður farið í sumar-
leyfisferðir um Langanes, inn í
Hoffellsdal, í Kverkfjöll, ferðast um
hálendið og margt flejra mætti
nefna.
( Þórsmerkurferðir er fariö um
helgar í sumar, en dvalið er í tjöld-
um í skógi Stóraenda og farið í
gönguferðir. Einnig er hægt að
dvelja viku í Mörkinni á milli helga.
Helgarferðir og styttri ferðir eru
fjölmargar. Ráðgerðar eru m.a.
126 styttri ferðir. Farið er m.a. í
sólstöðuferð í Viðey, í kræklinga-
fjöru, gengið á Móskarðshnúka til
Þingvalla og þannig mætti áfram
telja.
ÓLAFSVÍKURHREPPUR
Ólafsvíkurbraut 34, — Sími 93-6153.
VELKOMIN TIL ATHAFNABÆJARINS ÓLAFSVÍKUR
ÍÞRÓTTAHÚS OG SUNDLAUG Á STAÐNUM
Opin kl. 7-8 og 4-10.30 — Laugard. 1-6 og sunnud. 10-12
54