Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1978, Síða 61

Frjáls verslun - 01.05.1978, Síða 61
HVAÐ A AÐ GERA VIÐ ,,ÓMÖGULEGA“ STARFSMENN? í öllum fyrirtækjum er einn eða fleiri starfsmenn til meiri eða minni vandræða. Gildir þar það fornkveðna að sjaldan þarf nema einn gikk í hverja veiðistöð. Stjórnendur fyrirtækja eiga oft í verulegum brösum við þetta starfsfólk og ósjaldan er gripið til þess að reka það úr starfi með til- heyrandi leiðindum og argaþrasi. En færri vita að til eru aðferðir sem girða fyrir slík leiðindamál. Þær aðferðir gera meira en að forða frá brottrekstri, þær geta jafnvel stuðlað að því að gera við- komandi starfskraft aö betri starfsmanni fyrirtækinu til gagns og honum sjálfum til ánægjuauka. Hvernig liði þér ef þú þyrftir einn daginn að kalla til þín einn af starfsmönnum þínum til þess að ræða við hann eftirfarandi atriði?: — Hranalega framkomu hans við fólk — Óviöeigandi kjaftforsku við samstarfsfólk og viðskipta- aðila — Skapofsa og stirðbusahátt hans í stjórnunarstarfi eða verkstjórn — Vanhæfni hans til að vinna með öðrum — Áhugaleysi hans og skort á einbeitni í starfi — Rangar ákvarðanir hans vegna vanmats á aöstæðum — Hversvegna hann hefur ekki verið valinn til að gegna hærri stöðu — Hversvegna hann hefur verið leystur undan ákveðnum verkefnum — Hversvegna hann hefur verið látinn þoka fyrir öörum starfsmönnum Flestum framkvæmdastjórum liði ekki vel ef þeir þyrftu að ræöa öll þessi atriði eða einhver þeirra við ákveðinn starfsmann. Ástæð- an er auövitað sú að þessi atriði eru mjög óþægileg fyrir starfs- manninn sem í hlut á auk þess sem þau eru að sjálfsögðu mjög við- kvæm. Sú regla er þó altæk í þessum tilvikum, að því lengur sem dregst að taka þau fyrir, því erfiöara verður að koma sér að því. í hvert skipti sem starfsmanni er sagt að honum sé nauðsynlegt aö tempra skap sitt eða orðaval, — í hvert skipti sem honum er sýnt fram á að hann hafi tekið ranga ákvörðun, — í hvert skipti sem út- skýra þarf hvers vegna hann hafi ekki fengiö umbeðna stöðu — eöa launahækkun, — í hvert skipti er viðkvæm taug snert. Það krefst ó- tvíræöna stjórnunarhæfileika að fást við þessi málefni þannig að hámarksárangur náist með sem allra minnstum sársauka. Skilgreining og flokkun vandans Það fyrirtæki sem ekki á við vandamál að glíma af þeim toga sem hér er til umfjöllunar er vand- fundið. Vandinn getur á hinn bóg- inn verið ákaflega misjafn vegna þeirrar stigsmögnunar sem ræðst af því hve lengi vandamálið hefur verið afskiptalaust. Áður en hafist er handa er nauösynlegt að skoða hinar ýmsu orsakir með tilliti tii þess hve persónubundnar þær geta verið. Flokka má vandann í þrjá aöal- flokka eftir því hve viðkvæmt mál- efnið er fyrir þann sem í hlut á: 1. Hegðun. Sem dæmi um þennan flokk málefna má taka fyrstu 3 atriðin í upptalningu í kafl- anum hér á undan. Um er aö ræða framkomu, sem þú álítur að sé til þess fallin að spilla starfsandanum í fyrirtækinu. 2. Dugnaður. Næstu þrjú atriöi eru dæmi um þennan flokk, — atriði sem þú telur draga úr fram- sókn fyrirtækisins og vera veikan hlekk í framkvæmdakeðju þess. 3. Ákvarðanataka. Síðustu þrjú 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.