Frjáls verslun - 01.05.1978, Síða 65
búningnum, ef aðstæður leyfa:
,,Þú stendur þig best í starfinu
þegar þér tekst að hafa taumhald á
skapinu". Þessi aðferð er líklegri
til að hafa áhrif á það að starfs-
maðurinn taki til greina þær kvart-
anir um hegðun hans, sem á eftir
fylgja. Aðalatriðið er að þú ákveðir
tóninn, — ekki hann. Á þann hátt
ert þú fær um að stýra þeirri þróun
sem viðtalið tekur.
Reyndu að girða fyrir árekstra.
Ákveðin spenna fylgir ávallt við-
tölum af þessum toga. Vertu við-
búinn því aö á ákveðnu stigi við-
talsins kunni að hitna í kolunum.
Sú staða gæti komið upp þar sem
starfsmaðurinn segir: „Þetta er
ekki sanngjarnt, ég sé ekki ástæðu
til að sitja undir svona svívirðing-
um".
Með því að svara í sömu mynt
værir þú að opna leiðina til enn
frekari árekstra og þar með að
eyðileggja viðtalið. Þess í stað
skaltu strax afgreiða þetta atriði
sem aukaatriði og leggja áherslu á
það sem þú telur skipta höfuðmáli.
Á þann hátt gefurðu til kynna að
þú munir ekki tilbúinn til að fara út í
rifrildi. Segðu eitthvað á þessa
leið: ,,Ég get vel skilið hversvegna
þú bregst svona við þessu . . .“
Það lægir öldurnar og gefur
starfsmanninum svigrúm til að
draga saman seglin að nýju.
Vertu viðbúinn að svara óvænt-
um spurningum. Þú gætir auð-
veldlega misst tökin á viðtalinu ef
þú getur ekki svaraö spurningum
án þess að hiksta. Dæmi: „Hvernig
í ósköpunum getur þú ásakað mig
fyrir skort á dómgreind?" Eða: „Úr
því að þú vissir betur, hversvegna
léstu mig ekki vita um það í stað
þess að láta mig halda áfram í
góðri trú?" í þessum tilvikum ber
að foröast altækar skýringar og
þær sem sóttar eru út fyrir fyrir-
tækið. Þess í stað er um aö gera að
svara þessum spurningum með
staðreyndum þess máls sem þær
snerta. Vertu því viöbúinn. Það
geturðu með því að vera áður bú-
inn aö kynna þér gaumgæfilega
þau ákveönu mál, sem þú ætlar að
taka fyrir í viðtalinu sem dæmi um
þá vankanta sem laga þarf hjá
starfsmanninum.
Sláðu aldrei á léttari strengi í
lokin. Ef þú ætlast til þess að við-
talið beri árangur skaltu forðast
það eins og heitan eldinn, að
reyna að gera gott úr öllu undir
lokin með því aö segja sem svo:
„Það er engin ástæða til að taka
þessu svona, þetta er ekki svona
alvarlegt, ég tók bara svona til
orða" . . . o.s.frv. Með þessu móti
er veriö að taka botninn úr viðtal-
inu, draga í land með flest allt sem
rætt var um og þaö sem verra er,
þú munt missa það álit starfs-
manna þinna sem er grundvöllur
þess að þér muni takast aö stjórna.
Afsakanir á borð við; „já ég veit
að það hefur verið mikið álag á
starfsfólkið að undanförnu og of
mikil streita á sinn hlut í ástand-
inu" . . . eru aðeins til þess að al-
varan að baki viðtalinu orkar tví-
mælis. Þar með væri það gagns-
laust.
Nauðsynlegt er að halda sig við
staðreyndir, benda á augljósa
galla undanbragðalaust og ein-
beita sér að því að fá starfsmann-
inn til þess að líta raunsætt á sem
flestar hliðar málsins.
HÉRADSHEIMILIÐ VAlASK]/lLF
FERÐAFÓLK!
Athugið að í félagsheimilinu VALASKJÁLF fæst heitur og kaldur mat,ur
allan daginn alla daga.
Einnig kaffi, brauð, kökur og margt fleira.
Útbúum hcitan og kaldan veizlumat.
Smurt brauð og snittur.
Sendum heim ef óskað er.
Aðstaða fyrir fundi og veizluhöld, kvikmyndasýningar.
Sundlaug á staðnum.
Sætaferðir ti! og frá Hornafirði, Akureyri, Seyðisfirði (Færeyjaferjan).
VEITINGAHÚSIÐ VALASKJÁLF
EGILSSTÖÐUM
Símar: 97-1262, 97-1261.
65