Frjáls verslun - 01.05.1978, Page 72
HÖTELBJARKARLUNDUR,
Reykhólasveit, sími um Króksfjarðarnes.
Gisting: Hótel Bjarkarlundur býður ferðamönnum m.a.
gistingu í eins, tveggja og þriggja manna herbergjum, heitan
mat allan daginn, kaffi, smurt brauð og kökur. [ versluninni
fást smávörur fyrir ferðamenn. Benzín og smurolíur eru af-
greiddar til kl. 23:30. Bjarkarlundur er góður áningarstaður
fyrir þá, sem leggja leið sína um Vestfirði.
Hótelstjóri: Svavar Ármannsson.
HÓTELFLÓKALUNDUR,
Vatnsfirði, sími um Patreksfjörð.
Gisting: Ferðamönnum er boðið upp á gistingu í eins,
tveggja og þriggja manna herbergjum. Snyrtiherbergi ásamt
baði fylgir hverju herbergi. Heitur matur, kaffi, smurt brauð
og kökur á boðstólum. Verslunin selur m.a. öl og gosdrykki,
tóbak, sælgæti og ýmsar smávörur fyrir ferðamenn. Benzín
og smurolíur eru afgreiddar til kl. 23:30.
Hótelstjóri: Heba A. Ólafsson.
HÓTEL MÁNAKAFFI,
Mánagötu 1, isafirði, sími 94-3777.
Gisting: Á Hótel Mánakaffi eru tvö eins manns herbergi,
fjögur tveggja manna og tvö hjónaherbergi. Hægt er að
koma við svefnpokaplássi sé þess óskað. Hótelið hefur til
umráða tvær íbúðir í bænum fyrir fjölskyldur eða hópa. Opið
er allt árið. Verð á máltíðum er samkvæmt matseðli. [ veit-
ingasalnum eru einnig fáanlegir grillréttir. Þar er opið frá kl.
08:00-23:30.
Hótelstjóri: Bernharð Hjaltalin.
HÓTEL-, GESTA- OG SJÓMANNAHEIMILI
HJÁLPRÆÐISHERSINS,
Mánagötu 4, (safirði, sími 94-3043.
Gisting: Hjálpræðisherinn hefur 17 herbergi eins og
tveggja manna. Svefnpokapláss er einnig fyrir hendi. Bað er
á gangi. Máltíðir fást á vægu verði. Herbergi eru ódýr.
Forstöðumaður: Preben Simonsen.
HÓTEL EDDA,
Menntaskólanum Isafirði, sími 94-3876.
Gisting: 79 rúm í eins- og tveggja manna herbergjum á kr.
3.950,- og 5.300.-. Veitingasalur opinn kl. 08:00—23:30.
Morgunverður (hlaðborð) kr. 1.050.-. Verð á öðrum veiting-
um er samkvæmt matseöli. Opið 13. júní til 31. ágúst.
Hótelstjóri: Sigurbjörg Eiríksdóttir.
GISTiHEIMILIÐ HÓLMAVfK,
Höfðagötu 1, sími 95-3185.
Gisting: Gistiheimilið hefur 5 gistiherbergi, 12 rúm,
tveggja og þriggja manna. Morgunveröurinn kostar kr. 900,
en aðrar máltíðir eru einnig á boðstólum. Gistiheimilið
Hólmavík hefur opið allt árið.
HÓTEL EDDA,
Reykjum, Hrútafirði, sími 95-1003-4.
Gisting: 26 tveggja manna herbergi á kr. 5.300.- og
svefnpokapláss á kr. 1.000,- til 1.700.-. Morgunverður
(hlaðborð) kr. 1.050.-. Verð á öðrum veitingum er samkvæmt
matseðli. Útisundlaug, gufubað og gott byggðasafn. Opið
24. júní til ágústloka.
Hótelstjóri: Guðrún Kristjánsdóttir.
HÓTEL EDDA,
Húnavöllum v/Reykjabraut, A.-Hún., sími 95-4370.
Gisting: 22 eins og tveggja manna herbergi. Eins manns
herb. á kr. 3.950.- og tveggja manna herb. á kr. 5.300.-.
Veitingasalur opinn kl. 08:00—23:30. Morgunverður (hlað-
borð) kr. 1.050.-. Verð á öðrum veitingum er samkvæmt
matseðli. Útisundlaug. Stangaveiði í Svínavatni. Opið 17.
júnítil 31. ágúst.
Hótelstjóri: Lilja Pálsdóttir.
HÓTEL BLÖNDUÓS,
Blönduósi, sími 95-4126 og 4191.
Gisting: 30 eins og tveggja manna herbergi eru á hótelinu.
Bað er á hverjum gangi, en fylgir einnig sumum herbergjum.
Morgunverður, heitur matur, smurt brauð, kökur, kaffi, öl og
gosdrykkir, tóbak og sælgæti o.fl. á boðstólum. Á hótelinu er
aðstaða fyrir ráðstefnu- og fundarhöld. Opiö allt áriö.
Hótelstjóri: Haukur Sigurjónsson.
KVENNASKÓLINN BLÖNDUÓSI
Gisting: 15 herbergi, 40 rúm. Opið yfir sumartímann.
HÓTEL MÆLIFELL,
Aðalgötu 7, Sauðárkróki, sími 95-5265.
Gisting: Á hótelinu eru 7 herbergi, eins, tveggja og þriggja
manna. Bað er á gangi. Verð á máltíðum er samkvæmt mat-
seðli. Veitingasalurinn rúmar um 80 manns. Hótelið hefur
vínveitingaleyfi. Opið er allt árið. Hægt er að útvega 6 her-
bergi í bænum. Hótel Mælifell rekur bílaleigu. Sundlaug og
gufubaö er í bænum.
Hótelstjóri: Guðmundur Tómasson.
HÓTELHÖFN,
Lækjargötu 10, Siglufirði, sími 96-71514.
Gisting: 14 herbergi eru á hótelinu. Á hótelinu er cafetería,
sem hefur tvo heita rétti á boðstólum daglega, auk ýmis
konar smárétta, grillrétta, öl og goss. Einnig er á boðstólum
kaffi, kökur og samlokur o.fl. Á hótelinu eru tveir salir til
ráðstefnu og fundarhalda. Sundlaug með sauna er í bænum.
Hótelstjóri: Steinar Jónasson.
72