Frjáls verslun - 01.05.1978, Síða 79
Life lifnar við
Bandaríska tímaritið Life
hefur göngu sína á nýjan leik í
október, undir sama titilhaus
og áður, hvítum stöfum á
rauðurn grunni. Eina breyt-
ingin er sú, að nú mun þetta
myndablað koma út einu sinni í
mánuði í stað þess að forðum
var það vikublað.
Þrír bandarískir hermenn
liggjandi í blóöi sínu á Buna-
ströndinni í Kyrrahafinu. Það
var fyrsta myndin, sem banda-
rískur almenningur sá af fölln-
um hermönnum sínum í seinni
heimsstyrjöldinni. Myndin birt-
ist í Life.
Bandarískir hermenn reistu
fánastöng með bandaríska
fánanum á kletti á eynni Iwo
Jima í febrúar 1945. Þessi
mynd Ijósmyndarans Joe
Rosenthal varð táknræn fyrir
endalok seinni heimsstyrjald-
arinnar og sigur Bandaríkja-
manna. Hún birtist fyrst á for-
síðu Life.
• Stofnun í bandarísku þjóð-
lífi
Þannig var Life að stofnun í
bandarísku þjóðlífi. Heilir her-
skarar af Ijósmyndurum og
blaðamönnum voru út um allar
trissur allt frá því 1936, þegar
blaðiö hóf göngu sína, að festa
á filmu eða að skrá niður í
rituöu máli helztu viðburði líð-
andi stundar og þróun sam-
félagshátta í Bandaríkjunum.
Útgáfa Life lagðist af 1972.
Blaðið var gefið út í 8.5 milljón
eintökum og hvert blað kostaði
50 cent í lausasölu og 18 cent í
Life í nýjum búningi
áherzla verður lögð á að fjalla í
ítarlegu máli um þróun ákveð-
inna mála, sem ofarlega eru á
baugi, og framtíðarhorfur.
Þannig var hinn mikli ballett-
áhugi íBandaríkjunum aðalefni
tilraunútgáfu, sem gerð var fyrir
nokkru.
• Sérútgáfur
Blaðið leið reyndar aldrei
alveg undir lok. Síðan 1972
hafa af og til komið út sérút-
gáfur af Life, helgaðar ákveðnu
umfjöllunarefni. Þannig var um
útgáfuna „Dagur í lífi Ameríku“
og „Nafntogaðar konur", en
þessi sérblöð voru seld í lausa-
sölu. Styrkti þessi reynsla út-
gefendur í trú þeirra á aö
mátturinn myndarinnar væri nú
meiri en nokkru sinni.
áskrift. Vegna vaxandi prent-
kostnaðar og reksturs-
kostnaðar almennt varð ókleift
að reka blaðiö með hagnaði
fyrir þetta verð. Auglýsendur
sneru sér líka í æ ríkara mæli aö
sjónvarpinu.
Hið nýia Life, kemur út í okt.
á að kosta 1.50 dollara
hvert hefti og verður í u.þ.b.
750 þús. eintaka upplagi. Af
120 síðum, sem verður hin
reglulega stærð blaðsins,
munu 40 verða teknar undir
auglýsingar. Markhópurinn er
menntað fólk og vel efnað.
[ efnismeöferð verður farið
eftir gömlum fyrirmyndum.
Myndefnið verður í fyrirrúmi,
bæði í litum og svart-hvítu.
Fjöldi starfsmanna hjá blaðinu
verður í algjöru lágmarki og
StMk* *-up et th* FBf
Th« dartng hoart outgoon
taill Tod Torriftc
UFE
LUSITANIA
Ncw evtdcncc on thc ‘unprovoknl'
slnkind that dramted us townrd wrtr
Llfe áður fyrr
79