Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Page 9

Frjáls verslun - 01.12.1978, Page 9
Þorsteinn Pálsson, ritstjóri hefur verið ráð- inn forstjóri Vinnuveitendasambands íslands, frá og með 1. mars 1979 að telja. Þorsteinn Pálsson er fæddur á Selfossi 29. október 1947. Hann tók stúdentspróf frá Versl- unarskóla íslands 1968. Stundaði hann síöan nám við lagadeild Háskóla íslands og lauk laganámi vorið 1974. Jafnhliða námi starfaði Þorsteinn sem blaðamaður á Morgunblaðinu, eða frá 1970, og skrifaði þá einkum um stjórnmál. Að loknu embættisprófi varð hann fastráðinn blaöamaður við Morgunblaöið, og starfaði þar fram til sumars 1975, en þá varð hann ritstjóri dagblaðsins Vísis. — Starf mitt, sagði Þorsteinn Pálsson, veróur að veita forstöðu Vinnuveitendasam- bandi íslands, en á því hvílir öll gerð kjara- samninga fyrir vinnuveitendur. Vinnuveitenda- sambandið er einnig málsvari í hagsmunamál- um atvinnufyrirtækjanna í landinu. Meðlimir í VSÍ eru nú 3.822, og hefur aukning á fjölda meðlima frá árslokum 1974 verið 54%. í Vinnuveitendasambandinu eru fyrirtæki í öllum atvinnugreinum, um landið allt, ýmist meðlimir í gegn um hin ýmsu sérgreinasambönd eins og t.d. Félag íslenskra iðnrekenda og Samband fiskvinnslustöðva, eða sem meðlimir einstakra vinnuveitendafélaga á tilteknum stöðum, eins og t.d. Akureyri og Vestmannaeyjum. Einnig eru þess dæmi að einstök fyrirtæki séu beinir meðlimir innan VSÍ. Vinnuveitendasamband íslands var stofnað 1934. Nú starfa alls á skrifstofu sambandsins 12 manns, og skiptist starfsemin í samninga- deild, hag- og tæknideild, en VSÍ hefur einnig með höndum mikla útgáfustarfsemi. Valdimar K. Jónsson, prófessor við Háskóla íslands er nú tekinn við formennsku í Bandalagi háskólamanna, BHM. — Kjaramálin og sú launaskerðing, sem við höfum orðið fyrir eru efstu mál á baugi hjá okkur, sagði Valdimar. Við viljum mótmæla þessu þaki, sem sett hefur verið á, og viljum ekki viðurkenna 5% vísitöluskerðingu vegna lækkunar skatta á láglaunafólk og þessar fé- lagslegu umbætur, vegna þess, að ekkert samráð hefur verið haft við okkur varðandi þetta mál, bætti hann við. Valdimar er fæddur í Hnífsdal í Norður-lsa- fjarðarsýslu 20. ágúst 1934. Hann tók stúd- entspróf frá Menntaskólanum á Akureyri, og fyrrihluta verkfræðiprófs frá Háskóla íslands 1957. Hann tók vélaverkfræðipróf 1960 frá Verkfræðiháskóla Kaupmannahafnar, og fór síðan til framhaldsnáms til Bandaríkjanna og tók doktorspróf frá háskólanum í Minnesota 1965. 1965—69 stundaði Valdimar kennslu við Lundúnaháskóla, en sneri síðan til Bandaríkj- anna á ný, og var prófessor við ríkisháskólann í Pennsylvaníu til 1972, en þá sneri hann heim og tók við prófessorsstöðu í verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla íslands. Bandalag háskólamanna, sem Valdimar er formaður í hefur nú starfað í 20 ár, og er Valdi- mar sjöundi formaður þess. BHM beitir sér fyrir ráðstefnu einu sinni á ári, um málefni er varða háskólaborgara og þjóðfélagið í heild. Gekkst félagið m.a. á síðastliðnu hausti fyrir einni slíkri ráðstefnu um launamál og verður önnur ráð- stefna haldin á haustinu 1979. Sagöi Valdimar, að þessi fimm manna stjórn BHM héldi stjórnarfundi vikulaga. Ákvæöi í lögum þess kveða á um, að enginn megi sitja í stjórn lengur en tvö kjörtímabil, eöa fjögur ár. § II' 9

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.