Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Síða 12

Frjáls verslun - 01.12.1978, Síða 12
STIKLAÐ Á STORU... Norræn matvælarannsókna- nefnd Island hefur nýlega gerzt aðili að norrænu matvælarannsókna- nefndinni, sem starfað hefur í mörg ár með þátttöku Danmerkur, Finn- lands, Noregs og Svíþjóðar. Hlutverk nefndarinnar er að þróa og samræma aðferöir við matvæla- rannsóknir. Innan nefndarinnar eru starfandi nokkrar undirnefndir, hver á sínu sviði. Ein þeirra fjallar um aðferðir til rannsókna í matvælagerlafræði og önnur um eiturefni í matvælum. Auk þeirra eru svo nefndir, sem vinna að aðferðum til ákvörðunar á aukaefnum og til mælinga á ýmsum næringarefnum í mat. Á vegum Heilbrigðisráðuneytis- ins hefur verið starfandi vinnuhóp- ur til undirbúnings þátttöku Islands í nefndinni, og hefur hann unnið undir stjórn Ingimars Sigurðsson- ar, deildarstjóra. Kynnisferðir kaupmanna Sem þátt í þeirri viðleitni Félags ísl. iðnrekenda, að auka tengsl kaupmanna og framleiðenda, ákvað stjórn félagsins að efna til tveggja kynnisferða kaupmanna í iðnfyrirtæki á ári hverju. Ferðir þessar hafa verið skipulagðar í samstarfi við Kaupmannasamtök íslands. Á þessu ári hafa verið farnar tvær ferðir, í apríl og sept- ember. I hvorri ferð voru þátttak- endur 20 talsins. Kynnisferðirnar hófust klukkan 09:00 að morgni og stóðu til klukkan 19:00 síðdegis. Hvorn daginn voru heimsótt 6 iðn- fyrirtæki, starfsemi þeirra kynnt ít- arlega fyrir kaupmönnum og efnt til stutts umræðufundar, þar sem framleiðendur sátu fyrir svörum. Verðhækkanir á innyflum I nóvemberbyrjun voru fluttar út um 162 smálestir af innyflum til manneldis í Bretlandi. Mjög mikil verðhækkun fékkst frá árinu áður, t.d. á lifur, sem hækkaði úr 28 pence pundið í 58 pence nú. Er þetta talin ánægjuleg breyting á þessum markaði, þar sem illa hefur gengið að fá nokkrar verðhækkanir á þessum vörum síðastliðin ár. Auk þess voru í sömu ferð sendar 149 smálestir af frystum lungum til Bretlands. Á þeim fékkst nokkur hækkun frá fyrra ári, eða 27 pence á kg í stað 24 pence árið áður. Þá hafa fryst lambaeistu einnig verið flutt út í nokkrum mæli, nú síðustu árin til Bandaríkjanna, þangað sem fóru 48 smálestir af framleiðslunni 1977. f haust fékkst einnig umtalsverð hækkun á þeim, og eru þau nú seld á 85 cent pund- ið, en hæsta sala síðasta ár var 61 cent. Virðist vera vaxandi eftir- spurn eftir þessari vöru. Erlend umboðslaun Sam- bandsins Umboðslaun, sem íslenzkir inn- flytjendur fá frá erlendum við- skiptafyrirtækjum sínum, hafa verið nokkuð til umræðu manna á meðal undanfarið. Af þeirri ástæðu var lagt fram á blaðamannafundi, sem stjórnarformaður og forstjóri Sam- bandsins héldu 27. nóv., yfirlit um umboðslaun í Innflutningsdeild árið 1977. Þar kemur fram, að umboðs- launin námu 125,3 millj. kr. hjá Búsáhaldadeild, Vefnaðarvöru- deild og Birgðastöð. Sala þessara deilda var hins vegar samtals 1.480,9 millj. kr. og nema umboðs- launatekjurnar því 8,5% af henni. Það er þó tekið fram, að í þessari tölu eru innifalin umboðslaun af sölu til annarra aðila eh kaupfélag-

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.