Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Side 13

Frjáls verslun - 01.12.1978, Side 13
anna, en hins vegar vantar þaer sölur í sölutölur deildanna. Líka eru færðar inn í umboðslaunatöluna ýmsar erlendar greiðslur, svo sem auglýsingafé. Líka er tekið fram, að umboðslaunatekjurnar séu oft bókfærðar við greiðsluskil til Is- lands og þá yfirleitt á hærra gengi en vörukaupin sjálf. Af öllum þess- um ástæðum sé umboðslaunapró- sentan i reynd lægri en 8,5%. Kaup á erlendum fatnaði Ljóst er, að við íslendingar getum við eðlileg rekstrar- og starfsskil- yrði framleitt hér innanlands mun meira af þeim fatnaði, sem við not- um. Þegar blaðað er í skýrslur um vöruinnflutning til landsins kemur í Ijós sú athyglisverða staðreynd, að við (slendingar verjum meiri upp- hæð af okkar dýrmæta gjaldeyri í kaup á erlendum fatnaði en öllum þeim bifreiðum, sem við flytjum til landsins til almenningsafnota. Árið 1976 keyptu Islendingar bifreiðar fyrir 4.052.043.- kr. en tilbúinn fatnað erlendis frá fyrir 4.526.719.- kr. (fob verð). Afkoma verzlunar Lauslegar áætlanir benda til þess, að afkoma verzlunarinnar á þessu ári verði lakari en í fyrra. Sé litið á stöðu smásöluverzlunarinnar um þessar mundir, virðist vöru- notkun hafa aukizt um rúmlega 75% í krónutölu frá ársmeðaltali 1977 og miðað við óbreytt álagn- ingarhlutfall hefðu sölutekjur verzl- unarinnar átt að aukast um sama hlutfall. Vegna lækkunar álagning- arhlutfalls hafa tekjur hins vegar aukizt nokkru minna. Álagning var lækkuð tvívegis í ár, í kjölfar geng- islækkananna í febrúar og septem- ber. Tekjur að frádreginni vöru- notkun, þ.e. álagningartekjur, hafa hækkað um 64%, en rekstrarkostn- aður (án vörunotkunar) hefur hækkað um 71% frá meðaltali árs- ins 1977, og verður hagnaður sem hlutfall af tekjum hefur lækkað úr 2,4% 1977 í 1,7% um þessar mundir eftir áætlunum að dæma. I heild- verzlun hefur þróunin verið svipuð og er vergur hagnaður nú áætlaður um 2% af tekjum samanborið við 3,7% í fyrra. Kalda borðið Kræsingar kalda borðsins í Blómasal eru löngu viðkunn- ar. Óteljandi tegundir af kjöt og sjávarréttum auk íslenskra þjóðarrétta. Tískusýningar í hádeginu á föstudögum. Bjóðið viðskiptavinum og kunningjum í kræsingar kalda borðsins. Verið velkontin, Hótel Loftleiðir. HÓTEL LOFTLEIÐIR 13

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.