Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Page 15

Frjáls verslun - 01.12.1978, Page 15
ordspor Athygli hefur vakiö að leiðtogar Alþýðu- bandalags og Sjálfstœðisflokks hafa hvatt flokksmenn sína til að vera viðbúnir kosningum á næsta ári. Þingmenn Al- þýðuflokksins hafa verið í startholunum að því er virðist þessa mánuði, sem liðnir eru af þingtímanum. Nú er enn meiri al- vara á ferðum en nokkurn tíma fyrr, segja þeir, sem fylgjast með gangi mála hjá þingflokki A Iþýðuflokksins. Vilmundur Gylfason er þegar farinn að búa sig undir kosningaátök á nœstu mánuðum og mun hafa farið fram á leyfi frá kennslu í Menntaskólanum þegar líða tekur á vet- urinn í því augnamiði að hevja kosninga- haráttu. Margar sögur hafa verið sagðar um samninga leikara við sjónvarpið og hvað leikarar fái fyrir snúð sinn vegna fram- komu í sjónvarpsleikritum. Blöðunum hefur gengið erfiðlega að fá nákvæmar upplýsingar um taxta enda hefur hvor- ugur aðili viljað tjá sig um það.Birgir ísl. Gunnarsson, fyrrverandi borgarstjóri, tók þátt í örstuttu atriði í áramótaskaupi sjónvarpsins fyrir skömmu. Hann sagði frá vþí síðar í gamansömum tón að hann hefði verið búinn að gleyma þessu þar til hann fékk senda ávísun frá útvarpinu, 50 þúsund krónur vegna framkomu í ára- mótaskaupi, — samkvæmt taxta Félags ísl. leikara! Þeir sem fylgjast með stjórnmálaskrifum blaðanna hafa um nokkurt skeið velt því fyrir sér hver greinahöfundurinn Dufgus í Tímanum vœri. Sérfrœðingar vorir segja að loknum ítarlegum rannsóknum á úr- taki hugsmíða þessa höfundar, að á bak við nafnið Dufgus leynist Jón Helgason, fyrrverandi ritstjóri Tímans. Þeir Landsbankamenn vöknuðu upp við illan draum fyrir nokkru. Úr landi var flogin flugvél frá flugfélaginu Vængjum, sem sagt er að bankinn hafi átt 60 milljón króna veð í. Vélin hafði verið seld til Bandaríkjanna en bankinn hafði veitt flugfélaginu lánafyrirgreiðslu gegn veði í umræddri fiugvél. Nú mun almennt gilda samkomulag milli íslands og annarra landa um meðferð slíkra mála þannig að bankinn ætti áfram kröfu í flugvélina — með þeirri undantekningu þó að slíkt samkomulag mun ekki gilda við Banda- rikin. Er því óljóst hver úrslit þessa máls verða. Fyrirtækið Hagkaup, sem rekur um- fangsmikla verzlun i Reykjavík hefurhaft í undirbúningi að setja á stofn verzlunar- fyrirtæki á Akureyri. Hafa samningar staðið yfir við forstöðumenn bílaverk- stæðisins Baugs um að Hagkaup fengi aðstöðu í húsnœði þess. Það fylgir sög- unni að þessi þróun mælist að sjálfsögðu mjög illa fyrir hjá forráðamönnum Kaupfélags Eyfirðinga, sem ekkert kœri sig um að fá slíkan keppinaut sem Hag- kaup inn í sitt umdœmi. Samkvœmt áreiðanlegum fréttum að norðan hefur KEA tjáð sig reiðubúið til að ganga inn í hvaða tilboð sem Hagkaup gerir Baugs- mönnum um kaup á verkstœðisskemm- unni. 15

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.