Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Side 19

Frjáls verslun - 01.12.1978, Side 19
anna í vináttulandsleikjum, aö viö greiðum flugfar og annan kostnaö frá Kaupmannahöfn, og þeir taka við okkur í Kaupmannahöfn. Tekj- ur HSI hafa m.a. minnkað mjög mikið vegna þess, hve uppihalds- kostnaður hefur hækkað gífur- lega, og er allt frá 700 þúsund upp í eina milljón fyrir eitt lið, eftir því hve marga daga það er hér. Ef hins vegar er um heims- meistarakeppni eða Olympíu- keppni að ræða greiða liðin sjálf kostnað við ferðir og uppihald. 18 milljónir í fjáröflun. Brúttófjáröflun Handknattleiks- sambands íslands, fyrir utan styrki og tekjur af landsleikjum voru 18 milljónir á síðasta starfsári, en reikningar sýndu rúmlega 3 milljón króna rekstrarhalla. — íþróttaforystumenn eru betl- ararnir á (slandi sagöi Júlíus og kvað skýrt að orði. Þeir starfa allir í sjálfboðavinnu og eyða miklu af frítíma sínum í þetta starf, og styrkja oft íþróttastarfið af eigin fé. Sagðist hann búast við mann- eklu í framtíðinni í störf forystu- manna í íþróttahreyfingunni, því fáir vildu taka við störfum sem byggðust á endalausu betli og rukkunum og oft bæru stjórnar- menn persónulega ábyrgð á skuldum gagnvart viðkomandi lánadrottnum. Sama fjárveiting og s.l. ár hjá rík- inu. Niðurstöðutölur rekstrarreikn- inga HSÍ á s.l. ári voru 38 milljónir króna, og sagöi Júlíus að sú tala mundi örugglega hækka nú á þessu ári. Á fjárlögum 1979 er gert ráð fyrir 60 milljón króna fjárveitingu til ÍSÍ, en það er sama upphæð og var á fjárlögum fyrir árið 1978. — Þetta sýnir skilningsleysi stjórnvalda í landinu gagnvart íþróttahreyfing- unni í landi þar sem 35-50% verð- bólga er á ári, og greinilegt, að stjórnmálamenn vanmeta þátt íþróttahreyfingarinnar til heil- brigðis, hollustu og uppeldis æsk- unnar í landinu. Af þessari upp- hæð fékk HSÍ nú á þessu ári 1700 þúsund krónu útbreiðslustyrk og 2 milljónir úr afreksmannasjóði. En 'samanlagt dugar það fyrir einni ferð af fjórum til ’frnrTm og þá eru eftir allir aðrir þættir, svo sem húsaleiga, sem er 1-1,5 milljónir á ári, þjálfaralaun, útbreiðslustarf, almennur rekstur o.s.frv. o.s.frv. Það er því augljóst, að þessi styrkveiting, þó sumum finnist mikil, ristir ekki djupt í starf HS(. Bestu leikmennirnir erlendis. — Það hefur verið vandamál í handknattleiknum, að allir okkar bestu leikmenn eru erlendis. Það gerir það að verkum, að við höfum ekki getað stillt upp okkar sterk- asta liði. Okkur hefur reynst ókleift að fá þá alltaf til leiks, vegna kostnaðarins, sem það hefur í för með sér. Nú er framundan undankeppni fyrir Olympíuleikana 1980, og fer hún fram á Spáni. Þar eiga íslend- ingar að mæta Tékkum og (srael- um, og sagði Júlíus, að ísland ætti að eiga góða möguleika. Tvö efstu liöin komast áfram í átta liða úr- slitin, og sagði hann að ef íslandi vegnaði vel myndi það verða lyfti- stöng fyrir handknattleiksíþróttina og HSÍ um leið, því forsenda Vöruflutningar Kristjáns og Jóhannes Borgartúni 8 Sauðárkróki sími 95-5622 Vöruflutningar milli Reykjavíkur og Sauðárkróks. Umboð fyrir Coca Cola og ölgerðina Egil Skalla- grímsson. Afgreiðsla í Reykjavík: Vöruflutningamiöstööin Borgartúni 21. 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.