Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Page 27

Frjáls verslun - 01.12.1978, Page 27
Konur kaupa dýrari og vandaðri fatnað- en sjaldnar. Brynja og Valgerður Gunnarsdóttlr í Urðl. meira fyrir fatnaö sem er vandaður þó hann sé dýrari. Þær kaupa sér aftur á móti sjaldnar fatnað. Einnig finnst mér konur kaupa meira af sportlegum fötum þ.e. fatnaði sem hefur meira notagildi og þær geta notað við mörg tækifæri. Mondy-fatnaður er svokallaður samstæður fatnaður þ.e. hver flík gengur við aðra. Við höfum því okkar föstu viðskiptavini sem koma aftur og aftur." Gott að versla við Þjóðverja ,,Það er svolítið erfitt að flytja inn frá Þýskalandi, því þýska markið hefur hækkað mjög að undan- förnu. Að öðru leyti er gott að skipta við Þjóðverja því þeir eru kröfuharðir við sjálfa sig og allt | stendur hjá þeim eins og stafur á bók. Við fluttum inn vörur frá Bret- landi áður en vorum ekki nógu ánægð með gæðin. Við viljum fremur vera með vöru eins og frá Mondy sem er fyrsta flokks bæöi hvað varðar efni og frágang þótt hún sé dýrari." Mondy fatnaður á íslandi er seldur á sama verði og í fram- leiðslulandinu Þýskalandi. Aftur á móti er fatnaðurinn dýrari á hinum Norðurlöndunum vegna þess að smásöluálagning er þar 100% í þessum löndum. En hvernig er að reka tísku- verslun í Kópavogi? ,,Hér er góður grundvöllur fyrir tískuverslun og virðist hafa vantað slíka verslun eftir að bæjarfélagið tók að stækka svona ört. Einnig virðist fólk sem býr í Reykjavík ekki setja fyrir sig vegalengdina," sagði Brynja að lokum. — rætt viö Brynju Pét- ursdóttur í versluninni Urði, Kópavogi. „Við flytjum aðallega inn fatnað frá Þýskalandi frá fyrirtækinu Mondy, sem framleiðir mjög vandaðan og skemmtilegan fatn- að,“ sagði Brynja Pétursdóttir eigandi verslunarinnar Urður að Hamraborg 1, Kópavogi. „Mondy-fatnaður er töluvert dýr en gæðin eru líka eftir því góð. Mér finnst konur nú á dögum vilja gefa 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.