Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Side 29

Frjáls verslun - 01.12.1978, Side 29
Þaö má gjarna koma því að í þessu sambandi, aö við teljum þaö hreina firru að ætla aö bjarga iðn- aöi hér meö því aö hætta við tolla- lækkanir. Þaö er ömurlegt úrræöi, aö ætla að fórna útflutningi þeim sem viö íslendingar eigum mögu- leika á til EBE-landanna fyrir þá fáu aðila, eins og okkur, sem tollar hafa áhrif á. Fremur ætti aö reyna aö jafna þetta með aukinni lána- fyrirgreiðslu. Samkeppni frá þriðja heiminum. Þarna kemur einnig inn í dæmið innflutningur frá þriðja heiminum. Þar skipta vinnulaunin sköpum, því þar eru laun ef til vill 1 /20 þess sem hér er. Þaö er óheyrilegt aö ætla okkur aö keppa við slíkt. Aö vísu er frjáls verslun góð, en þetta er bara ekki frjáls verslun, ef niður í dæmiö er fariö. Þaö hefur víöast í heiminum orðið til úrræöa að setja innflutn- ingi frá þriöja heiminum ákveðin mörk. Öll nágrannalönd okkar hafa gert þaö og við þurfum að koma á einhvers konar kvóta hjá okkur líka. Þaö er mun brýnna mál heldur en að fresta gildistöku tollasamninga. íslensk fataframleiðsla hefur sérstöðu, miöað viö þessa sömu framleiðslu erlendis. Við erum yf- irleitt mörgum mánuöum á undan hér í tísku. Það stafar einfaldlega af því aö viö erum svo litlir. Viö getum farið og skoöaö tískusýn- ingar aö hausti og komiö meö þá línu sem þar er mörkuö í sölu eftir einn eöa tvö mánuöi. Stóru fyrir- tækin erlendis verða aftur á móti ekki komin meö þetta fyrr en undir vor. Er þetta í samræmi viö þá staðreynd aö viðskiptavinir okkar eru ákaflega fljótir aö taka við sér og fylgjast vel meö í tískublöðum og á annan hátt. Sennilega er líka íslenski neytandinn einhver sá kröfuharöasti sem um getur. Smæð okkar kemur til góða. Til nánari skýringar þessu má geta þess, aö smæð okkar kemur til góöa á flestum sviöum. Ef til kemur eitthvert nýtt efni, svo sem að tískan breytist úr flaueli yfir í ullarefni, þá þurfa verksmiöjur er- lendis aö koma heilmikilli fram- leiðslu af stað, til þess aö markað- urinn fái rétt efni. Viö erum svo smáir og þurfum svo lítið af efnum, miöaö viö þaö sem flestir erlendir framleiðendur panta, aö okkur er gjarna potað inn í. Þá munar ekk- ert um að selja okkur þetta smá- ræði, á þeirra mælikvarða, þótt þeir geti ekkert gert fyrir þá sem mikið þurfa, fyrr en eftir nokkra mánuöi. Nú er ný lína aö koma út hjá okkur. Þar er mest um að ræöa ullarefni, þaö er flannel, tweed og fleira. Sveiflan er í þá áttina núna. Annars eru sveiflur örar, sem betur fer og því miöur, því það bæöi heldur okkur fljótandi, svo og veldur þaö vandkvæðum. Þaö erfiöasta hjá okkur er þaö hversu illmögulegt er að gera áætlun. Viö vinnum svo að segja frá degi til dags og þá er erfitt að fá fyrirgreiöslur í bönkum. Hins vegar má vel skilja þaö hversu bankar eru tregir, því íslendingar eru ákaflega skuldseigir og viö áreiö- anlega meö þeim skuldseigari hér. Það sem þyrfti aö koma væru auknar fyrirgreiðslur frá hinu op- inbera. Þar er ekki verið að biöja um gjafir, aðeins aö liðkaö sé til. Söluaukning 100%. Hjá okkur hefur söluaukning á einu ári nú oröið 100%. Við erum sannfærðir um aö meö aukinni vélvæöingu og hagræðingu, mætti gera hér hluti á þessu sviði, sem í dag kunna að virðast ótrú- legir. Þetta stafar af því aö vinnu- kraftur hér er hreint frábær, þótt hann sé ekki of vel launaður. Viö búum til dæmis aö því að hafa verulega góöan mannafla, sem hefur bjargaö okkar fyrirtæki. Uppistaöan í fyrirtækinu er starfs- fólkið. Þaö þýðir ekkert að hafa fullkomin tæki, ef það er lélegt. Þeir sem reka fyrirtækið eru númer tvö, þótt þeir verði auðvitað að vita hvað þeir eru aö gera.“ 29

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.