Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Qupperneq 31

Frjáls verslun - 01.12.1978, Qupperneq 31
arhráefni. Einn af okkar viðskipta- aðilum, en hann rekur málmhúð- unarverksmiðju, komst að þeirri niðurstöðu, að framleiðslukostn- aðurinn væri orðinn svo hár að ekki væri lengur unnt að standast samkeppni. Við tókum að okkur að kanna alla meðferð efna í verk- smiðju hans í því skyni að finna leiðir til að lækka efnakostnaðinn. Það kom í Ijós að við meðferð og notkun á einum dýrasta efnabæt- inum í húðuninni, var beitt aðferð sem ekki er lengur sú hagkvæm- asta. Með því að aðstoða þetta fyrirtæki við að þróa upp nýja og hagkvæmari aðferð tókst okkur að framleiða mun ódýrara og, að mörgu leyti, betra hráefni fyrir þessa tegund iðnaðar. Hagnaður okkar rann þannig að hluta til þessa viðskiptaaðila okkar og leysti hans vandamál. Hægt að spara gífurlegan flutn- ingskostnað Það er hægt að lækka flutn- ingskostnað verulega með bætt- um upplýsingum á milli fyrirtækja, segir Rein. Við höfum lagt mikla áherslu á það að flytja ekki vörur með flutningabílum nema að við getum fullnýtt flutningsgetu þeirra og þannig haldið flutningskostn- aði hverrar þyngdareiningar í al- gjöru lágmarki. Fyrst í stað voru margir svart- sýnir á að þetta væri framkvæm- anlegt. Eftir að við fórum að vinna að málinu hefur reyndin orðið önnur, við höfum ekki aðeins lækkaö flutningskostnað veru- lega, heldur hafa þær aðgerðir okkar leitt til mikillar söluaukning- ar í okkar fyrirtæki. Þegar vörur eru pantaðar frá okkur og eiga að fara til ákveðins landshluta eða svæðis, höfum við boðið fleiri fyrirtækjum að sam- einast um innkaup þannig að hag- kvæmasta flutningamagn fari í einu til svæðisins. Um leið hefur okkur tekist að bjóða lægra verð en flestir keppinauta okkar og þannig höfum við slegið tvær flugur í einu höggi, aukið söluna og veitt betri þjónustu. Okkar reynsla sýnir að slík samvinna fyr- irtækja í innkaupum er mun auð- veldari i framkvæmd en margan grunaði, það þarf einungis góða skipulagningu og vilja til þess að ráðast í það sem aðrir telja ófram- kvæmanlegt. í könnunum okkar kom til dæmis fram að ákveðið efni sem við seld- um í duftformi hafði tilhneigingu til þess aö mynda kökur í blöndunar- vélunum og að margir af okkar kaupendum urðu því að bregða á það ráð, að leysa efnið fyrst upp í vökva. Okkur hugkvæmdist hins- vegar að leysa þarna tvö til þrjú vandamál í einu, þar sem flutn- ingskostnaður á dufti er talsvert meiri en á vökva. Við buðum öllum okkar kaupendum þetta efni í vökvaformi og bættum við okkur nokkrum tugum tankbíla. Á þenn- an hátt tókst okkur að lækka flutningskostnaðinn, sem þýddi lægra verð til kaupandans, við bættum gæði þessa efnis sem hráefnis og síðast en ekki sízt, þessi breyting leiddi til lækkunar á framleiðslukostnaði kaupend- anna. Ekki sala — sala og þjónusta er lóðlð Sá mikli árangur sem J.T. Baker Chemicals Company hefur náð á undanförnum árum felst í því, segir Rein að lokum, að okkur hugkvæmdist að nota þá þekkingu sem við höfum aflað okkur og not- að innan fyrirtækisins, til þess að selja eins og hverja aðra fram- leiðslu. Þetta hefur sýnt okkur að ef fyrirtæki á aö standast þær auknu kröfur sem gerðar eru til fyrirtækisins í umhverfinu, þá er því nauðsynlegt að auka fram- leiðni sína og til þess er engin leið fljótvirkari en að bæta sölu á þekkingu og þjónustu við sölu á framleiðsluvörunum. Sá sem framleiðir hráefni og selur er um leið sá, sem getur gert það betur þannig að kaupandinn sé fær um að hagnast á notkun þess. 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.