Frjáls verslun - 01.12.1978, Qupperneq 41
Vísitölureikningsskil
Grein
eftir
Símon Asgeir
Gunnarsson,
viðskiptafræðing
Á undanförnum árum hafa notendur og semj-
endur reikningsskila í síauknum mæli gert sér
grein fyrir hversu vanmáttugt tæki hefðbundin
reikningsskil eru við verðbólguaðstæður. Árs-
reikningar fyrirtækja eru settir fram eftir reglum
sem miðast við að verðlag sé stöðugt, þannig að
ekki er tekið tillit til mismunandi verðgildis mæli-
einingarinnar sem notuð er, krónunnar. Þær
upplýsingar sem fram koma í ársreikningum eru
með örfáum undantekningum byggðar á upp-
runalegu kostnaðarverði og Ijóst er að slíkar
upplýsingar hafa síminnkandi gildi þegar verðlag
tvöfaldast á tveggja ára fresti eins og gerst hefur
hér á landi síðastliðin ár.
Erlendis hefur viðleitni í þá átt að bæta úr þess-
um vanköntum hefðbundinna reikningsskila eink-
um beinst að efnahagsreikningnum, þar sem þær
upplýsingar sem í honum koma fram eru eðlilega
eldri og þar með fjær raunveruleikanum en upp-
lýsingar rekstrarreikningsins. Við óðaverðbólgu-
aðstæður eins og verið hafa hér á landi að und-
anförnu koma gallarnir ekki síður fram á rekstrar-
reikningi og er af þeim sökum enn ríkari ástæöa til
að viðhafa aðgerðir til leiðréttingar, þar sem not-
endum reikningsskila veitist erfiðara að átta sig á
brenglaðri mynd rekstrarreikningsins en efna-
hagsreikningsins.
Hér á landi ríkja þær aöstæður að engar form-
legar reikningsskilareglur eru til nema þær sem
bókhalds- og skattalög setja. Ársreikningar fyrir-
tækja eru því í svo til öllum tilfellum skattaleg
uppgjör og hefur lítil hreyfing verið hér á landi í
þá átt að aðlaga reikningsskilin breyttum aðstæð-
um þjóðlífsins.
Ég tel nauðsynlegt að vekja íslenska lesendur
og notendur reikningsskila til umhugsunar um
hversu alvarlegt vandamálið er orðið. Erlendis
telja færustu menn að nauðsynlegt sé að hafa uppi
aðgerðir til leiðréttingar hefðbundinna reiknings-
skila þótt verðbólgan sé ekki nema tíundi hluti
þess sem hún hefur veriö hér á landi að undan-
förnu. Því tel ég knýjandi að reyna að gera sér
grein fyrir hvaða aðferðir við getum notað til að
komast nær hinni ,,réttu“ mynd sem reiknings-
skilunum er ætlað að gefa.
Ein þeirra aðferða sem nota má til að leiðrétta
þær villandi upplýsingar sem hefðbundin reikn-
ingsskil geta veitt um afkomu og stöðu fyrirtækja
hefur á ensku ýmist verið nefnd „General Price-
level Accounting" eða „General Purchasing
Power Accounting". Á íslensku tel ég eðlilegast
að kalla slík reikningsskil annaðhvort „vísitölu-
reikningsskil" eða „kaupmáttarreikningsskil" og
mun ég hér á eftir nota hið fyrrnefnda.
I sem skemmstu máli má segja að vísitölureikn-
ingsskil feli í sér að allar fjárhæðir sem í þeim koma
fram eru á jafngildu verðlagi. Til þess að umreikna
fjárhæðir hefðbundinna reikningsskila þarf því að
komast að á hvaða tíma þau viðskipti fóru fram
sem að baki fjárhæðunum liggja og hver vísitalan
sem miöað er við var á þeim tímamörkum. Með
margföldun er fjárhæðin síðan umreiknuð til þess
verðlags sem í gildi er á uppgjörsdegi. Þó ber að
gæta þess að þetta á ekki við óefnislega (mone-
tary) liði efnahagsreikningsins þar sem þeir liðir
koma fram í hefðbundnum reikningsskilum á
nafnveröi sínu og verðgildi þeirra á uppgjörsdegi
er einungis það sem fjárhæðirnar sýna.
Af þessu má þó ekki draga þá ályktun að vísi-
tölureikningsskilin líti svo á, að verðbreytingar hafi
engin áhrif á óefnislega liði efnahagsreikningsins.
Þvert á móti er vakin sérstök athygli á þeim hagn-
aði eða tapi sem fyrirtækin verða fyrir vegna
minnkandi verðgildis peninga og þeirra krafna
sem veita rétt til innheimtu eða kvöð til greiðslu
peninga.
Nokkrar meginreglur vísitölu-
reikningsskilanna
1. Reglum hefðbundinna reikningsskila er beitt
við vísitölureikningsskil að öðru leyti en því að í
vísitölureikningsskilum er tekið tillit til almennra
41