Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Page 42

Frjáls verslun - 01.12.1978, Page 42
verðlagsbreytinga. Vísitölureikningsskilin eru þannig útvíkkun á, en ekki fráhvarf frá, kostn- aðarverðsreglu hefðbundinna reikningsskila. 2. Vísitala almenns verðlags skal notuð viö gerð vísitölureikningsskilanna. 3. Vísitölureikningsskil skulu gerð miðað við það verðlag sem í gildi er á síðasta uppgjörsdegi. Þannig verður liðnum aðgerðum best lýst í sam- hengi og núverandi aðgerðir. 4. Geröur skal greinarmunur á óefnislegum (monetary) og efnislegum (non-monetary) liðum í gerð vísitölureikningsskila. Óefnislegir liðir koma fram í hefðbundnum reikningsskilum á því verðlagi sem í gildi er á uppgjörsdegi og koma fram óbreyttir í vísitölureikningsskilum. Fjárhæðir efnislegra liða skulu umreiknaðar til verðgildis uppgjörsdagsins. Umreiknaðar fjárhæöir efnis- legra liða fela ekki í sér mat á núverandi matsverði eða endurkaupsverði í vísitölureikningsskilum. 5. Fjárhæðir rekstrarreiknings skulu umreikn- aðar til þess verðlags sem í gildi er á uppgjörsdegi. Tekjuskattur af tekjum ársins í vísitölureiknings- skilum byggist á tekjuskattinum eins og hann kemur fram í hefðbundnu reikningsskilunum en ekki á reiknaðri fjárhæð af hreinum tekjum fyrir skatta eins og þær koma fram í vísitölureiknings- skilum. 6. Hagnaður eða tap vegna áhrifa verðlags- breytinga á óefnislega liði skal reiknaður út miðað við almennu vísitöluna. Hagnaður vegna minnk- andi verðgildis skulda á tímum verðbólgu skal tal- inn sem hluti hreinna tekna á því tímabili sem vísi- talan hækkar. 7. Vísitölureikningsskil fyrri tímabila sem sýnd eru til samanburðar skulu framreiknuð til þess verðlags sem í gildi er á síðasta uppgjörsdegi. All- ar upplýsingar vísitölureikningsskila skulu um- reiknaöar og framreiknaðar með tilliti til breytinga á almennri vísitölu. Umreiknun á einstökum liðum (t.d. afskriftum) er óviðunandi. 8. Vísitöluupplýsingar sem viðbót við hefð- bundin reikningsskil ættu að miðast við að auka skýrleika og gera hugsanlegan rugling sem minnstan. Samanburöur hlutfalla og greining hneigða (trend analysis) byggð á vísitöluupplýs- ingum er viðeigandi. Ágóði vegna áhrifa verðlagsbreyt- inga Sem fyrr segir er vakin sérstök athygli í vísitölu- reikningsskilum á þeim hagnaði eða tapi sem fyrirtæki veröur fyrir vegna áhrifa verðbólgu á óefnislega liði efnahagsreikningsins. Til nánari skýringar á þessum hagnaði eða tapi má sýna eft- irfarandi líkingu: M = heildarfjárhæð óefnislegra eigna. N = heildarfjárhæð efnislegra eigna. L = heildarfjárhæð skulda sem allar eru óefnis- legar. R = heildarfjárhæö eigin fjár. p = hækkun vísitölu á tímabilinu. í upphafi tímabilsins gildir eftirfarandi líking fyrir efnahagsreikninginn: M + N = L + R Ef gert er ráð fyrir að engin viðskipti fari fram á tímabilinu á eftirfarandi líking við þegar allir liöir hafa verið leiðréttir fyrir áhrifum verðbólgunnar: M(1 + p) + N(1 + p) = L(1 + p) + R(1 + p) Staðreyndin er hins vegar sú að hvorki gildi M né L hefur breyst á árinu því nafnvirði þeirra hefur ekkert breyst. Leiðrétting þeirra veröur að færast með eigin fé. Af því leiðir eftirfarandi líking: M + N(1 + p) = L + (R(1 +p) + (Lp - Mp)) Síðasti hluti líkingarinnar samsvarar þeim hagnaði eða tapi sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna áhrifa verðbólgunnar á óefnislega liði. Þar sem p er ein ákveðin stærð sést að séu óefnislegar skuldir hærri en óefnislegar eignir þá hagnast fyrirtækið á verðbólgutímum (viðbót viö umreikn- að eigið fé) en tapar hins vegar ef óefnislegar eignir eru hærri en óefnislegar skuldir. Hér er því komin staðfesting á því sem a.m.k. flestir íslend- ingar hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir, að betra er að skulda peninga en eiga þá á verðbólgutím- um. Versl. Haraldar Júlíussonar Aðaigötu 8 sími 95-5124 Sauðárkróki Matvörur Sjófatnaður Gjafavörur og m. fleira Umboð fyrir Olíuverslun fslands. 42

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.