Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Qupperneq 42

Frjáls verslun - 01.12.1978, Qupperneq 42
verðlagsbreytinga. Vísitölureikningsskilin eru þannig útvíkkun á, en ekki fráhvarf frá, kostn- aðarverðsreglu hefðbundinna reikningsskila. 2. Vísitala almenns verðlags skal notuð viö gerð vísitölureikningsskilanna. 3. Vísitölureikningsskil skulu gerð miðað við það verðlag sem í gildi er á síðasta uppgjörsdegi. Þannig verður liðnum aðgerðum best lýst í sam- hengi og núverandi aðgerðir. 4. Geröur skal greinarmunur á óefnislegum (monetary) og efnislegum (non-monetary) liðum í gerð vísitölureikningsskila. Óefnislegir liðir koma fram í hefðbundnum reikningsskilum á því verðlagi sem í gildi er á uppgjörsdegi og koma fram óbreyttir í vísitölureikningsskilum. Fjárhæðir efnislegra liða skulu umreiknaðar til verðgildis uppgjörsdagsins. Umreiknaðar fjárhæöir efnis- legra liða fela ekki í sér mat á núverandi matsverði eða endurkaupsverði í vísitölureikningsskilum. 5. Fjárhæðir rekstrarreiknings skulu umreikn- aðar til þess verðlags sem í gildi er á uppgjörsdegi. Tekjuskattur af tekjum ársins í vísitölureiknings- skilum byggist á tekjuskattinum eins og hann kemur fram í hefðbundnu reikningsskilunum en ekki á reiknaðri fjárhæð af hreinum tekjum fyrir skatta eins og þær koma fram í vísitölureiknings- skilum. 6. Hagnaður eða tap vegna áhrifa verðlags- breytinga á óefnislega liði skal reiknaður út miðað við almennu vísitöluna. Hagnaður vegna minnk- andi verðgildis skulda á tímum verðbólgu skal tal- inn sem hluti hreinna tekna á því tímabili sem vísi- talan hækkar. 7. Vísitölureikningsskil fyrri tímabila sem sýnd eru til samanburðar skulu framreiknuð til þess verðlags sem í gildi er á síðasta uppgjörsdegi. All- ar upplýsingar vísitölureikningsskila skulu um- reiknaöar og framreiknaðar með tilliti til breytinga á almennri vísitölu. Umreiknun á einstökum liðum (t.d. afskriftum) er óviðunandi. 8. Vísitöluupplýsingar sem viðbót við hefð- bundin reikningsskil ættu að miðast við að auka skýrleika og gera hugsanlegan rugling sem minnstan. Samanburöur hlutfalla og greining hneigða (trend analysis) byggð á vísitöluupplýs- ingum er viðeigandi. Ágóði vegna áhrifa verðlagsbreyt- inga Sem fyrr segir er vakin sérstök athygli í vísitölu- reikningsskilum á þeim hagnaði eða tapi sem fyrirtæki veröur fyrir vegna áhrifa verðbólgu á óefnislega liði efnahagsreikningsins. Til nánari skýringar á þessum hagnaði eða tapi má sýna eft- irfarandi líkingu: M = heildarfjárhæð óefnislegra eigna. N = heildarfjárhæð efnislegra eigna. L = heildarfjárhæð skulda sem allar eru óefnis- legar. R = heildarfjárhæö eigin fjár. p = hækkun vísitölu á tímabilinu. í upphafi tímabilsins gildir eftirfarandi líking fyrir efnahagsreikninginn: M + N = L + R Ef gert er ráð fyrir að engin viðskipti fari fram á tímabilinu á eftirfarandi líking við þegar allir liöir hafa verið leiðréttir fyrir áhrifum verðbólgunnar: M(1 + p) + N(1 + p) = L(1 + p) + R(1 + p) Staðreyndin er hins vegar sú að hvorki gildi M né L hefur breyst á árinu því nafnvirði þeirra hefur ekkert breyst. Leiðrétting þeirra veröur að færast með eigin fé. Af því leiðir eftirfarandi líking: M + N(1 + p) = L + (R(1 +p) + (Lp - Mp)) Síðasti hluti líkingarinnar samsvarar þeim hagnaði eða tapi sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna áhrifa verðbólgunnar á óefnislega liði. Þar sem p er ein ákveðin stærð sést að séu óefnislegar skuldir hærri en óefnislegar eignir þá hagnast fyrirtækið á verðbólgutímum (viðbót viö umreikn- að eigið fé) en tapar hins vegar ef óefnislegar eignir eru hærri en óefnislegar skuldir. Hér er því komin staðfesting á því sem a.m.k. flestir íslend- ingar hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir, að betra er að skulda peninga en eiga þá á verðbólgutím- um. Versl. Haraldar Júlíussonar Aðaigötu 8 sími 95-5124 Sauðárkróki Matvörur Sjófatnaður Gjafavörur og m. fleira Umboð fyrir Olíuverslun fslands. 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.