Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Síða 48

Frjáls verslun - 01.12.1978, Síða 48
treysta okkur, viö veröum aö sýna í gegnum áranna rás, aö viö séum trausts veröir, Viö verðum dæmdir eftir þvi sem viö gerum, fremur en því sem viö segjum. Fólk verður aö læra af reynslu, aö það sem viö segjum er sannleikur og þaö sem viö lofum aö gera gerum viö. Einn veikleiki nútíma iönreksturs er, hve oft og hratt fyrirtæki skipta um eigendur. Fyrirtæki A er keypt af fyrirtæki B, sem viö vitum aö er dótturfyrirtaeki C, sem er í hættu aö veröa yfirtekið af fyrirtæki D. Oft er okkur sagt, að þessar breytingar valdi aukinni hagkvæmni aö lokum og vissulega hindra þær tilveru of margra sjálfsánægðra, roskinna og dreymandi fyrir- tækjastjórna. Gallinn er hinsvegar sá, að almennir starfsmenn vita ekkert um stjórnendurna, sem þeir eiga að vera að vinna fyrir. Starfsfólkiö verður oft ruglað og dálítiö öfugsnúiö við stöðugar breytingar í stjórnun. í verzlunarfyrirtækjum er oft gert átak til þess að sýna stöðugleika ákveðins fyrirtækis. Setningar eins og „stofnað 1834" eru á bréfhausnum og yfir verzlunar- glugganum í Aðalstræti stendur: „stofnaö 1921". Viö- skiptavinum er þannig sýnt fram á, aö fyrirtæki hafi oröstír, að þaö hafi ekki verið stofnað í gær og hverfi ekki á morgun. Hinar hrööu breytingar nútímans kunna aö leiða til góðs, en gefa okkur litla hugmynd um, hvaö sé á seyði og sérhver breyting rýrir traust. Þá veröur aö vinna til þess á nýjan leik. Á því verður ekki nógsamlega hamrað, að traust er undirstöðuatriði í boömiðlun og miölun boða tekst ekki, ef annar aðilinn trúir ekki orði af því, sem honum er sagt. Góö boðmiðlun kann aö vera til aðstoðar, þegar óvæntan vanda ber aö höndum, en þaö verður að vera Ijóst, aö góöri boðmiðlun er ætlað aö koma í veg fyrir aö slíkt ástand skapist. Almannatengsl byggjast á langtíma áætlun, en árangurinn á skilgreiningu markmiða. Al- mannatengslastjóra (AT-stjóra) kann aö vera falið, aö bæta orðspor fyrirtækis, en áætlun hans veröur aö vera nákvæmari en þaö. Hvers konar orðspor er talið æski- legt? Á hvaöa sviðum er fyrirtækið veikt fyrir gagnrýni? Hvernig er hægt aö koma í veg fyrir aö sú gagnrýni eigi rétt á sér? Myndun hagstæðs orðspors hjá almenningi er þannig stööugt skapandi verkefni, en ekki röð ótengdra tilrauna til aö verja fyrirtækið margvíslegum ásökunum, allt frá lélegum vinnuaöstæðum til mengunar umhverfis- ins. AT-vandamál. Hvaða boðum viljum við koma til skila? Alger sigur í þessari herferð byggist á því, að yfirmaður almannatengsla sé hluti af æðstu stjórn fyrirtækisins. Ef hann er ekki í þeirri stöðu, sé hann aðeins deildarstjóri, er hættan sú, að ímyndin sem komið er á framfæri sé röng. Hagstæð frétt, sem seinna reynist röng, kann að baka fyrirtækinu mikið tjón. Allri viðleitni til að bæta ímyndina, verður að fylgja að minnsta kosti jafn sterk viðleitni til að bæta veruleikann. Þannig þarfnast al- mannatengslastjórinn stuðnings stjórnarinnar allrar. Það má ekki henda, að hann segi blaðamönnum staöar- ins frá áætlun um að minnka reyk, ef ekkert hefur verið gert eða jafnvel undirbúiö til að framkvæma hana. Boð- miðlun er einnig tvíhliða og AT-stjórinn verður alltaf að meta svörunina við því sem hefur verið gert og kanna svið þar sem meira hefði mátt gera. Þegar sendinefnd kemur á fund forstjórans má segja, að AT-stjórinn hafi HÓTEl M/CLIFELL Gisting HÓTEL MÆLIFELL Aðalgötu 7 Sauðárkróki Sími 95-5265 Almennur hótelrekstur. Matur, kaffi, smurt brauð. Gistipláss fyrir um 20 manns. Opið 7,30—11,30. Vínveitingar allt árið. Á hótelinu er setustofa með sjónvarpi og útvarp er í öllum herbergjum. Opið allt árið. Bílaleiga VW 1200. Car Rental. Heitur og kaldur matur allan daginn. Bar opinn frá klukkan 8 á kvöldin. VERIÐ VELKOMIN 48

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.