Frjáls verslun - 01.12.1978, Side 49
brugðizt. Hati kvörtunarefnið verið til, hefði hann átt að
vita um það. Hann hefði átt að bregðast við áður.
Markmið AT-herferðarinnar hlýtur að vera mismun-
andi eftir fyrirtæki eða fyrirtækjahóp, en einnig er um að
ræða sameiginlegan boðskap, sem iðnreksturinn sem
heild og stofnanir hans verða að koma á framfæri. Þessi
boðskapur nær yfir vítt svið, en umfram allt verður að
kenna fólki að viðurkenna þrjár einfaldar hugmyndir. (
fyrsta lagi: Veröldin, sem við byggjum var sköpuð af iðn-
rekstri og myndi hrynja á örskammri stundu án áfram-
haldandi iðnrekstrarátaka. I skóla var okkur kennt um
framfarir tengdar trú og lýðræði, menntun og frlesi.
Okkur hættir til að gleyma framförum tengdum vekjara-
klukkunni, rakvélablaðinu, bílum, ritvélinni og kúlupenn-
anum. Veröld okkar er vélvædd og stöðugt háð olíu og
raforku. Til er fólk sem talar um steinsteypufrumskóginn,
grætur gerviyfirbragð umhverfis okkar og heldur því
fram, að við værum heilbrigðari og ánægðari, ef við lifð-
um enn hinu einfalda lífi forfeöranna. Þessi skoðun á
fullan rétt á sér, en hún hjálpar okkur ekki nú. Við hefðum
ef til vill getað hafnað vélvæðingu, en í raun gerðum við
það ekki.
Afleiðingin er, að lífsafkoma milljóna manna í iðnaðar-
löndunum er háð olíu og raunar einnig hinni áköfu leit að
nýjum olíulindum. Hvort sem okkur líkar betur eða verr
erum við háð iðnaðarframleiðslu um Ijós og hita,
hreyfanleika og mat. Þverri olíubirgðir stöðvast vinna,
borgir myrkvast, sjúkrabíllinn kemst ekki á slysstað og
skurðlæknirinn sér ekki til að gera uppskurðinn. Það
verður að minna menn á það aftur og aftur, að iðnrekstur
er lífæð þjóðfélagsins. Kennarar benda fólki á hversu
mikilvægt er, að það hafi atkvæðisrétt. Raunar er miklu
mikilvægara að eiga eitthvað í kvöldmatinn. Fyrst iðn-
rekstur skapaði veröldina, sem við búum í, og heldur
henni gangandi, þá á iðnfrömuðurinn rétt á nokkrum
almenningsstuðningi. Hann vinnur bráðnauðsynlegt og
erfitt verk, og það er fásinna, að ríkisstjórnir og almenn-
ingur geri honum það verkefni enn erfiðara.
Fyrst þarf að skapa f jármagnið
Stöðugt þarf að leggja áherzlu á aðra hugmynd, sem
sé, að fyrst þarf að skapa fjármagnið til þess að hægt sé
að eyða því. Án skattskylds hagnaðar af iðnrekstri hefði
stjórnmálamaðurinn enga velferðaráætlun fram að bjóða
og góðverkamaðurinn gæti ekkert gott af sér látið leiða.
öll athygli almennings beinist að aðferðum til að eyða
peningum, þar sem milljónum er varið i menntun, mill-
jónum til heilbrigðismála og síðasta milljónin fer til
stuðnings við listir. Milljónir að auki, sem við ekki einu
sinni eigum til fara í það að kaupa og styrkja fjandskap
fyrri nýlendna okkar. Allar þessar aðferðir til að eyða
peningum eru metnar dyggðugar og skynsamar. Heið-
urinn fer allur til stjórnmála- og embættismannanna, sem
hafa eyðslu að hlutverki sínu. Þar í mót er lítill gaumur
gefinn verksmiðjum og verkstæðum, togurum og
bóndabýlum, sem eru hinar raunverulegu uppsprettur
auðsins. Ráðherrar geta með stolti bent á milljónir fólks,
sem hefur verið menntað (ef svo er hægt að komast að
orði), sem nýtur þjónustu lækna og tannlækna og um
síðir ellilauna. Þessi framgangur kann að vera aðdáun-
arverður, en það var ekki minna afrek að veita þessu
sama fólki kornflögur í morgunmat, stígvél og skó, frakka
og reiðhjól. Það sem meira er, öll hin hriktandi yfirbygg-
ing stjórnvalda og þar með opinber eyðsla, hvílir á herð-
um þeirra, sem sjá fyrir afli þeirra hluta er gera skal.
Atvinnuöryggi stærsti greiðinn
Þriðja og síðasta hugmyndin, sem þarf að ítreka er, að
atvinnurekstur, þótt hann sjái fyrir vinnu, er ekki rekinn í
þeim tilgangi. Fjölmiðlaathygli beinist að velferðaráætl-
unum, sem þjóna illa stæðu fólki, en stærsti greiði, sem
við gerum fátækum manni er að veita honum stöðuga og
sanngjarnlega launaða atvinnu. ( launaðri vinnu getur
hann séð um sig sjálfur, sparað, fjárfest og vonast eftir
frömun. Atvinnurekandinn hefur því gert meira fyrir
manninn en nokkur annar, endurveitt honum nytsemi og
þar með sjálfsvirðinguna. Þegar mikið atvinnuleysi er,
reynir velþenkjandi ríkisstjórn að gera slíkt hið sama,
venjulega án minnsta árangurs. Enda þótt atvinnurek-
andinn sé vafalaust mesti velgerðarmaður launþegans,
rekur hann ekki atvinnustarfsemi sína til þess að veita
atvinnu. Gerði hann það, yrði hann gjaldþrota á nokkrum
vikum og óhæfur til að veita atvinnu. Markmið hans er
umfram allt, að ná þeirri arðsemi, sem tryggir að rekstur
hans geti þraukað. Jafnskjótt og hann missir sjónar af því
markmiði, er fall hans öruggt. Meira en það, stefna hans
hlýtur að vera að hafa eins fátt fólk í vinnu og unnt er og
borga því ekki meira en raunvirði vinnunnar.
Eðlisbreyting verður í atvinnurekstri, sem er þjóðnýttur
eða nær einokunaraðstöðu. í stað þess að veita þjónustu
gegn greiðslu, er nú tilgangurinn að veita stórum og
vaxandi hópi vinnuafls þægilega lífsafkomu. öll reynsla
okkar af atvinnurekstri hlýtur að leiða til þeirrar niður-
stöðu að atvinna, eins og hamingja og heilbrigði, fæst
ekki hjá þeim, sem hafa það eitt að markmiði að veita
hana. Öruggasta leiðin til þess að verða veikur er, að
hafa miklar áhyggjur af heilsunni. Sá sem einbeitir sér að
því að vera hamingjusamur, verður örugglega óham-
ingjusamur. Á sama hátt má segja, að þeir sem stefna að
því að búa til atvinnu geri ekkert annað en að skapa
hrakföll, Þannig er sá árangur atvinnurekstursins að
veita milljónum atvinnu, afrek, sem yrði ómögulegt jafn-
skjótt og atvinnuveiting væri gerð að stefnu hans. Engin
stofnun er jafn örugglega á vítisvegi og sú, sem er til
eingöngu til hagræðis fyrir starfsmenn sína. Nóg er til af
slíkum stofnunum í heiminum og tala þeirra fer vaxandi.
Auðvelt er að þekkja þær af vissu andrúmslofti, sérstakri
afstöðu til viðskiþtavinarins, almennri vanrækslu, og til-
hneigingu til að koma of seint og fara snemma. Til þess
að skapa atvinnutækifæri verður að gleyma atvinnunni
sem slíkri og stefna eingöngu að velsæld.
Að koma boðskapnum á framfæri
Nú þegar við höfum skilgreint tilgang boðmiðlunar
okkar verðum við að íhuga stílinn. Hvort sem boðskap
okkar er útvarpað, hann er fluttur í töluðu máli eða
prentaður verður að orða hann þannig, að hann nái sem
mestum árangri. Við getum skilgreintstíl þannig, að hann
sé áhrif persónuleika á það, sem við segjum, skrifum eða
gerum. Við vitum að við megum ekki miðla boðum of oft,
það jafngildir því að miðla ekki. Nákvæm tímasetning er
mikilvæg, af því að það sem kemur of fljótt er oft jafn
gagnslaust og það sem kemur of seint. Loks vitum við, að
boðskapurinn verður að vera Ijós, sterkur og stuttur.
Umfram allt verður hann að vera einkennandi fyrir
manninn, sem flytur hann. (boðskapnum mega ekki vera
löng eða tæknileg orð og árangurinn er mestur, þegar
flest orðin eru stutt og hvert þeirra eins og hamarshögg.
Stundum, ekki alltaf, er rétt að krydda með fyndni. Þetta
er af tveimur ástæðum. (fyrsta lagi vegna þess, að dálítil
fyndni gerir boðskapinn mannlegan frekar en skrif-
49