Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Page 50

Frjáls verslun - 01.12.1978, Page 50
Ráðstefnur Fundir—námskeið í burt frá bæjarstreitunni ALLAR FREKARI UPPLtSINGAR ERU GEFNAR Á SKRIFSTOFU OKKAR AÐ REYKJANESBRAUT 6, SIMI 25855. Hin vinsælu EDDU HOTEL verða opin frá miðjum júni til loka ágúst- mánaðar. Hótelin bjóða góða aðstöðu til hvers konar einkasamkvæma, funda- og ráðstefnuhalds í þægilegu umhverfi. Vinsamlegast pantið með góðum fyrirvara. FERÐA SKRIFSTOFA RÍKISINS ræðislegan. I öðru lagi vegna þess, að fólk man oft brandara, þótt það gleymi öllu öðru. Hæfni sérfræðings- ins byggist á því, að tengja boðskapinn brandaranum, þannig að enginn muni annan án hins. Boðmiðlun er verkefni sérfræðings. Á þessu stigi mætti reisa þá mót- báru, að atvinnumannshandbragðið beri ekki persónu- leika forstjórans vitni, en hann mun sjást, því það er þáttur í sérfræði sérfræðingsins, eða efast nokkur um, að starfslið Churchills hafi getað beitt málf. ,'i hans? Ég vona, að eitthvað af þessum hugmyndum um boð- miðlunarlistina reynist nýtilegar, en ég kemst ekki hjá því að benda á, að mest áhrif á folk nútímans fást með myndrænum aðferðum. I vissum skilningi er skrifað mál að verða úrelt í lítt læsri veröld. Sterkasti fjölmiðill nú- tímans er án vafa sjónvarpsþáttur, sem útvarpað er á aðalsýningartíma. Flestir mynda sér skoðun á viðburðum samtímans af því sem þeir sjá á sjónvarpsskerminum, aðrar aðferðir eru tiltölulega áhrifaminni. Og hér blasir við okkur sú dapra staðreynd, að sjónvarpið dregur fram vinstri sinnaða hugmyndafræði á kostnað heims, sem byggir á frjálsu framtaki. Markmið okkar ætti þvi að vera, að atvinnureksturinn komi meginboðskap sínum á framfæri í kvikmyndum, sem sýndar eru og endursýndar í sjónvarpi. Engin rök leiða til þess, að atvinnurekstur eigi að styrkja kvik- myndagerð, vegna þess að kvikmynd, sem þarfnast fjár- styrks, reynist ávallt gagnslaus. Þetta er vandamál, sem þarf að leysa, ekki með fjárútlátum heldur heilasellum. Fyrsta markmiðið er, að framleiða velheppnaða kvik- mynd, sem selst af eigin verðleikum. Annað markmiðið er, að færa í leikbúning rökin fyrir frjálsu framtaki, ekki með áróðri eða ádeilu, heldur með söguþræði, sem feli í sér hversvegna iðnrekstur er nauðsynlegur. Þetta ætti ekki að vera erfitt. í dag er raunverulegur ágreiningur á milli iðnfrömuðar og vistfræðings, á milli umhverfissinna og kaupsýslumanns. Ógnunin við náttúruna er raun- veruleg. Útrýming margra tegunda villtra dýra blasir við. Allir viti bornir menn sjá, að glæpsamleg starfsemi er rekin í nafni iðnrekstrar, einnig þjóðnýtts iðnrekstrar. Við bregðumst ósjálfrátt gegn öllu, sem er Ijótt í iðnþróun. Við erum reiðubúin að fordæma þá sem bera ábyrgðina. Viö þurfum að taka okkur tak til þess að gera okkur grein fyrir því, að stundum eru rökin hinu megin. Hver er sá málstaður, sem réttlætir iðnreksturinn? Einfaldlega sú staðreynd, að nú er of seint að snúa til baka til hins einfalda lífs. Mannfjöldinn er orðinn of mikill, borgirnar of flóknar og lífsmáti okkar hefur gert okkur háð iðnaði. Á þessu kunna að vera gallar, og eru það í raun, en þetta hefur líka kosti í för með sér. Vandi okkar er ekki að skapa fyrirheitna landið í ómótuðu landslagi. Við verðum að gera það bezta úr því sem við höfum, og það er þýðingarlaust að ætla að afnema lífsmáta nútím- ans. Gætum við í raun lifað án rafmagns? Vistfræðingar hafa vissulega að mörgu leyti á réttu að standa, en þeir koma til funda á bílum, og skrifa ritgerðirnar við Ijós frá skrifborðslampa. Við sjáum því, að einhverri málamiðlun verður að ná. Þeir sem höfðu ímyndunarafl til að búa til vélbyssuna höfðu líka ímyndunarafl til þess að byggja sjúkrahús. Við erum því bundin iðnvæddri veröld, veröld, sem framleiðir margt sem er verðmætt, margt sem er þægilegt, marga fallega hluti og mikið af tækjum, sem við erum orðin háð. Það sem við höfum ekki efni á, er mannfjöldi, sem fullur er háleitrar vanvirðu og algjöru þekkingarleysi á vinnunni, sem þjóðfélagið byggist á. Við sjáum þörfina til þess að mennta fólk í undirstöðuatriðum efnahagsmála og frumatriðum viðskipta. Vafi getur heldur ekki leikið á því, að til þessa þurfum við kvikmynd 50

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.