Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Side 55

Frjáls verslun - 01.12.1978, Side 55
Stefnt að verulegum hafnarbótum á Blönduósi Hilmar Kristjánsson, oddviti skýrir frá at- vinnulífi og fram- kvæmdum á Blöndu- ósi í spjalli við Frjálsa verzlun — Ef segja á frá atvinnulífi hér, sagði Hilmar, — verður fyrst að geta kaupfélagsins og sölufé- lagsins, eða samvinnufélaganna eins og við köllum þau. Þau eru lang stærsti atvinnurekandi hér með stóra verslun, mjólkursam- lag, sláturhús, veitingaskála og eru aðilar að bílaverkstæði, tré- smíðaverkstæði, plastverksmiðju og fleiri fyrirtækjum. Þessi félög hafa verið mjög virkir aðilar að at- vinnulífinu hér og stutt við bakið á uppbyggingu ýmissa fyrirtækja. Eins hefur kaupfélagið stutt al- menna uppbyggingu hér með lánafyrirgreiðslum til húsbyggj- enda. — Annað fyrirtæki sem teljast má stórt er Pólarprjón, en það hefur valdið hér miklum breyting- um á atvinnuþátttöku kvenna. Þar vinna nú mjög margar konur, en heildarstarfsmannafjöldinn mun vera 50-60. Fyrirtækið hefur rokið upp á fáeinum árum og er mikils virði fyrir sveitarfélagið að hafa það. Af iðnfyrirtækjum öðrum má nefna Ósplast, en það framleiðir skolþrör og plastpokaefni. Hrepp- urinn á þetta fyrirtæki að hálfu og við erum að vona að það eigi eftir að vaxa og dafna. Hins vegar hefur gengið upp og ofan að koma því af stað og lánafyrirgreiðsla til þess hefur verið ónóg. Stofnkostnaður er mikill við svona fyrirtæki. Þá er hér önnur plastverksmiðja, Trefja- plast h.f. en það er í eigu margra einkaaðila. Framleiðsla þess er t.d. smábátar úr plasti, sundlaugar og setlaugar, eða svokallaðir heitir pottar. Þá er ótalið lítil saumastofa, sem heitir Seta, en þar vinna 4-5 konur við aö sauma gallabuxur, lúffur og ýmsan annan fatnað, sem seldur er víða um land. Fjölbreyttur þjónustuiðnaður — Hér er einnig fjölbreyttur þjónustuiðnaður, sagði Hilmar, — trésmiðjur, bílaverkstæði, vél- smiðjur og þvíumlíkt. Þá er gaman að geta þess, að bakaríið hér framleiðir kringlur fyrir mjög stórt svæði, en þær eru seldar út í Strandasýslu og allt austur til Húsavíkur. — Útgerð er hér að hefjast, en hefur ekki verið stunduð hér að marki áður. Rækjuvinnslan Særún Frá Blðnduósi 55

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.