Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Side 57

Frjáls verslun - 01.12.1978, Side 57
Vélsmiðjan Vísir vinnur að lagningu hitaveitu Eitt af elstu og rótgrónustu fyrirtækjunum á Blönduósi er Vélsmiðjan Vísir s.f. stofnuð 1943 og sífellt í örum vexti. Þrír bræður, Þorvaldur, Pétur og Einar Þor- valdssynir stofnuðu fyrirtækið og eiga það. Þar er reksturinn nú tví- þættur. Annars vegar vélsmiðjan, hins vegar matvöruverslun. Á skrifstofu fyrirtækisins hitti Frjáls verslun verslunar- og skrifstofu- stjóra fyrirtækisins Arndísi Þor- valdsdóttur og sagði hún örlítið frá fyrirtækinu og rekstri þess. — I upphafi var hér bara vél- smiðjurekstur, sagði Arndís, — en bílaviðgerðir voru einnig stundað- ar frá byrjun. Núna tekur vélsmiðj- an að sér alls kyns smíðaverkefni og einnig er unnið að pípulögnum á okkar vegum. Upp á síðkastið höfum við verið með nokkur stór verkefni. T.d. sáum við alveg um lagningu innanbæjarkerfis hita- veitunnar hérna í fyrra og var það klárað á 3'/2 mánuði sem þótti ótrúlegur vinnuhraði. Núna eru menn frá okkur að vinna við hita- veitu í Borgarnesi, en þar njótum við reynslu okkar héðan. Þá erum við með nokkur stór verkefni í pípulögnum, t.d. í Húnavallaskóla og erum nýbúin að Ijúka viö lagnir í fjölbýlishús hér. Fjölbreyttur verslunarrekstur — Hvað verslunarrekstur okkar snertir, sagði Arndís, — þá hófst hann með því að farið var að selja varahluti í bíla. Hefur reyndar alltaf haldist hér nokkur varahlutaversl- un þótt í smáum stíl sé nú orðiö. Smám saman þróaðist þetta yfir í að bæta við matvöru, fatnaði og gjafavöru og alltaf er verið að stækka og breyta húsnæðinu vegna þessa reksturs. Það er búið að byggja tvisvar við þetta hús. Núna er vélsmiðjan komin í nýjasta húsið, en verslunin leggur undir sig fyrstu tvo áfangana. Uppruna- lega vélsmiðjan er bara hluti af húsnæðinu sem verslunin hefur núna. — Hér eru hlutfallslega nokkuð margar matvöruverslanir, sagöi Arndís, — en þetta hefur allt í versluninni hjá Vísi á Blönduósi. 57

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.