Frjáls verslun - 01.12.1978, Page 60
Síldarverksmiðjan á Skagaströnd
endurbyggð fyrir loðnuvinnslu
Þegar Frjáls verslun heimsótti
Skagaströnd nýlega var sveitar-
stjórinn, Lárus Ægir Guðmunds-
son, heimsóttur og spurður um
atvinnuástand og framkvæmdir á
staðnum. — Hér hjá okkur er
Hólanes h.f. lang stærsta fyrir-
tækið, sagði Lárus. — Á þess
vegum er frystihúsið hérna og þar
vinna að staðaldri 50—60 manns.
Það hefur verið mjög gott at-
vinnuástand í frystihúsinu síðan
togarinn, Arnar HU 1 kom í árslok
1973. Hafa verkefnin verið nokkuð
stöðug síðan.
— Hreppurinn á fimmtung í
Hólanesi en einstaklingar hérna
eiga afganginn. Afkoma fyrirtæk-
isins hefur veriö góö og hefur það
skilað hagnaöi síöustu 3 ár. Fiski-
gengd hefur líka verið aö aukast í
flóann og hefur veriö gott færa-
fiskirí allra síöustu árin. Hér eru 7
bátar, 20—60 tonn aö stærð, sem
stunda þetta. Þá reru bátar hér á
línu allan sl. vetur sem er breyting
frá því sem verið hefur. Allt þetta
veldur góöu hráefnisstreymi til
Hólaness.
— Þaö er svo annað hlutafélag,
Skagstrendingur h.f. sem gerir út
skuttogarann, sagði Lárus. —
Hluthafar í því eru nálega -'hver
einasti maöur á Skagaströnd og á
hreppurinn fjórðung í því fyrirtæki.
Útgerðin hefur gengið vel, vel hef-
ur aflast og fátt komið fyrir þar til
kviknaði í togaranum í slipp á
Akureyri í fyrra, en þá var skipiö frá
í 3 mánuði. En þrátt fyrir tafir var
nokkur hagnaður af útgerðinni á
sl. ári.
Helstu atvinnu-
fyrirtækin
— Rækjuvinnsla er starfrækt
hér og eru 10 einstaklingar eig-
endur hennar. Fyrst og fremst er
þar verið að vinna rækju úr Húna-
flóa, en í sumar var tekið á móti
nokkru magni af djúprækju.
Stærstu bátarnir frá okkur eru í
rækjunni auk eins úr Grindavík og
eins frá Blönduósi. Rækjuvinnslan
er búin að kaupa skelflettivélar og
er ætlunin að fara að taka á móti
skel á sumrin til að fylla upp í.
— Skipasmíðastöð Guðmundar
Lárussonar er nú í fullum gangi
með smíði plastfiskiskipa sem eru
9—15 tonn. Þeir eru þegar búnir
að afhenda 4 slík og 3 til viðbótar
verða afhent á næstu vikum. Þessi
framleiðsla gengur orðið vel og er
eftirspurn mikil.
— Saumastofan Víóla h.f. er
fyrirtæki sem saumar ullarfatnað
úr voð frá Pólarprjóni á Blönduósi.
Þar er aöallega verið aö framleiöa
fyrir stærstu útflutningsaðilana,
Hildu, Álafoss og SÍS.
— Þá er gaman að geta þess,
sagði Lárus, — að Síldarverk-
smiðjur ríkisins eru að endurnýja
verksmiðju hérna, sem ekki hefur
verið starfrækt um árabil. Nokkrar
lagfæringar hafa verið gerðar á
húsinu, sem var þó í nokkuð góðu
ástandi. Að undanskildum þurrk-
urum hafa verið sett niður alger-
lega ný tæki í verksmiðjuna og er
stefnt að því að láta þetta ganga á
mikilli sjálfvirkni. Á því nýting að
verða í hámarki miðað við mann-
afla. Eiga tólf menn að vera á vakt
Develop
Ljósritunarvélar
bestu kaupin í dag
1. sérstaklega ódýrar. 2. sterkar. 3. lítiö viðhald.
4. taka mjög lítiö rúm á boröi.
5. einfaldar aö vinna á.
DEVEL0P
Vél sem öll fyrirtæki geta eignast.
SKRIFVÉLIN HF SUÐURLANDSBRAUT 12
sími 85277 Pósth. >232.
60