Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1980, Síða 60

Frjáls verslun - 01.02.1980, Síða 60
Berg hf, fullkomið bílaverkstæði Bílaverkstæði Berg hf að Grófinni 7 í Keflavík hefur nú starfað í 2 ár. Það var stofnað árið 1977 og tók þá við við- gerðarrekstri sem Birgir Guðnason hafði áður haft með höndum, en sem kunnugt er hefur Birgir snúið sér algjör- lega að réttingum og bíla- sprautun. Berg hf er þjónustu- umboð fyrir British Leyland og Ford og einnig fyrir Volks- wagen. Fyrirtækið hefur vara- hluti á boðstólum í þessar bif- reiðar auk þess að annast við- hald þeirra. Auk almennra viógerða hef- ur Berg tekið upp nýja þjónustu sem hefur mælst vel fyrir á Suðurnesjum. Þeir hafa fengið sér fullkomna rörbeygivél og meö henni geta þeir framleitt á staðnum púströr í allar gerðir bifreiða. Þetta gerir það að verkum að pústkerfaskipti taka mun skemmri tíma og verð á þessum hlutum er eitt það lægsta á markaðinum. Verkstæði Bergs hf er mjög vel búið tækjum, þar eru 4 bílalyftur auk allra nauðsyn- legustu tækja til þess að stilla bílvélar og framkvæma hjóla- stillingar. Framkvæmdastjóri er Björn J. Björnsson og sagði hann að þeir hefðu ekki undan, það væri stanzlaus straumurinn alla daga enda hefði bílaeign Keflvíkinga og annarra Suður- nesjamanna verið að aukast hröðum skrefum á síðustu ár- um án þess að verkstæðum hefði fjölgað á svæðinu að ráði. Berg hf gerir einnig út björgunarbíl og sækir bilaða bíla og flytur þá þangað sem óskað er. Trésmíði sf er eitt umsvifa- mesta fyrirtækið í byggingar- iðnaðinum á Suðurnesjum. Fyrirtækið, sem er ungt að ár- um er þegar með 37 manns á launaskrá og verkefni út um allar trissur. Það eru þeir Guðmundur Pétursson og Kristján Gunn- arsson sem komu fyrirtækinu á legg en það hét áður Tré- smíðaverkstæði G.P. Fyrsta stóra verkið sem þeir félagar tóku til við var bygging leiguíbúða fyrir aldraða við Suðurgötuna í Keflavík og stefna þeir að því að skila því verki tilbúnu undir tréverk nú í marz. Mikil umsvif hjá Trésmíði sf í Njarðvík 58

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.