Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1980, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.03.1980, Blaðsíða 29
Kaupmannasamtök fslands eru landssamtök kaupmanna og eru félagsmenn þeirra nú um 700. Á skrifstofu samtakanna eru fjórir starfsmenn, auk ritstjóra Versl- unartíðinda, málgagns samtak- anna, sem gefin eru út fimm sinn- um á ári. Á þeim stöðum á landinu, sem engin kaupmannafélög eru starf- andi, geta einstaklingar gerst aðil- ar að Kaupmannasamtökunum, og erfjöldi þeirra nú um 70. Tilgangur samtakanna er að koma fram fyrir hönd félagsmanna gagnvart opinberum aðilum, ann- ast undirbúning og gerð kjara- samninga, safna skýrslum um allt sem lýtur að verslun og viðskiptum í landinu og annast ýmis konar fé- lagslegar fyrirgreiðslur fyrir fé- lagsmenn. Auk þess beita sam- tökin sér fyrir umbótum í versl- unarlöggjöf og verslunarháttum. Verðlagsmálin tíma- frekust Magnús E. Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasam- takanna, sagði að verðlagsmálin tækju mestan tíma á skrifstofunni, enda sé mest lagt upp úr þeim. Einnig kvað hann mikið starl vera fólgið í fyrirgreiðslu fyrir aðildarfélögin, sem mörg hver eru utan Reykjavíkursvæðisins. „Þetta verður til þess, að við er- um alltaf í góðu sambandi við fé- lagsmenn og vitum vilja þeirra í þeim málum, sem við erum að berjast fyrir," sagði hann. „Við leggjum nú mikla áherslu á að byggja samtökin upp, endur- skipuleggja starfsemi eldri kaup- mannafélaga og stofna ný. Þegar því er lokið, eiga flestir kaupmenn kost á aðild að félögum." Hafa byggt upp eigin sjóði Velta Kaupmannasamtakanna var á síðasta ári 50 miljónir króna. Meginhlutinn var fenginn með fé- lagsgjöldum, enda hafa samtökin litlar sem engar aðrar tekjur. Innan Kaupmannasamtakanna eru starfandi fjórir stofnlánasjóðir, sem kaupmenn hafa sjálfir byggt upp að öllu leyti. Þrír sjóðanna eru sérgreindir eftir verslunargreinum, en sá fjórði er almennur stofn- lánasjóður samtakanna. „Tollkrít og verðlagsmál eru helstu baráttumálin” — segir Jónas Þór Steinarsson framkvæmdastjóri Félags ísl. stórkaupmanna Félag stórkaupmanna hefur fjögurra manna starfsiið á skrifstofu sinni, þar af tvo viðskiptafræðinga. Samhliða eigin starfsemi veitir félagið Bílgreinasambandinu skrifstofuþjónustu. f Félagi stórkaupmanna eru tæplega 200 félagsmenn og er starf- semi þess mjög víðtæk. Hlutverk þess er að gæta hagsmuna heild- sala í hvívetna og veita þeim upplýsingar um kjarasamninga, lög og reglugerðir, sem að þessum atvinnurekstri snúa. Að sögn Jónasar Þórs Steinarssonar framkvæmdastjóra félagsins hefur starfsemin beinst æ meira að sérstökum hagsmunamálum innflytjenda og heildsala og sérgreinahópar innan féiagsins hafa haft sífellt veigameira hlutverki að gegna. Félagið gefur reglulega út fréttabréf og félagatal er gefið út árlega. Auk þess eru haldnir fræðslufundir og námskeið á vegum félagsins, þar sem meðal annars eru kynntar ýmsar nýjungar, sem að gagni mega koma, fjallað um ýmis atriði verðlags, — banka- og tollamál og hagræðingu. „Þau mál, sem við höfum mest barist fyrir, eru tollkrít og verð- lagsmál," sagði Jónas. „Við erum aðilar að Kjararáði verslunarinnar og komum þar fram sem fulltrúar heildsala í samningamálum.“ Heildarvelta félagsins var á síðasta ári rúmar 50 miljónir króna og voru liðlega 60% þess fjármagns félagsgjöld. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.