Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1980, Side 51

Frjáls verslun - 01.03.1980, Side 51
/ einum af mörgum fræðsluþáttum sjónvarps- ins um líf alþýðunnar í Ráðstjórnarríkjunum var um daginn viðtal við lestarstjóra. Hann var spurður að því, hvort hann fœri aldrei í verkfall. Lestarstjórinn fór að skellihlœja, og sagði að Sovétmenn þyrftu aldrei að fara í verkfall, því þar vœru allir ánœgðir. Líklega hefur maðurinn sagt satt, því nokkru síðar flaug sú frétt út um allan heim að maður í Moskvu hefði ekki verið ánœgður. Svo mikil áhrif hafði fréttin á þarlend yfirvöld að þau sendu manninn ásamt konu hans út í dreifbýlið í sóttkví. Af þessum fréttum má ráða að nú sé ein vísi- töluíbúð laus í Moskvu. Ég er nœrri þvi viss um að yfirvöldin þar mundu gera það fyrir hann GuðmundJ. að leyfa vísitölufjölskyldunni okkar að dveljast í íbúðinni að minnsta kosti á meðan Sakarof vœri að hressast. Við þyrftum ekkert að óttast að hún kœmi aftur, þvíþaðan komast víst fœrri en vilja. Þá er aðeins eftir að finna fjöl- skylduna. Þingmönnum var fyrir nokkru gefið 20 daga frí. Þar sem þeir eru allir sammála um að „það þyrfti að bœta hag hinna lægst launuðu og vinna bug á verðbólgunni“ hefðu þeir allir átt að nota tímann og fara að leita að fjölskyldunni, því ef þeir geta komið henni í burtu, gœtu þeir líklega verið í fríi áfram. Þá mætti segja við þingmenn- ina eins og Kjarval sagði við listamennina, sem hann bað að leita að týnda kettinum í vonda veðrinu. „Það eru litlarsem engar líkur til aðþið finnið köttinn, en það gœti vel verið að það yrði getið umykkur í blöðunum. “ Hádegisverður vísitölufjölskyldunnar 51

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.