Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1980, Page 55

Frjáls verslun - 01.03.1980, Page 55
ég og sonur minn getum látið þetta eða hitt eftir okkur, ég vil ekki að mér leiðist eftir að ég er hætt, mig langar til að halda áfram að lifa skemmtilegu lífi. Starfstengdar áhyggjur Stjórnandi fyrirtækis er yfirleitt sífellt með hugann við starfið. Við skrifborðið hefur hann bæði völd og áhrif. En þegar eitthvað fer úr böndunum í fyrirtækinu byrja áhyggjurnar fyrir alvöru. Flestir stjórnendanna höfðu ekki veru- legar áhyggjur af afköstum sínum við stjórnun en hinsvegar veruleg- ar áhyggjur af því að vera ekki í nægilega miklu áliti hjá yfirboður- um eða eigendum fyrirtækjanna, þeim er yfirleitt mjög í mun að halda þeirri stöðu að vera álitnir góðir stjórnendur þrátt fyrir það mikla vinnuálag og ábyrgð sem starfinu er samfara. Svo dæmi sé tekið: Aðeins 1% stjórnenda hafði áhyggjur af því að verða ekki fluttir í hærri stöðu, aðeins 1% stjórnenda hafði áhyggjur af samkeppni frá yngra fólki í stjórnkerfinu, 6% höfðu áhyggjur af því að verða settir á eftirlaun fyrir tímann eða beinlínis reknir úr starfi önnur 6% höfðu áhyggjur af því að þeir stæðu sig ekki nógu vel í starfinu. Hinsvegar voru það hvorki meira né minna en 20% stjórnendanna sem höfðu áhyggjur af því að staðna í starfinu og 19% höfðu áhyggjur af því að vörur fyrirtækisins væru ekki nægilega góðar. 16% höfðu áhyggjur vegna þess að þeim gekk erfiðlega að halda tímaáætlun og 12% vegna þess að þeim tækist ekki að hanga með í örri tækniþróun. 55

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.