Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Qupperneq 9

Frjáls verslun - 01.04.1981, Qupperneq 9
Sölu- og markaðsfulltrúi hjá Eimskip Árni Rafnsson hefur verið ráðinn sölu- og markaðs- fulltrúi hjá Eimskipafélagi íslands og tók hann við því starfi 1. mars sl. Árni var áð- ur markaðsfulltrúi iðnaðar- deildar Sambandsins og vann aö störfum við útflutn- ing ásamt ýmsum áætlana- verkefnum vegna innan- landsstarfseminnar. Árni er Reykvíkingur, fæddur26. sept. 1952. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1973 og stundaði síðan kennslu í Hagaskóla í eitt misseri. Þá tók við nám í viðskiptafræði við Háskóla islands 1974 til 1978. Á háskólaárunum vann Árni með náminu og starfaði fyrst í bókhaldsdeild Sambandsins en síðan við almenn sölustörf hjá Páli Þorgeirssyni og Co. Mark- aðsfulltrúi hjá iðnaðardeild Sambandsins varð hann að loknu námi í viðskiptafræði vorið 1978. í nýja starfinu hjá Eimskip hefur Árni samskipti annars vegar við innlenda aðila sem flytja út vörur með félaginu og hins vegar við umboðs- mennina erlendis sem sjá um að koma vörunum hing- að til lands og héðan í áfangastað erlendis — nær eða fjær. Um nýja starfið sagði Árni að sér litist vel á það. ,,Það er sambærilegt starf og ég gegndi áður, en atburða- rásin er hraðari hér. I iðnaði miðast salan við eitt tímabil ársins og allur tímin fer í undirbúning þess. Hér eru verkefnin stöðugt fyrir hendi — og fara sífellt vaxandi." Steindór á Esju til Cargolux Steindór Ólafsson hefur verið ráðinn í framkvæmda- stjórastöðu hjá fraktflugfé- laginu Cargolux, sem að- setur hefur í Luxemborg. Steindór hefur verið hótel- stjóri á Hótel Esju í tæp tvö ár, en aðstoðarhótelstjóri frá sumri 1976. Tekur hann við hinu nýja starfi 1. júní. Steindór er Reykvíkingur, fæddur 22. ágúst 1936. Hann útskrifaðist frá Verzl- unarskóla Islands árið 1955 og fór að því loknu til Eng- lands þar sem hann var ár- langt við nám í ensku, versl- unarfræði og hagfræði við London Academy. Eftir heimkomuna í árs- byrjun 1957 réðst Steindór til Flugfélags (slands, og næstu 17 árin voru störf hans öll á vettvangi flug- reksturs — að undanskyldu einu ári sem hann starfaði hjá Sendiráði Bandaríkj- anna í Reykjavík. Hjá Flug- félagi Islands var hann í tvö ár og gegndi skrifstofu- og bókhaldsstörfum en síðan farþega- og flugafgreiðslu, bæði heima og i London. Þá tók við hálft sjötta ár hjá Pan American flugfélaginu á Keflavíkurflugvelli, en í ársbyrjun 1966 hóf hann störf í bókhaldsdeild Loft- leiða. Tæpum fjórum árum síðar tók hann aftur við störfum hjá Pan American á Keflavíkurflugvelli og var framkvæmdastjóri félagsins á (slandi frá 1972 til maíloka 1974, er félagið lagði niður rekstur sinn á l'slandi. Hjá Flugleiðum hefur Steindór starfað frá sumri 1974 er hann var ráöinn sölustjóri fyrir Hótel Loft- leiðir og Hótel Esju og gegndi jafnframt störfum aðalbókara Hótels Esju. Steindór kvaðst vera áhugasamur að takast á við ný verkefni í starfinu hjá Cargolux, því þótt hann hefði um langt árabil unnið við tlugrekstur væri það nýtt fyrir sig aö hér væri ein- göngu um sölu á frakt að ræða. „Mér hefur líka mjög vel vinnan hér á hótelinu," bætti hann við. „Þetta var nýtt fyrir mér þegar ég byrj- aði, en ég hef haft miög gaman af starfinu og sé í raun og veru eftir því og samstarfinu við sérstaklega gott fólk. Framkvæmdastjóri ráðinn til Alfa Ólafur Þorsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Alfa hljómplötufyrir- tækisins og hóf störf þar í febrúar sl. Hann var áður sölustjóri hjá Landvélum hf. Ólafur er fæddur í Reykjavík 9. apríl 1945. Hann er lærður útvarpsvirki og að námi loknu starfaði hann í fimm ár við mæla- og rafeindadeild íslenska álfé- lagsins. Því næst varð hann sölumaður hjá Gunnari Ás- geirssyni og starfaði þar uns hann varð sölustjóri hjá Landvélum hf. Ólafur kvað mikið starf framundan hjá þeim. Fyrir- tækið væri nýtt — hóf starf- semi í nóvember 1980 — og er enn i mótun. „Fram- leiðslan er pressun á hljóm- plötum og upptaka á snældur (kassettur) fyrir út- gefendur," sagði hann, „en engin tiein sala fer hér fram." Taldi Ólafur að tals- vert mikið ætti eftir að gera áður en full afköst næðust. Að vísu væri framleiðslan nú um 1.000 hljómplötur á dag, en þau afköst næöust ekki nema með vaktavinnu þar sem unnið væri á tvískiptri vakt frá kl. 8 á morgnana til miðnættis. „En miðað við vélakost og annað og venjulegan vinnutíma er framleiðslugeta fyrirtækis- ins allt að 300.000 plötur á ári — og að því er stefnt," sagði Ólafur að lokum. 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.