Frjáls verslun - 01.04.1981, Qupperneq 9
Sölu- og
markaðsfulltrúi
hjá Eimskip
Árni Rafnsson hefur verið
ráðinn sölu- og markaðs-
fulltrúi hjá Eimskipafélagi
íslands og tók hann við því
starfi 1. mars sl. Árni var áð-
ur markaðsfulltrúi iðnaðar-
deildar Sambandsins og
vann aö störfum við útflutn-
ing ásamt ýmsum áætlana-
verkefnum vegna innan-
landsstarfseminnar.
Árni er Reykvíkingur,
fæddur26. sept. 1952. Hann
varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1973
og stundaði síðan kennslu í
Hagaskóla í eitt misseri. Þá
tók við nám í viðskiptafræði
við Háskóla islands 1974 til
1978. Á háskólaárunum
vann Árni með náminu og
starfaði fyrst í bókhaldsdeild
Sambandsins en síðan við
almenn sölustörf hjá Páli
Þorgeirssyni og Co. Mark-
aðsfulltrúi hjá iðnaðardeild
Sambandsins varð hann að
loknu námi í viðskiptafræði
vorið 1978.
í nýja starfinu hjá Eimskip
hefur Árni samskipti annars
vegar við innlenda aðila sem
flytja út vörur með félaginu
og hins vegar við umboðs-
mennina erlendis sem sjá
um að koma vörunum hing-
að til lands og héðan í
áfangastað erlendis — nær
eða fjær.
Um nýja starfið sagði Árni
að sér litist vel á það. ,,Það
er sambærilegt starf og ég
gegndi áður, en atburða-
rásin er hraðari hér. I iðnaði
miðast salan við eitt tímabil
ársins og allur tímin fer í
undirbúning þess. Hér eru
verkefnin stöðugt fyrir hendi
— og fara sífellt vaxandi."
Steindór á
Esju til
Cargolux
Steindór Ólafsson hefur
verið ráðinn í framkvæmda-
stjórastöðu hjá fraktflugfé-
laginu Cargolux, sem að-
setur hefur í Luxemborg.
Steindór hefur verið hótel-
stjóri á Hótel Esju í tæp tvö
ár, en aðstoðarhótelstjóri
frá sumri 1976. Tekur hann
við hinu nýja starfi 1. júní.
Steindór er Reykvíkingur,
fæddur 22. ágúst 1936.
Hann útskrifaðist frá Verzl-
unarskóla Islands árið 1955
og fór að því loknu til Eng-
lands þar sem hann var ár-
langt við nám í ensku, versl-
unarfræði og hagfræði við
London Academy.
Eftir heimkomuna í árs-
byrjun 1957 réðst Steindór
til Flugfélags (slands, og
næstu 17 árin voru störf
hans öll á vettvangi flug-
reksturs — að undanskyldu
einu ári sem hann starfaði
hjá Sendiráði Bandaríkj-
anna í Reykjavík. Hjá Flug-
félagi Islands var hann í tvö
ár og gegndi skrifstofu- og
bókhaldsstörfum en síðan
farþega- og flugafgreiðslu,
bæði heima og i London. Þá
tók við hálft sjötta ár hjá
Pan American flugfélaginu
á Keflavíkurflugvelli, en í
ársbyrjun 1966 hóf hann
störf í bókhaldsdeild Loft-
leiða. Tæpum fjórum árum
síðar tók hann aftur við
störfum hjá Pan American á
Keflavíkurflugvelli og var
framkvæmdastjóri félagsins
á (slandi frá 1972 til maíloka
1974, er félagið lagði niður
rekstur sinn á l'slandi.
Hjá Flugleiðum hefur
Steindór starfað frá sumri
1974 er hann var ráöinn
sölustjóri fyrir Hótel Loft-
leiðir og Hótel Esju og
gegndi jafnframt störfum
aðalbókara Hótels Esju.
Steindór kvaðst vera
áhugasamur að takast á við
ný verkefni í starfinu hjá
Cargolux, því þótt hann
hefði um langt árabil unnið
við tlugrekstur væri það nýtt
fyrir sig aö hér væri ein-
göngu um sölu á frakt að
ræða. „Mér hefur líka mjög
vel vinnan hér á hótelinu,"
bætti hann við. „Þetta var
nýtt fyrir mér þegar ég byrj-
aði, en ég hef haft miög
gaman af starfinu og sé í
raun og veru eftir því og
samstarfinu við sérstaklega
gott fólk.
Framkvæmdastjóri ráðinn til Alfa
Ólafur Þorsteinsson hefur
verið ráðinn framkvæmda-
stjóri Alfa hljómplötufyrir-
tækisins og hóf störf þar í
febrúar sl. Hann var áður
sölustjóri hjá Landvélum hf.
Ólafur er fæddur í
Reykjavík 9. apríl 1945.
Hann er lærður útvarpsvirki
og að námi loknu starfaði
hann í fimm ár við mæla- og
rafeindadeild íslenska álfé-
lagsins. Því næst varð hann
sölumaður hjá Gunnari Ás-
geirssyni og starfaði þar uns
hann varð sölustjóri hjá
Landvélum hf.
Ólafur kvað mikið starf
framundan hjá þeim. Fyrir-
tækið væri nýtt — hóf starf-
semi í nóvember 1980 — og
er enn i mótun. „Fram-
leiðslan er pressun á hljóm-
plötum og upptaka á
snældur (kassettur) fyrir út-
gefendur," sagði hann, „en
engin tiein sala fer hér
fram." Taldi Ólafur að tals-
vert mikið ætti eftir að gera
áður en full afköst næðust.
Að vísu væri framleiðslan nú
um 1.000 hljómplötur á dag,
en þau afköst næöust ekki
nema með vaktavinnu þar
sem unnið væri á tvískiptri
vakt frá kl. 8 á morgnana til
miðnættis. „En miðað við
vélakost og annað og
venjulegan vinnutíma er
framleiðslugeta fyrirtækis-
ins allt að 300.000 plötur á
ári — og að því er stefnt,"
sagði Ólafur að lokum.
9