Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Page 12

Frjáls verslun - 01.04.1981, Page 12
GissurSigurðsson IIMIMLEIMT Farmgjaldastríðið helst uppboðsmar Ört harðnandi samkeppni ís- lensku skipafélaganna um stykkjavöruflutninga til og frá landinu sl. tvö ár, virðist hafa leitt félögin í sjálfheldu. Stykkjavöru- flutningar eru háðir verðlags- ákvæðum og fengu félögin ekki nema 4 prósent meðalhækkun farmgjalda á síðasta ári, í erlend- um gjaldeyri. Þakið á farmgjöld- um er þannig orðið óþægilega lágt um leið og gólfið er dottið úr vegna hinnar miklu samkeppni. Það hefur m.a. leitt til hallarekst- urs félaganna og má í því sam- bandi geta þess að halli Eimskipa á síðasta ári nam 25 milljónum króna, sem er um það bil sama tala og félagið varði ígengistap og vexti. Hafskip hafa birt ýmsar tölur úr rekstri sínum nema þær sem sýna tap eða ágóða. Af greina rgerð félagsins til Verðlagsráðs nýverið, má þó ráða að um umtalsverðan halla sé að ræða hjá félaginu. Þar stendur að Ijóst sé að um mikið rekstrartap verði að ræða hjá verslunarskipaútgerðinni í heild, m.a. vegna 15% gengistaps af brúttórekstrartekjum. Þessi tala er mjög sambærileg við tölur Eimskipa um sama gjaldalið, en útkoma Skipadeildar Sambands- ins er enn á huldu. Telja má þó fullvíst að deildin hafi einnig verið rekin með halla í fyrra. Eimskip, Hafskip og Skipadeild SÍS keppa hart á 12

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.