Frjáls verslun - 01.04.1981, Síða 17
Gissur Sigurðsson
tinnlent
Tími litlu skipafélaganna
virðist liðinn
Ef litið er á markaðsaðstæður ís-
lenskrar kaupskipaútgerðar kemur í
Ijós að allt frá 1914 þegar Elmsklpa-
félag fslands (Elmskip) varð til með
12.000 hluthafa að bakhjarli, var vart
um samkeppni að ræða fyrr en Eim-
sklpafélag Reykjavíkur var stofnað
1932. Það félag eignaðist tvö skip,
öskju og Kötlu, en Kveldúlfur keyptl
annað skipið 1942 en Eimskip hitt
1945. Þrem árum síðar keypti Eim-
skipafélag Reykjavíkur enn eitt skip,
en það var aðallega í siglingum er-
lendis og jók ekki á samkeppni hér
innanlands. Þar kom að útgerð fé-
lagsins varð nátengd rekstri Eim-
skips og hefur það nú nýlega hætt
allri útgerð.
Árið 1946 kom svo Skipadeild S(S
til skjalanna, en skip deildarinnar
stunduðu aðallega flutninga á heil-
förmum til og frá landinu auk þess,
sem þau voru oft í leigusiglingum er-
lendis. Fljótlega keypti deildin þó
frystiskip og varð þá um leið skæðari
keppinautur Eimskips.
Ári eftir stofnun Skipadeildar S(S,
eða 1947, urðu Jöklar til. Hóf fyrir-
tækið rekstur tveggja lítilla frysti-
skipa. Upp úr 1960 varð mikil gróska í
rekstri þess, sem byggðist á flutn-
ingum með frosinn fisk út í stórum
afkastamiklum skipum en heilfarma
heim. Undir miðjan sjöunda áratug-
inn tókst Eimskip að undirbjóða
Jökla þannig að þeir treystu sér ekki
til að mæta samkeppninni og varð
það til að Eimskip yfirtók nær alla
flutninga á frystum fiski. Jöklar eiga
nú eitt frystiskip, Hofsjökul, sem
Eimskip hefur á leigu og sér um
reksturinn á.
Um það bil, sem Eimskip náði til sín
flutningum Jökla tóku ýmis smáfélög
að skjóta upp kollinum. Þessi félög
náðu sér nokkurri markaðshlutdeild,
yfirleitt með því að undirbjóða Eim-
skip. Er það athyglisvert að fæstir
töldu ástæðu til að gera athuga-
semdir við það þó svo að um sama
leyti voru hafðar uppi miklarásakanir
á hendur Eimskipafélagsmönnum
fyrir að beita Jökla undirboðum og
bolabrögðum.
En hvað sem ásökunum um bola-
brögð líður þá virðist sem mikil harka
hafi verið farin að færast í sam-
keppnina um þetta leyti og það meiri
harka en menn höfðu áður upplifað.
17