Frjáls verslun - 01.04.1981, Page 32
Frídagur verzlunarmanna 1896. Hornaflokkur á Lækjartorgi.
Fyrsta verzlunarmannafélagið:
Reykjavíks Handelsforening —
aldönsk stofnun kaupmanna og
verzlunarstjóra
Úr grein Guöbrands Jónssonar, prófessors, á 50 ára afmæli V. R.
Ekki er kunnugt, hvenær hið
fyrsta verzlunarmannafélag í
Reykjavík var stofnað, en það
hlýtur að hafa verið fyrir 24. nó-
vember 1867, og hefir að líkindum
verið eftir mitt sumar 1864, þó að
vísu sé ekki útilokað, að það hafi
verið fyrr.
Félag þetta var með þeim einkenn-
um, að það var aldönsk stofnun,
enda bar það heitið „Reykjavíks
Handelsforening", og að í því gátu
ekki verið nema kaupmenn og
verzlunarstjórar. Af þessu er bert,
að þessum mönnum hafi þótt
verzlunarþjónar vera sér miklu
síðri að ágætum og virðingu.
Félag þetta mun hafa starfað eitt-
hvað fram um eða eftir 1880.
Nokkrum árum seinna kemur
það glögglega fram, að þetta var
hinn sanni andi félagsins, andi út-
úrboruháttar og misskilnings á
eðli verzlunarmennskunnar. Fyrir
forgöngu Hans Theodor August
Thomsens (1834-1899), hins
merkasta manns, tók félagið sig
upp af eyrinni og stofnaði 24. nó-
vember og 12. desember 1867
styrktar- og sjúkrasjóð, og hét
hann í upphafi „Reykjavíks
Handelsforenings Understöttels-
es- og Sygekasse", og verður
naumast sett út á það, þó heitið
væri danskt, þar sem helmingur
stofnenda var danskur, og Reykja-
vík þá mátti heita fullkomlega
danskur bær. Meðlimir sjóðsins
voru tvennskonar, annars vegar
atkvæðisbærir aðalmeðlimir, og
gátu það eingöngu verið meölimir
,,Handelsforeningen“, það er að
segja kaupmenn og verzlunar-
stjórar, og svo atkvæðislausir
aukameðlimir (Interessenter), sem
gátu fengið styrk úr sjóðnum og
greiddu honum sama gjald og
aðalmeðlimirnir, en það gátu verið
,,alle andre af Handelsstanden",
það er að segja allir, sem störfuðu
að verzlun á einn eða annan hátt.
32