Frjáls verslun - 01.04.1981, Síða 48
„Þeir fá góða einkunn
— segir forstöðumaður
Iðnaðardeildar Sambandsins
„Við flytjum geysimikið með
Flugfrakt“, segir Fljörtur Eiríks-
son, forstöðumaður Iðnaðar-
deildar Sambandsins. „Meiri-
hlutinn af ullarfatnaðinum fer í
flugi og einnig töluvert af vefn-
aðar- og skinnavörum, og þetta
gengur mjög vel.
Það er höfuðmál fyrir okkur að
varan komist á áfangastað tím-
anlega, annars værum við ekki að
senda hana í flugi. Við erum
háðir ákveðnum markaðs tíma-
setningum, þótt ekki séu nú
miklar sveiflur í okkar vörum á
milli ára.
Okkar menn í Þýskalandi segja
að við séum komnir með klassiska
vöru og salan verði jafn góð eftir
tuttugu ár og hún er í dag. En við
þurfum að koma þessu frá okkur
hratt og örugglega, á sýningar og
fyrir viss sölutímabil.
Flugfrakt hefur flutt vörur
okkar bæði til Chicago, New
York, Bretlands og Dannierkur
og ég get gefið þeim góða eink-
unn“.
,55
„Orugg þjónusta’
— segir þjónustustjóri Bflaborgar hf.
„Með stóraukinni sölu bíla og
þungavinnutækja, á undanförn-
um árum, hefur varahlutalager
Bílaborgar hf. farið ört vaxandi",
segir Jóhann Ólafur Ársælsson,
þjónustustjóri Bílaborgar, sem
flytur inn Mazda bílana vinsælu.
„Til að tryggja viðskiptavinum
örugga varahlutaþjónustu er
mikilvægt að samgöngumálin séu
í góðu lagi. Bílaborg notfærir sér
því þá góðu og öruggu þjónustu
sem Flugfrakt býður uppá, þegar
niikið liggur við eða um neyðar-
sendingar er að ræða“.
48