Frjáls verslun - 01.04.1981, Qupperneq 49
Vilhjálmur Þ. Gíslason:
Verslunarskólinn
og V. R.
Milli Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur og Verzlunarskólans
hefur lengi verið vinátta og sam-
starf. Stofnun skólans hafði verið
rædd ,,ár eftir ár“ í Verzlunar-
mannafélaginu, segir í fyrstu skóla-
skýrslunni. Nefnd var sett í málið í
félaginu og fyrir atbeina hennar
var haldinn sameiginlegur fundur
Verzlunarmannafélagsins og
Kaupmannafélagsins. Sú nefnd
kom sér saman um tillögur til
framkvæmda og upp úr þessu var
Verzlunarskólinn stofnaður. ,,Það
var öllum þá Ijóst orðiö, að svo fjöl-
menn stétt manna sem verzlunar-
stétt landsins, þyrfti að eiga kost á
að fá sérmenntun sína á sérstakri,
fastri stofnun, og að landssjóði
bæri að styrkja slíka stofnun eins
ríkulega að sínu leyti og aðrar sér-
fræðistofnanir fyrir atvinnurek-
endur, svo sem skipstjórnarmenn,
iðnaðarmenn o. s. frv. Ferðir til að
sækja verzlunarskóla erlendis
yrðu ávallt svo dýrar, að það gæti
aldrei orðið nema örfárra manna
færi að leita þeirra úrræða. Auk
þess hafa slíkar utanfarir á mjög
ungum aldri reynzt íslenzkum
námsmönnum misjafnlega hollar;
og loks þótti rétt vera, að í hverju
landi væri tekið sérstakt tillit til
hags og ástands þar við kennsl-
una." Þettaertekið úrgreinargerð
þeirra manna sem stofnuðu skól-
ann.
Stofnár hans er talið 1905. Þá
byrjaði hann að starfa á þeim
grundvelli, sem síðan hefur verið
byggt á. Verzlunarkennslan er
samt eldri og þá kennslu má telja
beinan undanfara Verzlunarskól-
ans, ef ekki þátt í sögu skólans
sjálfs. Kennslan var þá að vísu
óregluleg og stopul, en námskeið-
in, sem þá voru haldin, virðast, að
minnsta kosti öðru hvoru, beinlín-
is hafa verið kölluð Verzlunarskóli.
Áreiðanlegar og nægilega ítarleg-
ar upplýsingar um þessa kennslu
hafa ekki enn fengist, en vitað er
um ýmsa ágæta menn, sem nutu
þessarar kennslu.
Verzlunarskólinn hlaut styrk frá
alþingi undir eins 1905, en tók
annars skólagjald af nemendum,
fyrst 10 kr. á ári, en svo 20 kr.
Annars segir svo í fyrstu skóla-
Húslft Vinamlnnl I Mjóstræti, þar sem Verzlunarskólinn nafoi aosetur fyrsta áriö.
49