Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Síða 51

Frjáls verslun - 01.04.1981, Síða 51
Vilhjálmur Þ. Gíslason skýrslunni: „Nefndin hefði ekki treyst sér til að halda skólanum uppi eða byrja hann, ef hún hefði ekki notið fjárstyrks frá verzlunar- stéttinni og haft vilyrði allmargra þingmanna um aukinn styrk á næsta þingi.“ í fyrstu stjórn skól- ans sátu þeir D. Thomsen, sem var formaður, Sighvatur Bjarnason, B. H. Bjarnason, Jón Ólafsson og Karl Nikulásson, en skólastjóri var Ólafur G. Eyjólfsson. Fyrsta árið voru í skólanum 47 nemendur, en annað árið 71. Byrj- að var á því að kenna íslenzku, ensku, dönsku, þýsku, reikning og bókfærslu, en fljótlega var bætt við verzlunarlöggjöf, viðskiptafræði og verzlunarlandafræði. Verzlunarmannafélagið og Kaupmannafélagið lögðu skólan- um árlegan styrk fyrst f raman af og einstakir menn úr þeim lögðu hon- um einnig fé. Af slíkum framlögum var stofnaður húsbyggingarsjóður þegar á þriðja ári og nemendur létu þá einnig til skarar skríða og stofnuðu nemendasjóð vorið 1908. Verzlunarmannafélagið mun hafa lagt skólanum beinan styrk fyrstu árin, en í skýrslu skóla- stjórnarinnar 1911-12, segir: „Verzlunarmannafélagið hefur ekkert stutt,“ en Kaupmanna- félagið hélt enn um skeið áfram tillögum sínum, 100-200 kr. á ári og 500 kr„ þegar kom fram á heim- styrjaldarárin. Auk þess lögðu ein- stakir kaupmenn fram fé, sem oft var meira; 1916-17 t. d.: „Kaup- mannafélagið (gjafir frá verzlunar- stéttinni) kr. 3777,61." Hallinn á skólarekstrinum var á þessum ár- um oft og fram að 1931 jafnaður með árlegum samskotum kaup- sýslumanna, og virðast það oft hafa verið sömu mennirnir og ekki margir, sem tóku þetta á sig. Um 1930 var ákveðið að reyna að koma fjármálum skólans í nýtt horf með því að sjá honum fyrir sínu eigin húsi. Garðar Gíslason var þá formaður skólanefndar og gekkst fyrir því, ásamt fleiri mönnum, að hrinda málinu fram, og var þá keypt skólahúsið við Grundarstíg. Við þau mál kom Verzlunar- mannafélagið enn, eða fulltrúi þess, og átti Egill Guttormsson mikinn þátt í flutningi skólans eftir þessi kaup. Ekki var fyrst notaður nema hluti af húsinu undir skóla, en síðan allt húsið, er nemenda- fjöldi óx ört. Skólinn starfaði í tveimur deild- um fram til ársins 1926-27, þá um haustið varð hann þriggja ára skóli, og fjögurra ára skóli frá haustinu 1935.Árið 1933 varstofn- uð framhaldsdeild fyrir nemendur útskrifaða úr 4. bekk, og var kennt þar á svipaðan hátt og í verzlunar- háskólum. Einstök sérnámsskeið voru einnig haldin. Reglugerð fyrir lærdómsdeild var staðfest 1942 og fyrstu stúdenta sína brautskráði skólinn 1945. Elís Ó. Guðmundsson kennir vélritun árið 1937. Fyrstu stúdentarnir, sem útskrifuðust frá Verzlunarskóla íslands árið 1945. Frá vinstri: Jón Ó. Hjörleifsson, Helgi Hjartarson, Gísli Guðlaugsson, Valgarð Briem, Óskar Kristjánsson, Árni J. Fannberg og Karl Bergmann. 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.