Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Síða 64

Frjáls verslun - 01.04.1981, Síða 64
Meö starfsemi Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur í áranna rás hefur þetta viðhorf nokkuð breytzt. Við höfum staðið viö hlið- ina á öðrum stéttum og sýnt fullan skilning á kjörum þeirra. Fólk í for- ystu annarra launþegafélaga hef- ur á sama hátt sýnt okkur fullan skilning. Þannig hefur afstaða annarra hópa til félaga í verzlunarmanna- félaginu breytzt frá þeim tíma t. d. þegar forystumenn annarra félaga ætluðu að meina verzlunarfólki aðgang að Alþýðusambandi ís- lands af því að við værum ekki sams konar launþegar og þeir. Ár- ið 1960 var okkur synjað um aðild að ASÍ og kærðum við þá niður- stöðu til félagsdóms, sem kvað upp úrskurð fyrir Alþýðusam- bandsþingið 1962. Meirihluti dómsins komst að þeirri niður- stöðu að samkvæmt vinnulöggjöf- inni ættum við fullan rétt á að ger- ast fullgildir aðilar að ASÍ. Við kus- um okkar fulltrúa en þá gerðist það að þeir fengu aðgang að þing- inu með málfrelsi en ekki atkvæð- isrétti. Þeir menn, sem stóðu að þessari valdníðslu iðrast gerða sinna og vilja helzt að málið falli I gleymsku. Við komum síðan sem fullgildir aðilar að ASÍ inn á þing þess 1964. Nú standa mál þannig að bæði forseti ASÍ og varaforseti koma úr röðum verzlunarmanna. - Teluröu að þessi forsaga Verzlunarmannafélags Reykjavik- ur sem félags vinnuveitenda og launþega hafi mótaö samstarf þessara hagsmunahópa þannig aö þaö sé nánara og meö öörum hætti en almenntgerist ísamskipt- um atvinnurekenda og verkalýös- félaga? — Ég erekki fráþví. Þaðskapað- ist margs konar samvinna og sam- hugur milli hagsmunaaðila í verzl- uninni um framkvæmd ýmissa framfaramála. Fyrir mörgum ára- tugum var t. d. rætt innan Verzlun- armannafélagsins um stofnun verzlunarbanka. Þannig er einnig um margháttuð löggjafaratriði, sem tryggja hagsmuni beggja, vinnuveitendanna og launþega. Áður fyrr var mjög mikið um mál- fundi á vegum félagsins. Bæði vinnuveitendur og launþegar í verzluninni ræddu sín áhugamál á einum og sama vettvangi. Þessi samhugur hvarf alls ekki eftir að eðli V. R. breyttist. Félagar í V. R. hafa sennilegabeturenýmsiraðrir launþegar gert sér grein fyrir að það er um sameiginlega hagsmuni vinnuveitendanna og launþega að ræða. Hagurfyrirtækisinserhagur launþegans. - Áttu von á aö þessi samskipti geti oröiö meö nokkuð svipuöum hætti framvegis eöa er ef til vill óumflýjanlegt aö kjarabarátta al- mennt á vinnumarkaöinum fari harönandi og V. R. veröi engin undantekning þar frá? - Það er mjög erfitt að spá um þetta. Einhvern veginn finnst mér þó að harkan í kjaramálunum hafi ekki verið meiri nú síðustu árin en oft áður nema síður sé. Menn reyna alveg til þrautar að ná samn- ingum án þess að til verkfalla komi. Til slíkra aðgerða er ekki gripið fyrr en allt um þrýtur. Samn- ingarnir hafa tekið á sig nokkuð annan svip upp á siðkastið en var oft áður. Það er samið á breiðari grundvelli en áður. Félagsmála- pökkunum hefur fjölgað, en við megum gæta okkar á að ganga ekki of langt í þeim efnum. Það er ástæða til að staldra við þegar tugi atriða á að leysa með aðgerðum á hinum svokallaða félagslega grundvelli. Guðmundi H. Garðarssyni þökkuð farsæl störf í þágu V. R. Á aðalfundi V. R., sem haldinn var 26. marz sl. var Guðmundi H. Garðarssyni þakkað mikið og heilladrjúgt starf í þágu Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, en Guðmundur gekk nú úr stjórn félagsins eftir að hafa gegntformennsku undan- farin 23 ár. Á þeim tíma hafa orðið stórfelldar framfarir í félagsstarfi V. R. og það mótað sem eitt stærsta og öflugasta launþegafélag í landinu. Guðmundur hefur verið meðal helztu forystumanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna, sem er einn öflugasti iífeyrissjóður landsins. V. R-félagar á aðal- fundi risu úr sætum og heiðruðu Guðmund og hrópuðu fer- falt húrra fyrir honum. 64
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.