Frjáls verslun - 01.04.1981, Síða 64
Meö starfsemi Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur í áranna
rás hefur þetta viðhorf nokkuð
breytzt. Við höfum staðið viö hlið-
ina á öðrum stéttum og sýnt fullan
skilning á kjörum þeirra. Fólk í for-
ystu annarra launþegafélaga hef-
ur á sama hátt sýnt okkur fullan
skilning.
Þannig hefur afstaða annarra
hópa til félaga í verzlunarmanna-
félaginu breytzt frá þeim tíma t. d.
þegar forystumenn annarra félaga
ætluðu að meina verzlunarfólki
aðgang að Alþýðusambandi ís-
lands af því að við værum ekki
sams konar launþegar og þeir. Ár-
ið 1960 var okkur synjað um aðild
að ASÍ og kærðum við þá niður-
stöðu til félagsdóms, sem kvað
upp úrskurð fyrir Alþýðusam-
bandsþingið 1962. Meirihluti
dómsins komst að þeirri niður-
stöðu að samkvæmt vinnulöggjöf-
inni ættum við fullan rétt á að ger-
ast fullgildir aðilar að ASÍ. Við kus-
um okkar fulltrúa en þá gerðist
það að þeir fengu aðgang að þing-
inu með málfrelsi en ekki atkvæð-
isrétti. Þeir menn, sem stóðu að
þessari valdníðslu iðrast gerða
sinna og vilja helzt að málið falli I
gleymsku. Við komum síðan sem
fullgildir aðilar að ASÍ inn á þing
þess 1964. Nú standa mál þannig
að bæði forseti ASÍ og varaforseti
koma úr röðum verzlunarmanna.
- Teluröu að þessi forsaga
Verzlunarmannafélags Reykjavik-
ur sem félags vinnuveitenda og
launþega hafi mótaö samstarf
þessara hagsmunahópa þannig
aö þaö sé nánara og meö öörum
hætti en almenntgerist ísamskipt-
um atvinnurekenda og verkalýös-
félaga?
— Ég erekki fráþví. Þaðskapað-
ist margs konar samvinna og sam-
hugur milli hagsmunaaðila í verzl-
uninni um framkvæmd ýmissa
framfaramála. Fyrir mörgum ára-
tugum var t. d. rætt innan Verzlun-
armannafélagsins um stofnun
verzlunarbanka. Þannig er einnig
um margháttuð löggjafaratriði,
sem tryggja hagsmuni beggja,
vinnuveitendanna og launþega.
Áður fyrr var mjög mikið um mál-
fundi á vegum félagsins. Bæði
vinnuveitendur og launþegar í
verzluninni ræddu sín áhugamál á
einum og sama vettvangi. Þessi
samhugur hvarf alls ekki eftir að
eðli V. R. breyttist. Félagar í V. R.
hafa sennilegabeturenýmsiraðrir
launþegar gert sér grein fyrir að
það er um sameiginlega hagsmuni
vinnuveitendanna og launþega að
ræða. Hagurfyrirtækisinserhagur
launþegans.
- Áttu von á aö þessi samskipti
geti oröiö meö nokkuð svipuöum
hætti framvegis eöa er ef til vill
óumflýjanlegt aö kjarabarátta al-
mennt á vinnumarkaöinum fari
harönandi og V. R. veröi engin
undantekning þar frá?
- Það er mjög erfitt að spá um
þetta. Einhvern veginn finnst mér
þó að harkan í kjaramálunum hafi
ekki verið meiri nú síðustu árin en
oft áður nema síður sé. Menn
reyna alveg til þrautar að ná samn-
ingum án þess að til verkfalla
komi. Til slíkra aðgerða er ekki
gripið fyrr en allt um þrýtur. Samn-
ingarnir hafa tekið á sig nokkuð
annan svip upp á siðkastið en var
oft áður. Það er samið á breiðari
grundvelli en áður. Félagsmála-
pökkunum hefur fjölgað, en við
megum gæta okkar á að ganga
ekki of langt í þeim efnum. Það er
ástæða til að staldra við þegar tugi
atriða á að leysa með aðgerðum
á hinum svokallaða félagslega
grundvelli.
Guðmundi H. Garðarssyni þökkuð
farsæl störf í þágu V. R.
Á aðalfundi V. R., sem haldinn var 26. marz sl. var Guðmundi
H. Garðarssyni þakkað mikið og heilladrjúgt starf í þágu
Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, en Guðmundur gekk
nú úr stjórn félagsins eftir að hafa gegntformennsku undan-
farin 23 ár. Á þeim tíma hafa orðið stórfelldar framfarir í
félagsstarfi V. R. og það mótað sem eitt stærsta og öflugasta
launþegafélag í landinu. Guðmundur hefur verið meðal
helztu forystumanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna, sem
er einn öflugasti iífeyrissjóður landsins. V. R-félagar á aðal-
fundi risu úr sætum og heiðruðu Guðmund og hrópuðu fer-
falt húrra fyrir honum.
64