Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Page 73

Frjáls verslun - 01.04.1981, Page 73
á hvern hátt því verði haganleg- ast fyrir komið og hvaða hlutföll skuli gilda fyrir hluthafa þeirra um þátttöku í væntanlegu nýju félagi, og 3) gera athugun á því eftir föngum hver sparnaður geti orðið við sameininguna." Nefndin starfaði í nánu sam- bandi við flugfélögin og flugmála- stjórnina og aflaði margvíslegra upplýsinga um ofangreind atriði, m.a. varðandi reikningshald félag- anna, eignir og rekstur. Upphaf- lega var skilafrestur álits nefndar- innar 15. maí, en var síðan frestað til 10. des. 1951 vegna þess að upplýsingar bárust síðar en vænst hafði verió og einnig vegna við- ræðna milli félaganna sjálfra sem m.a. höfðu skipað eigin samn- inganefndir. Þýðingarmesti þátturinn í störf- um nefndarinnar varfyrsti liðurinn, enda byggðust möguleikarnir fyrir sameiningu félaganna á nióur- stöðum af þeirri athugun. Henni lauk með því að gildi eða vægi hlutabréfa og eigna beggja félaga komu jafnt út. Niðurstaöa um lög- legar hliðar í sambandi við sam- einingu félaganna og kostnað þar að lútandi var og afhent ráðuneyti og félögunum báðum sem grund- völlur til afnota viö framkvæmd sameiningar. Var þar mælt með samruna félaganna sem hefði í för með sér lægri kostnaö en ef tvö félög væru leyst upp og nýtt félag stofnað til að yfirtaka eignir þeirra og rekstur. Tölulega sparnaöar- áætlun treysti nefndin sér hins vegar ekki til að semja vegna þess að nauðsynleg úrvinnslugögn lægju ekki fyrir, en það var álit hennar að af sameiningu félag- anna myndi hljótast verulegur sparnaöur bæði fyrir félagið sjálft og frá þjóöhagslegu sjónarmiði. Benti hún í því sambandi á ,,betri nýtingu flugvélakosts, minni elds- neytisnotkun, minni varahluta- kostnað, færri áhafnir og viðgerð- armenn, lægri slysatryggingar og lendingargjöld. Lægri greiðslurtil umboösmanna og minni skrif- stofukostnaður úti á landi og er- lendis. Lækkaður reksturskostn- aöur bifreiöa, flugskýla, farþega- skýla og annarrar þjónustu á Reykjavíkurflugvelli og víðar og loks lækkaður skrifstofukostnaður í Reykjavík, kaupgjald, húsaleiga, símakostnaður, endurskoðun og lögfræðileg aðstoð, ferðakostn- aður, risna, auglýsingar o.fl." Flugleiðum innanlands skipt— Loftleiðir hætta innanlandsflugi Er hér var komið og fundir samninganefnda flugfélaganna stóðu enn yfir og hin ríkisskipaða sameiningarnefnd sat að störfum, barst flugfélögunum bréf frá sam- gönguráðuneytinu 19. nóv. 1951 þess efnis, að ráðuneytið mundi ekki hafa frekari afskipti af sam- einingu eða samvinnu félaganna, en ef ekkert samkomulag lægi fyrir í árslok mundi það „ákveða skipu- lagningu flugferða frá 1. janúar n.k." Svo fór og aö samkomulag náð- ist ekki fyrir þann tíma og bar þar margt til. Aö dómi flugmálastjóra voru Loftleiðamenn „nokkuð til- búnir til samninga", en meðal Flugfélagsmanna voru margir sem töldu framtíð Loftleiða ótrygga og því tæki ekki að sameina félögin. Skipting flugleiða innanlands milli flugfélaganna kom því til fram- kvæmda 29. jan. 1952. Var hún byggð á skýrslu frá skiptinganefnd sem ráðuneytið hafði þegar skipað 13. júní 1950. Þá nefnd skipuðu Birgir Kjaran hagfræðingur, Bald- vin Jónsson lögfræðingur og Þórður Björnsson fulltrúi saka- dómara. í skýrslu nefndarinnar sem skilað var 20. sept. 1950 segir m.a. að hún nái aðallega til skipt- ingar innanlandsflugleiða, en „álitamál hvort nauðsynlegt er að skipuleggja millilandaflugið til þess að tryggja betri nýtingu vél- anna, en hitt væri vafalaust ekki vanþörf að tryggja samvinnu fé- laganna um að halda uppi ákveðnum áætlunum." í framhaldi af þessu má geta þess að heildar- tala farþega Flugfélags íslands og Loftleiöa árið 1950 var 52.217, og skiptust þeir þannig aó innanlands voru farþegar 41.095, en milli landa 11.122. [ stórum dráttum var skipting innanlandsflugleiðanna þannig að Loftleiðir fengu flug milli Reykja- vikur og ísafjarðar og annarra staða á vestfjörðum og vestur- landi, til Siglufjarðar og til Vest- mannaeyja. i hlut Flugfélagsins kom flug milli Reykjavíkur og Akureyrar og annarra staða á norður- og austurlandi, ýmist frá Reykjavík eða Akureyri. Niðurstaðan var i stuttu máli sú að Loftleiðir töldu sig bera skarð- an hlut frá borði og treystu sér ekki til að halda uppi flugrekstri á þeim leiðum einum sem þeim voru út- hlutaðar. Því var það að stjórn fé- lagsins ákvað á fund 1. feb. 1952 aö hætta innanlandsflugrekstri og selja allan innanlandsflugflotann úr landi. Það voru sjö vélar, tvær Grumman Goose, ein Avro Anson, tvær DC-3 Dakota og tvær Katalínavélar. Síðasta innan- landsflug Loftleiða var til ísafjarðar 3 jan. 1952, en þangaö lá leið fyrsta áætlunarflugs félagsins 7. apríl 1944. Á þessum árum hafði félagið flutt allt að 80.000 farþega í innanlandsflugi og byggt upp margarflugleiðir, m.a. til ísafjarðar og Vestmannaeyja, en alls mun félagið á þessum árum hafa flogiö á 15 flugleiðum innanlands. Næstu mánuði lá allt flug Loft- leiða niðri og voru skoðanir skiptar um framhald flugreksturs og mikil átök innan stjórnarinnar. Utan- landsflugiö var ekki mikið að vöxt- um, því fram að þessu haföi ekki verið flogið nema til Kaupmanna- hafnar, New York, Glasgow og London. Skrifstofur erlendis voru tvær— í Kaupmannahöfn og New York — en umboðsaðili íHamborg og síðar þetta ár í Osló. Loks var ákveðiö að freista gæfunnar á millilandaflugleiðum einum. DC-4 Skymastervél var keypt frá Bandaríkjunum og önnur leigð frá Noregi. Og flugrekstur félagsins hófst á ný með fyrsta vikulega áætlunarfluginu til New York 12. júní 1952. Með tímanum fór að rofa til hjá Loftleiðum og má þar nefna tvennt sem hafði afgerandi áhrif. Annað var ákvöröun stjórnarinnar í janúar 1953 að bjóða lægri far- gjöld en aðrir á flugleiöinni yfir Atlantshaf með hæggengari vél- um, og hitt var flutningur enda- stöðvar Ameríkuflugsins í Evrópu frá Hamborg til Luxemborgar þar 73

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.