Frjáls verslun - 01.04.1981, Page 84
leiðslu hér. Þær hafa reynst end-
ast betur frá okkur en öðrum. Eins
er verið að athuga með dreka fyrir
netatrossur. Við teljum að iðnaður
tengdur sjávarútvegi eigi að geta
gengið vel hér á landi“, sagði
Björn.
Samkeppni í verslun er mikil í
ekki stærra byggðarlagi en Ólafs-
vík. Hið mikla veldi Kaupfélags
Borgfirðinga teygir sig til Ólafsvík-
ur, og reyndar enn vestar, eða til
Hellissands líka. Starfrækir Kaup-
félagið mikla verslun að Ólafs-
braut 20. Verslunin Hvammur er
líka myndarleg og vinsæl verslun
rekin af frjálsu framtaki. Þá
blómstra ýmsar sérverslanir eins
og Verslunin Vík sem leggur
megináherslu á tískuklæðnað
hverskonar.
Því er ekki að neita að hér skortir
enn á um nokkrar þjónustugrein-
ar, en geta skal þess sem vel er
gert. Til dæmis er Brauðgerð
Ólafsvíkur fyrirmyndarfyrirtæki og
nýtur mikilla vinsælda.
Kirkjan í Ólafsvík er mlkll bæjarprýðl
og stolt heimamanna, enda þykir
hönnun hennar og bygging hafa tekist
eindæma vel.
Hafnargerðin í Ólafsvík er nánast
eilífðarmál, en nú sést fyrir endann á
verulegum bótum.
Jóhannes S. Pétursson sveitarstjóri,
— hann stjórnar ásamt starfsmönnum
sínum ýmsum þeim verkþáttum sem
gera búsetu í Ólafsvík betri um
ókomna framtíð.
Bjöm Birglsson rennismiður, — þess-
ar netaskífur vilja þeir í Sindra fjölda-
framleiða og selja vítt og breitt um
iandið.
84