Frjáls verslun - 01.04.1981, Page 87
w
ÞAR RENNA MENN HYRU
AUGA „HINA HVÍTU OLÍU”
Svo kann að fara að Grundfirð-
ingar verði manna mest öfundaðir
á Snæfellsnesi áður en yfir lýkur.
Þar í bæ er nú borað eftir „hinni
hvítu olíu“, heita vatninu, og
menn eru vongóðir um að þeim
muni heppnast að hitta á vel heita
æð sem hitað gæti upp híbýli
manna í bænum auk fyrirtækj-
anna sem þar eru. Þegar frétta-
maður FV var á ferð þar vestra
voru jarðborunarmenn með
vonarglampa í augum, borinn
kominn á 180 metra dýpi og farið
að volgna verulega. Gera menn
sér nú vonir um hinn besta
árangur af öllu erfiðinu.
Grundarfjörður er bær sem
byggst hefur upp á örfáum ára-
tugum, og þá einkanlega núna
síöustu árin. Þar er gott atvinnu-
ástand, og þaö er gaman að fylgj-
ast meö því að í hvert skipti sem
maður kemur í bæinn má sjá ein-
hverja stórframkvæmdina komna í
gagnió. Eins og fleiri sjávarpláss
sjá menn fram á gott gatnakerfi í
næstu framtíó og ýmsar þjónustu-
stofnanir eru að rísa, t.d. sundlaug
komin í Grundarfirði (og þá sakar
ekki aö fá heita vatnið).
í Grundarfirði hafa nokkrar
stórar fiskvinnslustöðvar aðsetur
Bræðumir Páll og Soffanía* Cecllaaynlr velta 80—90 manna
atvinnu í frystihúsi slnu og eru næststærsti vinnuveitandinn
á staðnum.
Hýrleg ungmeyjarbros á bensfn og grelðasölunnl í Grundarflrðl.
O
SKIPSTJÓRASTÓLLINN,
SEM HÆFIR ÖLLUM SKIPUM.
SKIPPF.R má leggja saman.
SKIPPER vegur aðeins 34 kg.
SKIPPER er fóðraður með leðurlíki.
SKIPPER er hægt að snúa 360°
SKIPPER er mjög vandaður og
þægilegur — algjörlega ryðfrír.
Allar upplýsingar fást hjá okkur.
87