Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 7
Skilmálar um landnotkun
á hafnarsvæöinu eru settir í
lóðarsamninga til að tryggja
hagkvæma og óhindraða
hafnarstarfsemi.
Hafnarstjórn hefur í
lóðarsamningi fyrir Holta-
garð sett skilmála um starf-
semi á lóðinni. Rekstur
stórmarkaðs samræmist
ekki þeim skilmálum.
Samþykkt tillögu um opn-
un stórmarkaðs á hafnar-
svæðinu skapar fordæmi,
sem mun torvelda stjórnun í
landnotkun á hafnarsvæð-
inu.
Lagt er til að umsókn um
opnun stórmarkaðs í Holta-
görðum verði hafnað."
Þá hafði umferðarsér-
fræðingur Borgarskipulags,
Baldvin Baldvinsson, verk-
fræðingur, þetta um málið
að segja:
„Við mat á umsókn S.Í.S.
fyrir stórmarkað við Holta-
garða, þykir rétt að benda á
eftirfarandi:
— Landnotkun er ekki í
samræmi við Aðalskipulag
Reykjavíkur, en hún er for-
senda umferðarforsagnar
Aöalskipulagsins og hönn-
unar gatnakerfisins.
— Flutningsgeta gatna-
móta Elliðavogs og Holta-
vegar er í dag nægileg, en
samkvæmt umferðarfor-
sögn Aðalskipulagsins mun
umferð aukast verulega á
þessum gatnamótum á
næstu árum.
— Aukin hliðarumferð á
Elliðavogi mun rýra mögu-
leika hans til þess að gegna
því hlutverki, sem honum er
ætlað í Aðalskipulagi
Reykjavíkur.
— Staðsetning stór-
markaðs S.I'.S. á hafnar-
svæðinu er slæmt fordæmi
fyrir þá stýringu á landnotk-
un, sem telja verður nauð-
synlega í dag."
unarstörfum þurfa að glíma
við. Stjórnunarfélagið hefur
fengið konu frá Bandaríkj-
unum til að leiðbeina á
þessu námskeiði.
Að sögn Þórðar Sverris-
sonar framkvæmdastjóra
hefur aðsókn að námskeið-
um félagsins verið mjög góð
það sem af er vetri Dæmi
eru um það að færri hafi
komist að en vildu. Þannig
verður námskeið um tíma-
skipulagningu endurtekið í
mars. Leiðbeinandi á því
námskeiði var fenginn frá
Kaupmannahöfn.
Námskeið Stjórnunarfé-
lagsins eru öllum opin.
Leyfi fyrir sex
nýjum útibúum
á árinu
Samvinnubankinn opnaði
nýlega nýtt útibú á Selfossi.
Húsnæði bankans er
skemmtilega innréttað og á
annan hátt en menn eiga að
venjast í bönkum og gerir
það viðskiptin og þjónust-
una mun persónulegri.
Þrír ráðherrar veita leyfi
fyrir nýjum útibúum, við-
skiptaráðherra, landbún-
aðarráðherra (Búnaðar-
banki) og iðnaðarráðherra
(Iðnaðarbanki).
Leyfi hafa verið veitt fyrir
sex nýjum útibúum og af-
greiðslum á þessu ári, sem
ekki hafa tekið til starfa
ennþá.
Landsbankinn hefur
fengið leyfi fyrir nýju útibúi í
Verzlunarráð
íslands:
Stofnar réttar-
verndarsjóð til
varnarfrjálsu
atvinnulífi
STJÓRN Verzlunarráðs (s-
lands tilkynnti nýlega stofn-
un sérstaks réttarverndar-
sjóðs í vörslu ráðsins. Sam-
þykkt var reglugerð fyrir
sjóðinn á stjórnarfundi í
apríl sl. Tilgangurinn með
stofnun sjóðsins er að
hvetja einstaklinga og fyrir-
tæki til að leita réttar síns
fyrlr dómstólum, gagnvart
ákvörðunum stjórnvalda og
annarra opinberra aðila,
sem talið er að brjóti í bága
við ákvæði laga, reglugeröa
eða stjórnarskrár, og einnig
valdníðslu hverskonar.
[ samtali við Frjálsa
Árni Árnason
framkvæmdastjóri
Verzlunarráðs, að til sjóðs-
ins hefði verið stofnað af
brýnni þörf, „Vegna marg-
víslegra opinberra afskipta
hefur okkur fundist að at-
vinnulífið eigi stundum
undir högg að sækja gagn-
vart opinberum aðilum í
ákvörðunum þeirra og laga-
setningum og slíku," sagði
Árni. „Hins vegar hefur
okkur fundist að menn
skirrist við að leita réttar síns
og láti reyna á grundvallar-
atriði, þegar kostnaður því
samfara getur verið veru-
legur og ávinningurinn
hugsanlega lítill. Því vildum
við stofna til svona sjóðs,
þannig að hann væri til og
menn gætu aukið við fram-
lag okkar. Við viljum hvetja
menn til að leita réttar síns,
og styrkja menn sem vilja
gera það, bjóða þeim að-
stoð," sagði Árni.
„Viö höfum fengið fram-
lög í sjóðinn, ekki mikið að
vísu, enda höfum viö ekki
verið duglegir að leita eftir
framlögum. Eitt mál er í
undirbúningi þar sem reynt
verður á grundvallarspurn-
ingar, í sambandi við skatt-
lagningu. Þar er spurningin
sú hvort löggjafarvaldið geti
framselt skattheimtuheim-
ildir þrátt fyrir ótvíræð
ákvæði í stjórnarskrá, aö því
er okkur virðist, um að ekki
sé heimilt að breyta sköttum
eða leggja þá án þess að lög
komi til," sagði Árni
Árnason.
Til Réttarverndarsjóðsins
var stofnað með 5000 króna
stofnframlagi af hálfu
Verzlunarráðsins og segir í
fréttabréfi ráðsins að það
vilji hvetja einstaklinga og
fyrirtæki til að efla sjóðinn til
að hann megi verða frjálsu
atvinnulífi öflug vörn gegn
meintum ólögmætum at-
höfnum og aðgerðum hins
opinbera.
Breiðholti (Mjóddinni), Bún-
aðarbankinn í Seljahverfi í
Breiðholti, Útvegsbankinn í
Hlíðahverfi í Reykjavík,
Verzlunarbankinn í Mos-
fellssveit, Sparisjóður
Kópavogs hefur fengið leyfi
fyrir afgreiðslu í Hjallahverfi
í Kópavogi og Sparisjóður
Keflavíkur hefur einnig
fengið leyfi fyrir afgreiðslu í
Gerðum, Gerðahreppi.
7